Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 32
Himininn er þung-búinrt, og ögrandi með þjótandi skýaflókum. Mér verður hugsað til hlnna hraðfleygu skýja, sem oft verða sjó- mönnunum okkar svo örlagarík. Með leiftur- hraða dragast þau yfir glæstar vonir og skapa á svipstundu armæðu og böl. Sjómennirnir flýta sér að leita til hafna undan ofsaveðrun- um, sem skella svo fljótlega á, en dauðinn er á hælum þeirra. Þeir, sem undan komast eflast að gjörfuleik sínum og þreki og skilja nú fullkomlega hvers virði lífið er. Mannssálin þroskast við örðugleikana, en alvara lífsins mótast í andlitinu, þrátt fyrir brosið, sem margir vilja dylja hana með. Þann- ig er það með sjómennina okkar. Andlit þeirra verða hreinni og með sterkari línum, en ann. ara, og fas þeirra sérkennilegra. Sumir þeirra „stíga ölduna“ ofurlítið þegar þeir ganga eítir Austurstræti, en mér finnst það engin óprýði, og eitt er víst, að einmitt fyrir þetta vekur margur sjómaðurinn eftirtekt stúlkn- anna, og það oft báðum aðilum til gæfu og gleði. Þessir menn eru það, sem berjast við dauð- ann meðan fólk í landi flýtir sér inn í húsin og skellir hurðum í lása. Það sezt inn í hlýju stofurnar sínar og skrúfar frá útvarpinu. — Hugur þeirra beinist ef til vill út á hafið, sem snöggvast, en ef þeir eiga þar engan vin, beina þeir huganum í aðra átt, með þeirri afsökun, að það hjálpi engum þó að þeir fari að hryggj- ast yfir erfiðleikunum, sem mennirnir úti á hafinu eiga við að etja í baráttunni við nátt- úruöflin, fyrir lífi sínu. Þeir láta sér nægja að segja við sjálfa sig eða aðra: „Aumingja sjó- mennirnir, nú eiga þeir bágt.“ En svo eru hin- ir, sem ástvini eiga á sjónum, sem oft geta ekki notið svefns eða matar í fullum mæli, fyrir hugsuninni um vinina á hafinu, sem ef til vill deyja, án þess nokkur nema hinn freyð- andi sær, geti farið höndum um ásjónur þeirra. Ef þeir deyja, deyja þeir sem hetjur fyrir föðurlandið, en komi þeir aftur er þeim fagn- að sem sigurvegurum. Það er stutt síðan farið var að skilja til fulls hið mikilfenglega starf sjómannsins, ennú þeg- ar það hefir verið skilið, verður þeim hjálpað eins og mögulegt er. Við dáum þá öll. SJÓMANNABLAÐIÐ V í K I N G U R Utgefandi: Farmanna- og flskimannasamband Islands. Abyrgðarmaður: Guðm. H. Oddsson. Ritnef nd: Hallgrímur Jónsson, vélstjól'i. Þorvaríur Björnsson, hafnsögumaður. Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður. Konráð Gíslason, stýrimaður. Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgangurinn 10 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla er í Ingólfshvoli, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, Pósthólf 425, Reykjavík. Sími 5653. Farmanna- og fiskimannasamband Islands: Skipstjóra- og Stýrimannafél. „Ægir“, Sigluf. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur. Skipstjórafélagið „Aldan“, Reykjavík. Vélstjórafélag íslands, Reykjavik. Félag íslenzkra loftskeytamanna, Reykjavík. Skipstjórafélag Islands, Reykjavík. Skipstjórafélag Norðlendinga, Akureyri. Skipstjóra- og stýrimannafél. „Ægir“, Rvík. Skipstjóra- og stýrimannafél. „Kári“, Hafnarf. Skipstjóra- og stýrimannafél. „Bylgjan“, ísaf. Skipstjóra- og stýrim.fél. „Hafþór“, Akranesi. PrentaS í ísafoldarprentsmiðju h.f. Guð blessi þá og leiði úr sérhverjum hásha og gefi okkur hinum mátt til að veita þeim stuðning í baráttunni. S. S. LeiSrétting. í grein Ásg. Sigurðssonar „Austur með landi“ í síðasta blaði, höfðu slæðst tvær meinlegar villur. I næst neðstu málsgrein í fremra dálki á bls. 23 stendur: „Straumfjörður", en á að vera Stöðvarfjörður, og einn- ig: „Þar býr gótJur hafnsögumaður“, en á að vera: Þar býr Þórður hafnsögumaður o. s. fj'v. ★ Læknir, byggingameistari og stjórnmálamaður deildu um það, liver þessara þriggja stétta væri elzt í veröldinni. Læknirinn sagði: — Eva var sköpuð af rifi úr síðu mannsins, og þai' hefii-skurðlæknir þurft .að koma til. — Mikið rétt, sagði byggingameistarinn, en áður var búið að koma sköpulagi á það, sem var óskapnaður, og það hlýtur að hafa verið verk byggingameistara. — En hver átti upptökin að ringulreiðinni eða óskapn- aðinum ?, sagði stjórnmálamaðurmn. — Einhver hefir átt þau! VÍKINGUR 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.