Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Side 19
vöku meðan þeir þoldu ef afli bauðst. Þeir voru
þá ekki sérlega hreinlegir er þeir köstuðu sér
í „kojurnar“, venjulega án þess að fara úr
íötunum.
í| fyrstu skildu hvorugir aðra. Islendingarn-
ir vildu læra dönskuna og þótti upphefð að.
Danirnir kærðu sig ekkert um að læra íslenzk-
una, fannst það tæplega samboðið virðingu
sinni. íslendingarnir voru að náttúrufari hjálp-
samir, greiðviknir og framgjarnir, vildu láta
bera á sér og vinna hylli Dana um borð. Þegar
hagræða þurfti seglum, sem einkum var verk
hinna dönsku, vildu íslendingarnir gjarna
hjálpa til og áttu að gera það, en þekktu lítið
til hinna mörgu kaðla og fyrirkomulags þeirra.
Þekkingarleysi þeirra á þessum sviðum og mál-
leysið gerði þeim erfitt fyrir. Þeir gerðu því
ýms mistök og töfðu jafnvel fyrir stundum og
urðu til erfiðisauka. Þetta gramdist Dönum og
hreyttu þeir þá úr sér skammaryrðum. Fyrstu
orðin og setningarnar sem íslendingarnir
lærðu því í dönskunni, voru þá oft skammar-
yrði, blót og formælingar.
Þegar að landi kom, var það verk íslend-
inganna að skipa upp aflanum. Vinnan var
þreytandi og sóðaleg, það var unnið allan dag-
inn frá morgni til kvölds. Að afloknu dags-
verki og áður en farið var um borð, var stund-
um skroppið inn á veitingastað til þess að fá
hressingu. Það kom þá fyrir að dönsku skips-
félagarnir sátu þar fyrir, vel til fara, hrein-
legir og uppstroknir. Þeir unnu venjulega ekki
að uppskipuninni heldur öðrum störfum um
borð, er skipinu tilheyrðu, hættu vinnu fyrr að
kvöldinu, þvoðu sér og skiptu um föt ef þeir
fóru í land. Þegar svo þessir skipsfélagar
hittust á veitingastöðunum, var mismunurinn
stingandi í augum fyrir þá, sem voru í landi
og athuguðu mismuninn. íslendingarnir voru
ekki tilfinningalausir. Þeir fundu lítilsvirðing-
una, er þeim mætti, ekki aðeins um borð, held-
ur einnig þegar í land var komið. Þegar þeir
voru við skál, braust stundum út gremja og
varð töluvert áberandi ef í illdeilum lenti. Var
þá danskan ekki spöruð og þá ekki kveðjurn-
ar vandaðar eða málið fagurt.
Nokkrir hinna íslenzku fiskimanna voru
náttúraðir sjómenn og lærðu fljótt til allra
skipsverka, voru námfúsir og áhugasamir um
allt er að farmennskunni laut og komu sér vel
við hina dönsku, en sjaldan fór það saman, að
þeir hinir sömu væru góðir fiskimenn. Það sem
þeir unnu í áliti Dana, misstu þeir í augum ís-
lenzku skipsfélaganna og útgerðarmannanna
líka, sem mest héldu upp á þá, sem hæstir
voru í drætti, en minna upp á hina, sem lægri
voru.
Danir báru fslendingunum venjulega illa
söguna, fyrir sóðaskap og kunnáttuleysi í allri
sjómennsku, en viðurkenndu á hinn bóginn
dugnað þeirra og áhuga fyrir fiskiveiðunum.
Það var mikið tillit tekið til vitnisburðar hinna
„miklu manna“ af útgerðarmönnum og fleir-
um, en hann var ekki vel til þess fallinn að
auka álit þeirra og virðingu í augum heldra
fólksins eða betri borgara landsins. Niður-
staðan varð því sú, að í heild var íslenzka
sjómannastéttin álitin óvirðulegri en aðrar
stéttir, t. d. bændur, og ekki var talið lítilmót-
legra starf hér á landi, en að vera „kokkur á
fiskijagt“.
Eftir að fslendingar fengu umráð og þeim
var falin stjórn á þilskipum, sem voru miklu
minni og mönnuð færri mönnum, en þau
dönsku, voru þeir oft afla hærri. Sú skoðun
varð því almennt ríkjandi meðal íslenzkra út-
gerðarmanna, að það væri til ills eins að hafa
lærða menn á fiskiskipunum og voru því mót-
fallnir allri stýrimannafræði, ,,splæsingum“ og
öðrum bóklegum og verklegum sjómannafræð-
um. íslenzku formennirnir rötuðu um sjóinn
ekki síður en þeir dönsku, komu að landi á
tilsettum tíma eins og þeir og höfðu það fram
yfir, að hitta fremur á góð fiskimið og fá meiri
afla en dönsku skipin fengu, en það var aðal-
atriðið fyrir útgerðarmennina.
Að sjálfsögðu voru ýmsar undantekningar
frá þessu sem hér hefir verið sagt. Það kom t.
d. fyrir, að meðal hinna dönsku siglinga-
manna væru góðir og áhugasamir fiskimenn.
Það voru líka til útgerðarmenn, sem ekki töldu
skaðlegt að hafa lærða skipstjóra á íslenzku
fiskiskipunum, þótt þeir á hinn bóginn litu
svipuðum augum og fjöldinn á það, að far-
mennska og fiskimennska ættu ekki saman.
Þannig var í aðaldráttum andrúmsloftið í
19
VÍKINGUR