Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 21
Vér erum æ svo smáir, því eru vorir fáir sann-nefndir merkismenn. En þeim mun sárar sýnist um sérhvern burt er týnist, nú fyrir skildi skarð er enn. Öll þjóð vor þig- mun harma, og þökk þér inna varma, sem ættjörð unnir bezt. Þó höfum vér að vonum af vorrar þjóðar sonum \’ið fráfalla þitt samt misst hvað mest. Haf þökk fyrir æfi þarfa, haf þökk fyrir unninn starfa, guð gefi þér góða nótt. Vor guð, sem hefur grætt oss, einn getur skarðið bætt oss. Vor syrgði vinur sofðu rótt. Þú komst hingað ungur, augað þitt sá út yfir fagran sæinn. Þar iðaði í djúpi fiska fjöld, en flota vantaði bæinn. Þá stórræði guð þér blés í brjóst, að byrja þitt starf við Æginn. Og flotinn hann kom og liugur liló, en hver skyldi fást að stýra? Þá leiddir þú fram liið frækna lið, með funandi eld um hlýra. Þú kenndir því afrek, efldir fjör, svo auðgaðist landið dýra. Skipa- og vélasmíði á r i ð 1939 Af „Lloyds Register of Shipping“, má sjá aö vélskipafloti heimsins (yfir 100 smál.) var 1. júlí 1939 samanl. 68,5 milj. smálestir (B.R.T.). Er það 2 milj. smál. aukning frá 1938. Af þessum 2 milj. smál. voru 1,69 milj. í mótorskipum. Þann 1. júlí 1914 var hinn vélknúni kaup- skipafloti heimsins samanl. 45,4 milj. smál. í byrjun þesssa nýja Evrópuófriðar, var kaup- skipaflotinn því um 51% stærri en við byrjun ófriðarins mikla. Noregur er fyrstur í röðinni og Danmörk önnur, með hlutfallslega hæstu smálestatölu í mótorskipum, eða 62,2 og 52,2% af skipa- flota landsins. Tilsvarandi hlutfallstala fyrir Þú valdir þér svið á sjónarhól, að sjá mættir vítt um æginn. Nú lokað er augað Ijúfa þitt, þótt langt væri ei sótt á daginn, því drjúpir nú öld við aldar kvöld og andvarp berst þungt um sæinn. Fátæka ungmennið frá Baulhúsum í Arn- arfirði, sem fróðleikslöngunin dró til höfuð- staðarins til þess að svala fróðleiksfýsn sinni í sjómannafræðum, en ekki var þar fáanleg í neinum skóla landsins, en fékkst samt, var nú horfinn á annað tilverustig. Lærisveinar hans, skipstjórar og stýrimenn í skipstjórafélaginu ,,Aldan“ í Reykjavík, kostuðu útför hans og reistu honum virðulegan minnisvarða, er stend- ur í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík og heiðruðu á þann hátt minningu hans. En það er tæplega nægilegt. Mér virðist lífsstarf Markúsar F. Bjarna- sonar skólastjóra, hafa verið svipað fyrir sjó- mannastétt landsins, og starf Jóns Sigurðs- sonar forseta, var fyrir íslenzka stjórnmála- starfsemi, og sé því vel við eigandi, að þessar stéttir minnist hans á hátíðisdögum þeirra og á þann hátt haldi áfram að halda minningu hans í heiðri nú og í framtíðinni. allan kaupskipaflota heimsins er 1938, 22,4% og 1939, 24,4% í mótorskipum. 118 skip eru nú rafknúin, þ. e. ganga fyrir eim- eða diesel-raforkuvélum, og eru samtals 0,69 milj. smál., og glateims-túrbínur hafa verið settar í 671 eimskip með bulluvélum, og eru þau til samans 2,9 milj. smál. Af meðfylgjandi töflu má sjá þróunina á sviði kaupskipaflotans frá 1914—1939 og þá einkum síðustu 5 árin. Smálestatala í %. Vélartegund 1914 1935 1936 1937 1938 1939 Eimvélar kolakyntar 88,84 50,15 49,10 47,89 46,54 44,67 —olíukyntar 2,65 30,65 30,38 29,84 29,57 29,63 Dieselvélar 0,45 17,42 18,89 20,74 22,45 24,36 Seglskip 8,06 1,78 1,63 1,53 1,44 1,34 (Lausl. þýtt af H. J.) 21 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.