Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 3
HENRY HÁLFDÁNARSON: Sjómenn á hættusvæðinu Það eru ekki allir sem kunna að meta að verðleikum hinn yfirlætislausa og glaðlega kjark sjómannanna. Jafnvel á friðartímum lifa þeir erfiðu og áhættusömu lífi við kringum- stæður og óþægindi, sem flestum landmönn- um mundi standa stuggur af. Hvað þá heldur nú þegar sjórinn er þakinn af tundurduflum, kafbátar liggja í leyni eins og hákarlar nær ög fjær, og flugvélarnar elta skipin langt og skammt í hinni eyðileggjandi viðleitni sinni. Það virðist nú engum lengur standa stugg- ur af sjó og stormi ,gleymd eru nú sérhver fangbrögð við þessa höfuðféndur sjómann- anna, allt horfið fyrir tilfinningunni um enn meiri voða, hið miskunnarlausa brjálæði stríðsins. Þeir sjómenn, sem eru í förum til ófriðar- þjóðanna, hafa það vel á tilfinningunni að þeir stefna í meiri hættu, en þótt þeir væru sendir á vesturvígstöðvarnar til að berjast. Á skipunum, undir sínum hlutlausu merkjum, eru þeir svo miklu varnarlausari fyrir, þar sem þeim er meinað að bera hönd fyrir höfuð sér. Þótt sjómennirnir að þessu leyti séu eins og lömb í höndum slátrarans, láta þeir engan bil- bug á sér finna. Ef þeir ekki héldu uppi sigl- ingum, myndi íslenzkt atvinnulíf að mestu leyti hrynja í rústir og verða þröngt fyrir dyr- um hjá mörgu íslenzku heimili; og skipin halda aftur og aftur úr höfn eitt eftir annað, stór og smá, sterk eða veikburða, mótorbátar og gufuskip, og öll stefna þau inn á hættu- svæðið, þar sem blindandi er dregið um hlut- skiftið — lífið eða dauðann. Það er því í sjálfu sér ekkert merkilegt þótt „Járnbraut smáhafnanna“, aldursforseti ís- lenzku skipanna, sé eitt í þessum hóp. Hún hefir marga hildi háð og er að sumu leyti bet- ur úr garði gerð, en mörg sem yngri eru. Nú er gömlu skipunum gefið sitt mikla tæki- færi, og engin kolla er nú svo aum, að hún sé ekki dregin fram og henni gefinn kostur á að vera með, að duga eða drepast. Mannlegu eðli verður ekki breytt þótt lamið sé með lurk, og menn fórna helzt lélegustu skipunum og hugrökkustu mönnunum. Á ferðum sínum á hættusvæðinu, eru menn fullir eftirvæntingar, af því að við öllu má bú- ast og það er sífellt eitthvað að koma fyrir. fagna komu sumars og birtu, því eftir því, sem veður batna og birta verður lengri, vona þeir að frekar megi varast eitthvað af þeim hætt- um, sem á siglingaleiðum eru og sem nátt- myrkur og válynd veður gera enn geigvæn- legri, svo sem tundurdufl á reki og vitalausar strendur. Sjómennirnir fagna þessu, enda þótt þeir jafnframt viti það, að hættan t. d. úr loft- inu og af kafbátunum verði ennþá meiri en hún hefir verið, einmitt vegna birtunnar. . — Öll sjómannastéttin fagnar sumrinu, því að þá hverfur hinn blágrái kulda og hörkusvipur af sænum og hann verður „sef- grænn“ á litinn, sem er fyrirboðiblíðara veðurs og betri líðanar fyrir þá, sem á hafinu vinna. Og sjómennirnir óska þess af alhug, að „sum- arið blítt“ færi öllum Islendingum sem ríku- legastan skerf af sínu „skæra fjörgjafar-ljósi“, bæði þeim, sem í sveitunum lifa og við sæ búa. Gleðilegt sumar! 3 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.