Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Side 10
Lifrarsamlag Vetsmannaeyja.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja var stofnað
með almennum samtökum útgerðarmanna í
Vestmannaeyjum 7. des. 1932. En veturinn
1934 tók verksmiðja þessi til starfa. Fram að
þessum tíma, hafði öll lifur Vestmannaeyinga
verið brædd hjá nokkrum einstaklingum með
gömlum og úreltum aðferðum.
En nú í dag, mun verksmiðja Lifrarsam-
lagsins var ein sú stærsta og fullkomnasta,
sem til er í sinni grein. Til að gefa dálitla hug-
mynd um afköst og nýtni verksmiðjunnar á
hráefninu, lifrinni, skal þess getið, að hægt
er að bræða ca. 5000 kg. af lifur á klukku-
stund og jafnframt taka grútinn frá bræðslu-
körum og skilja úr honum allt lýsi, en það er
ca. 8% af lifrarmagninu. Mestu afköst verk-
smiðjunnar á einum degi hafa verið vinnsla
á 70 þús. kg. lifrar
Vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík, hefir smíð-
að og sett upp tæki þau, sem þarf til þessarar
eftirvinnslu á grútnum. Lýsi það, er vinnst á
þenna hátt, er að mun A-vitamín ríkara en
venjulegt gufubrætt lýsi. Grútinn, sem þessi
eftirvinnsla nær ekki meiru af lýsi úr, var
fyrstu árin farið þannig með í verksmiðjunni,
að hann var soðinn og pressaður, og þannig
fékkst svonefnt pressulýsi, síðan var þessi
pressaði grútur þurrkaður í þar til gerðum
gufuþurkum og svo malaður í lifrarmjöl, sem
töluvert útflutningsverðmæti fékst fyrir. En á
síðastliðinni vertíð fékk verksmiðjan danskar
skilvindur, er taka grútinn og skila svo álíka
miklu af lýsi, sem pressurnar gerðu áður, og
auk þess mun betra að gæðum. Áður en verk-
smiðja Lifrarsamlagsins tók til starfa, var öll-<
um þessum pressugrút hent sem einskisnýtum
úrgangi, aðeins eitthvað þó notað til áburðar.
Lýsisgeymar verksmjiðjunnar geta nú or'ðið
tekið allt að 1500 tunnur af lýsi, hver tunna
er um 200 kg. að þyngd. Aflvélar verksmiðj-
unnar eru 2 olíumótorar, 75 og 60 hestafla,
en mikið af vinnsluvélunum er drifið beint
með rafmagni. Tvo gufukatla hefir verk-
smiðjan til bræðslu og upphitunar.
Síðastliðið ár var verksmiðjunni gjörbreytt
til hins fullkomnasta sem enn þekkist á þessu
sviði, þá voru settar þar niður vélar til kald-
hreinsunar á lýsi.
Árið 1938 var unnið í verksmiðjunni úr
1.700,834 kg. af lifur, og er það mesta magn
sem ennþá hefir verið unnið úr þar á einu ári.
Árið 1939 vann verksmiðjan úr 1.593.603 kg.
lifrar. í ár, eða þ. 30. marz er verksmiðjan að-
eins búin að fá um helming þess lifrarmagns
til vinnslu, miðað við sama tíma s.l. ár, og er
það aflatregðunni að kenna.
Venjulega eru 16—20 fastir starfsmenn við
verksmiðjuna yfir veturinn þegar aðal vinnslan
á sér stað.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja borgaði end
ánlega út á lifur til samlagsmanna þrjú síð-
astl. ár sem hér segir: 1937, 3614 eyri fyrir lít-
er og 1938 og 1939, 35 aura fyrir líter. Ann-
ars staðar á landinu mun hæsta verð, sem
greitt hefir verið fyrir lifrarlíter, vera um 25
aurar, svo allir geta séð, hvílík stoð og stytta
þessi samtök eru útgerð Vestmannaeyinga.
Sömu ár mun Lifrarsamlagið hafa fiutt út
lýsi fyrir rúmar 900 þús. krónur.
Lýsið frá verksmiðju samlagsins er talin
l'yrsta flokks vara, enda mjög eftirsótt af ame-
rískum lýsiskaupmönnum, og mun það vera
fjörefnaríkara en annað íslenzkt lýsi.
Flestar þær upplýsingar sem hér er stuðst
við, eru frá framkvæmdastjóra verksmiðjunn-
ar, hr. Karli Runólfssyni.
Formaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja
hefir verið frá því það var stofnað, hr. alþing-
ismaður Jóhann Þ. Jósefsson, og hefir hann
unnið fyrirtækinu mikið og þarft starf, svo
sem öllu öðru, er stefnt hefir að aukmni hag-
sæld fyrir útgerð Vestmannaeyinga.
Þökk sé öllum þeim, er vinna að bættum
hag íslenzkrar útgerðar, því á henni byggist
afkomu og framtíð íslensku þjóðarinnar.
Netagerð. Vestmannaeyja h.f. tók til starfa
í nóvembermánuði 1936 og framleiddi til ap-.
rílmánaðarloka 1937 rúm 4 þús. net. Síðastl.
á.r framleiddi verksmiðjan 18.343 netaslöng-
ur, 18, 22, 26 og 30 möskva. 20 manns vinna
við verksmiðjuna, auk framkvæmdastjóra, og
er unnið í tveim vöktum frá kl. 7 að morgni
Frh. á bls. 15.
VÍKINGUE
10