Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 31
Kvöldþankar . . . . ___ (Ung Reykjavíkurstúlka hefir sent blaðinu eítirfarandi hugleiðingar um líf og starf sjó- mannsins): Það er kvöld, og veturinn er senn á enda. Ég sit við gluggann í stofunni og hlusta á út- varpshljómsveitina spila. Það hefir verið hvasst í dag, en nú er kom- ið logn að heita má. Sjórinn er upprifinn eftir óveðrið og ég sé bárurnar veltast hverja um aðra. Ég fer að hugsa um það, hvað oft ég hefi heyrt stúlkur óska þess, að þær hefðu fæðst karlmenn. Ég er ekki ein þeirra, en þó er það eitt verk, sem ég vildi gjarnan vinna, en ó- sæmilegt mundi þykja fyrir konu. Ég vildi lifa lífinu að miklu leyti á sjó, eins og svo margur karlmaðurinn gerir. Það er ekki vegna verkanna, sem á sjó eru unnin, að ég hef æskt þessa, heldur hins margbreytilega lífs, sem í sjónum býr. Hinir hraustu menn okkar, sjómennirnir, eru sterkir og þrekmiklir, ekki einungis á lík- amanum, heldur og einnig á sálinni. Ég man ekki eftir að hafa nokkurntímann heyrt talað um að misindismenn þróuðust meðal íslenzkra sjómanna. Aftur á móti hefi ég oft vitað til að vandræðaunglingum hefir verið komið til sjós til að mannast. Þetta er skiljanlegt. Sjór- inn hefir læknandi áhrif á martröð þá, sem oft og einatt hvílir með ofurþunga sínum á landmanninum. Martröð auðnuleysisins, — martröð hins veiklaða sálarlífs. Sjómaðurinn sér öldurnar rísa og falla við fætur sér. Hann heyrir andardrátt sjávarins og sér hvernig sólin brotnar í bárunum, sem leika sér vinalega við skipshliðina. Hann finn. ur, að hann er frjáls. Ég hef oft heyrt sjómenn tala með hálfgerðri lítilsvirðingu um land- mennina. Ég skil það vel. Beizkjan yfir kjör- unum, sem þeir verða við að búa, hefir gagn- tekið hugi þeirra, jafnframt því að þeir finna til sinna eigin yfirburða. Maður, sem situr í upphitaðri skrifstofu nokkra tíma á dag fær 4—500 krónur á mánuði, en sá, sem á sjónum er og verður að vinna mestan hluta sólar- hringsins, er kannske rétt matvinnungur, og þar við bætist sú mikla vosbúð og kuldi, sem hann verður að þola. Svo er eitt. Margur mað- urinn, sem sjóinn sækir, er sjóveikur í hvert skipti sem hann stígur á skipsfjöl, þó að hann stundi sjó alla sína æfi. Þetta atriði ættu lækn. ar að leggja sig niður við að athuga, því það er einmitt þessi hvimleiða tilfinning, sem ger- ir mörgum manninum erfitt fyrir, að leita sér og sínum bjargar á sjónum. Það væri æskilegt að læknar reyndu, með sínum miklu vísindum, að finna eitthvert lyf, sem útrýmt gæti þess- um kvilla. Þetta rennur gegnum hug minn, meðan ég horfi á hvítan öldufaldinn og hlusta á útvarps- hljómsveitina. — Himininn er alsettur stjörn- um og þarna sé ég bogadregna rönd af tungl- inu. Létt, hvít ský líða milli stjarnanna, yfir bláan himingeiminn. En þetta breytist skyndi- lega. Kolsvartan skýjabakka dregur upp við sjóndeildarhringinn, og með óðfluga hraða breiðist hann yfir himinhvolfið og hylur stjörnurnar hverja af annari. Röndin af tungl- inu hverfur, síðasta stjarnan, sem ég sé á himninum, er stór og björt. Hún brunar áfram og dregst að skýinu, eða það að henni, unz hún hverfur bak við það. Myrkrið skellur á. 31 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.