Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 1
STÓmHNNRBLRQm
U1KIH6UR
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FIS KIM A N N AS A M B A N D ÍSLANDS
II. árg., 7.-8. tbl. Reykjavik, maí 1940
Að sumarmálum
„Nú er vetur úr liœ,
rann í sefgrænan sæ
og þar sefur í djúpinu væra;
en sumariö blítt
kemur fagurt og frítt
meður fjörgjafar-ljósinu skæra“.
Þannig kvað góðskáldið okkar Jónas Hall-
grímsson um sumarkomuna, og flest, ef ekki
öll, íslenzk skáld hafa fagnað sumri í ljóðum
sínum, misjafnlega vel að vísu,en hjá öllum
hefir endurómað sá mikli fögnuður, sem inni
fyrir býr með þjóðinni, yfir komandi sumri
með björtum nóttum, hækkandi sól og heitum
dögum.
Það er ekkert undarlegt, þó fögnuður ls-
lendinga yfir komu sumarsins sé mikill — og
meiri en margra annara þjóða, því að vet-
urinn hefir oft farið hörðum höndum um þjóð-
ina, bæði fyrr og síðar, með fárviðrum og fann_
komu og hverskonar bjargarbanni, bæði til
lands og sjávar, og undir sumrinu hefir þjóðin
jafnan átt allt um afkomu sína. Við það hefir
lífsvonin lengst af verið tengd.
Veturinn, sem var að kveðja, hefir verló ör-
lagaþrunginn fyrir marga. — Á honum hefir
harkalega verið skipt sköpum við fjórar af
frændþjóðum vorum á Norðurlöndum. Hramm-
ur styrjaldarinnar hefir lostið þessar þjóðir,
sem í vetrarbyrjun undu glaðar við sitt í friði
1
og sjálfstæði. — Finnar hafa verið beygðir 1
kné og orðið að sætta sig við sjálfstæðisskerð-
ingu og landmissir. Danir og Færeyingar hafa
verið teknir undir „vernd“ hinna stríðandi
stórþjóða og Norðmenn eiga í blóðugri styrj-
öld við innrásarher margfalt stærri og sterkari
þjóðar. Á þessum friðsömu frændþjóðum vor-
um hefir það sannast, sem þar stendur, ,,að
standa vel við höggi hinna hefir orðið dauða
sök“.
Á þessum vetri hefir því ófriðarbálið færst
nær oss íslendingum og orustugnýrinn lætur
oss nú enn hærra í eyrum en í vetrarbyrjun,
og af þessum sökum hefir oss sífellt borizt
meiri og stærri vandi að höndum, meðal ann-
ars sá, að vér höfum orðið að taka öll vor mál
í eigin hendur. Ber auðvitað að fagna því, út af
fyrir sig, en sjálfsagt hefðum vér fremur kosið
að það hefði að borið með öðrum hætti og und-
ir öðrum kringumstæðum.
Að ýmsu leyti hefir liðinn vetur farið óvenju
mjúkum höndum um oss. Má segja að veturinn
hafi verið einstaklega góðviðrasamur og mild-
ur og sú guðsblessun hefir yfir þjóðinni hvílt,
að engu skipa vorra, sem stöðugt hafa siglt
yfir hættusvæði Norðurálfunnar, hefir hlekkst
á að neinu Ieyti, enda þótt hætturnar af völd-
um stríðsins hafi farið sívaxandi. Og mikið er
það fé, sem þjóðarbúið hefir fengið yfir vet-
urinn, fyrir þá framleiðsluvöru, sem „hetjur
VÍKINGUR
L