Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 8
Magnús Magnússon skipstjóri frá ísafirði, mun einkum vera fyrir íslendingum þar vestra. Er hann duglegur og athafnamaður mikill. Á hann stóran togara, „Heklu“, er hann gerir út og stýrir sjálfur. Hefir Magnúsar áð- ur verið minnst hér í blöðum og mjög að mak- legleikum. Diesel-togurum fjölgar þar vestra með ári hverju. Reynast þeir vel, eru sparsamir, og taka hinum fram að ýmsu leyti. Bróðir Magnúsar, Þórður Magnússon, ung- ui maður, sem verið hefir skipstjóri frá Bost- on um tíu ár, hefir stýrt einum slíkum Diesel- togara síðustu þrjú árm. Heitir togarinn ,,Surf“ og er vandað skip og snoturt eftir myndinni að dæma er fylgir þessum línum. Tvö fyrri ár_ in á þessum togara, hafði Þórður hæstan afla í Boston. Yfirleitt munu íslenzkir skipstjórar vera eftirsóttir í Boston og starfa þar við góð- an orðstír. Er það íslenzku sjómannastéttinni mikill á- litsauki, að þessum mönnum hefir tekist svona vel starfið þar vestra, og sýnir, að það er ekki tómt gaspur, þegar dugnaði íslenzkra sjó- manna er á lofti haldið. Sú viðleitni sem nú er hafin hér heima til þess að styrkja Vestur_íslendinga í því, að halda við þjóðerni sínu er vissulega mikils verð, og ekki vonum fyr, að starf það er hafið hér fyrir alvöru. Það er vitað, að landar, er dvelja erlendis, hafa undantekningarlítið mikla löngun til þess að halda sambandinu við heimalandið, og gera yfirleitt það sem í þeirra valdi stendur í því efni. Reynslan sýnir hinsvegar, eins og áður er drepið á, að þeir eru taldir hinir nýtustu borg- arar þar vestra. Það verður því að teljast hin ákjósanlegasta auglýsing á þjóðinni að við- halda sambandinu sem bezt. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir landa okkar vestan hafs. Störf þeirra og atorka er bezta auglýs- ingin fyrir þá, sem heima eru. Islenzku sjó- mennirnir í Boston hafa ef til vill enn betur en aðrir vesturfarar, sýnt þann dugnað sem í íslenzku þjóðinni býr, og má ekki minna vera, en að við hér heima gerum okkur far um, að fylgjast með lífi þeirra og starfi. Víkingur hefir þegar eignast nokkra lesend- ur í hinni litlu sjómannanýlendu í Boston og vonast eftir að fá fleiri. Er honum bæði ánægja og áhugamál að geta flutt sem oftast kveðjur yfir hafið. Vilhjálmur Þorsteirisson stýrimaður — Minningarorð Hinn 11. apríl s.l. vildi það sviplega slys til, að 1. stýrim. á Súðinni, Vilhjálmur Þorsteinsson, féll út af hafnarbakkanum í Fleetwood og drukknaði. Vilhjálmur heitinn var maður á bezta aldri, aðeins 45 ára gamall. Hann var borinn og barnfæddur Reykvík- ingur, sonur Þorsteins Þorsteinssonar slátrara. Hann hóf sjómennsku rétt eftir fermingu, og stundaði jafnan sjó úr því. Hann tók skipstjórapróf við Stýrimannaskólann árið 1923 og varð tveim árum síðar stýrimaður hjá Eim- skipafélagi íslands, og var það til 1930. Hafði hann áð- ur verið mörg ár í þjónustu félagsins, eða allt frá 1917, ýmist sem háseti eða bátsmaður. Árið 1930 réðist hann til Skipaútgerðar Ríkisins og var stýrimaður á skipum hennar frá, því til dauðadags. Vilhjálmur heitinn var góður sjómaður, duglegur og samvizkusamur, enda var hann vel látinn og vinsæll af öllum, sem með honum störfuðu eða kynntust honum á einn eða annan hátt. Að honum er því mikil eftirsjá. Hann var kvæntur Ólafíu Gísladóttur, og eignuðust þau eina dóttur, sem nú er upp komin. VIKINGUR 8

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.