Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 22
ISLENDINGURINN cc .... eina loítsl<eytal<ona heimsins á hafinu Ung íslenzk stúlka ryður nýjar brautir. Fyrir skömmu síðan átti danskur blaðamað- ur viðtal við ungfrú Alice Riis í Kaupmanna- höfn og er viðtalið birt í „Politikens Magasin“ ásamt mynd af henni. Blaðamaðurinn telur, að eftir því, sem bezt verði vitað sé ungfrú Riis eini kvenlegi loftskeytamaðurinn, sem starfi á höfunum. Starfar hún um borð í gufu- skipinu ,,Birthe“ frá útgerðarfélaginu Holm & Wonsild og var skipið að leggja af stað frá Kaupmannahöfn til Englands eftir kolafarmi, þegar blaðamaðurinn heimsótti hana í loft- skeytaklefa hennar um borð í skipinu. Var þetta fyrsta sjóferð hennar sem loftskeyta- maður. Viðtalið fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: — Hvort ég sé hrædd að fara þessa ferð? spurði hún. Ekki hót! Það fer allt vel. — En þetta er óvenjulegt starf fyrir kven. mann. Hvernig stendur á því, að yður datt í hug að leggja út á þessa braut? — Það er útþráin, sem knúði mig til þess. Ég hefi alltaf þráð það að fá að litast um í veröldinni og ég er vön sjóferðum frá barns- aldri. Faðir minn er skipstjóri og bræður mínir tveir eru stýrimenn, svo ég er í sjómanna- fjölskyldu. Ef til vill rennur víkingablóð í æðum okkar; faðir minn og móðir eru íslenzk, en ég er sjálf fædd hér í Danmörku. Þegar ég var lítil telpa lofaði faðir minn mér oft með sér í sjóferðir og sjórinn varð þannig brátt annað heimkynni mitt. *— Já, hún hefir alltaf verið ófyrirleitin, skaut bróðir hennar inn í. Hún var reglulegt VÍKINGUR villidýr þegar hún var stelpa og hlífðist ekki við að slást við okkur strákana, ef svo við horf ði! — Segðu mig ekki verri en ég er, sagði Alice hlæjandi. En hvernig á ung stúlka að geta orðið sjómaður? Ég fann ráð til þess. Ég réði mig sem frammistöðustúlku (steward- ess) á eitt af skipum Austur-Asíufélagsins og á þann hátt komst ég alla leið til Austur- landa. Síðar meir var ég í förum með ,,Pils- udski“ og ,,Batory“ í New-York. En ég kærði mig ekkert um að gera þessa frammistöðu- mennsku að æfistarfi mínu — og þá var það að ég tók mig til og fór að lesa undir loft- skeytapróf. Allir réðu mér frá því, en ég sat við minn keip. Og prófskírteinið fékk ég. — En hvað svo með að komast til sjós? — Ja, það var þrautin þyngri! Til þess að geta orðið loftskeytamaður á farþegaskipi, verður maður að hafa áður starfað að minnsta kosti í tvö ár á flutningaskipi. Og á flutninga- skipum má enginn kvenmaður vera — svo nú voru góð ráð dýr. Öll sund virtust lokuð. Þeg- ar svo faðir minn, í síðastliðnum októbermán- uði, fór til Bandaríkjanna til að taka þar við skipstjórn á olíuflutningaskipi, fór ég þang- með honum í þeirri von, að ástandið væri öðru Framhald á bls. 24. 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.