Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 5
Það sem sjómennirnir ekki sjá, fá þeir frétt- ir af í gegnum loftskeytin. Aðvaranir um tund- urdufl eru alltaf að berast, og neyðarskeyti hinna óhamingjusömu skipa, sem verða þeim eða kafbátum að bráð, kveða við öðru hvoru. Norska skipið ,,Notos“ sendist út SOS. Kafbát- ur hefir ráðist á það. Okkur setur hljóða, því staðurinn sem skipið gefur upp er í aðalleið ís- lenzku skipanna. Islenzkur togari svarar líka strax kallinn og skundar til aðstoðar. Seinna fengum við að vita að tundurskeyti kaíbáts- ins hefði mist marks, og farið rétt framan við stefni norska skipsins. Sjálfur beið kafbátur- inn ekki eftir því að sjá árangurinn af verkum sínum, heldur greip það ráð að breiða sjó yfir sig. Þegar Norðmennirnir, sem höfðu farið í björgunarbátana, urðu ekkert frekara varir við kafbátinn, hurfu þeir aftur um borð til sín og héldu leiðar sinnar. Litlu síðar sendi eistlenzka skipið ,,Nautic“ út neyðarskeyti austan við Hjaltlandseyjar. Þar missir tundurskeytið ekki marks, en skips- höfnin getur bjargað sér í bátana frá hinu sökkvandi skipi. Nú byrjar leitin að þessum smáskeljum í rúmsjó, en hún ber engan árang- ur, fyrst eftir hálfan sjötta sólarhring og mikla hrakninga, ná bátarnir höfn í Noregi. Viðburðirnir líða fram eins og leiftur. Hvert sorglega skiptjónið eftir annað. Flest eru þetta hlutlaus skip, sem fyrir þessu verða. Saklaus- ir menn sem engar sakir eiga við neinn og sízt við þessa styrjöld. í mörgum tilfellunum fær maður ekki fregnir af slysunum fyr en seinna, og upplýsingarnar um hræðilegar raunir þess- ara manna, geta komið hárunum til að rísa á hvaða höfði sem er. Á líkum slóðum og við vorum staddir er sænska skipið ,,Foxon“ skotið í kaf í náttmyrkri, eða það ferst á tundur- dufli. Níu af áhöfninni komast á fleka, sem rekur fyrir sjó og vindi í frosthörku veðri. Svona gengur það í nærri fjóra sólarhringa. Einn eftir annan deyja mennirnir úr þorsta og vosbúð. Einn drekkur sjó, verður brjálaður og hendir sér í sjóinn. Að endingu er Stígur Berg- ström einn eftir á lífi, 27 ára gamall, með líkin af sjö félögum sínum í kring um sig. Einn af hinum dánu er bróðir hans. Þannig fannst hann um síðir mjög aðfram kominn. Mörg skip hafði hann séð fara fram hjá sér, án þess að eftir honum væri tekið. Margoft höfðu vonir hans vaknað, aðeins til að víkja fyrir hinum sáru vonbrigðum. Kannski höfum við verið eitt af þeim skipum, sem hann mætti í myrkrinu. Og sögur um raunir sjómannanna berast víðar að. Kvöldið sem brezki togarinn „Mers- ia“ leggur úr höfn til veiða, er skipshöfnin heiðruð og henni afhent 100 sterlingspund að gjöf frá hollenzku útgerðarfélagi fyrir að hafa bjargað fimm Hollendingum eftir að þeir höfðu hrakist í átta sólarhringa í opnum bát. Skipverjar leggja glaðir úr höfn, en vegna stríðsins loga vitarnir mjög dauflega eða þeir loga alls ekki, og um nóttina strandar „Mers- ia“ á klettunum við eyna Mön. — Skipverjar komast í reiðann, og geta haldist þar við um stund, en engin tök eru að bjarga þeim, og þarna týnast þeir allir. Slíkar eru fréttirnar sem við heyrum á út- leiðinni, og miklu fleiri en hér eru tilnefndar, Danir missa þrjú skip og Norðmenn sex þessa daga, og tugir af mönnum farast. Þeir sem sleppa við tundurduflin og kafbátana eru eltir uppi af flugvélum, sem ausa sprengjum yfir þá, og skjóta á mennina með vélbyssum. Jafnvel í myrkrinu eru flugvélarnir á sveimi. Þannig réðist flugvél að kveldi til á dönsku skipin „Hroar“ og „Viðar“. Allt í einu urðu þau vör við að sprengjum rigndi yfir þau í myrkrinu. Ein sprengjan hitti „Viðar“ og skemdi skipið mikið, eyðilagði þannig annan björgunarbátinn. Skipshöfnin reyndi að kom- ast í hinn en hann mölbrotnaði við síðuna í sjó- ganginum. „Viðar“ sekkur að lokum. 15 menn missa lífið en 8 er bjargað. Björgunarbátar frá grísku skipi ná höfn í írlandi með stíffrosin lík af 13 mönnum. Af vesturvígstöðvunum er alltaf jafn tíðindalaust. Innan um öll þessi ósköp, gleðja íslenzku sjómennirnir sig við að hlusta á útvarpið að heiman. Þarna mitt í hættunni finnst þeim þetta samband eins og taug, sem bindur þá við lífið og heimilið, og þótt þeir hafi orð á því, hvað innlendu fréttirnar séu með afbrigðum ómerkilegar, vilja þeir ekki af þeim missa. Þeir jafnvel kvíða því, að kvenþulurinn lesi upp fréttirnar, ekki af því að þeir séu minna upp VÍKINGUR 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.