Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 29
Vjð sjáum okkar sæng upp reidda. Því verður að vísu ekki neitað, að all-mjög hækkaði brúnin á þeim dönsku, er þeir fengu þarna hátt á annað hundrað lúður úr einum róðri — en værðin var sú sama eftir sem áður. Enda skilur maður það, að það er ólíkt næðis- samara að liggja á skipi uppi við klappir í lokuðum firði, heldur en út á opnu hafi. Hitt ætti þá líka að vera jafn auðskilið mál, að það muni vera allerfitt og ekki vænlegt til að gefa góða útkomu fyrir jafn lítinn bát og ,,Snorra goða“, að sækja róðra álíka langt og frá Reykjavík og austur fyrir Langanes-font, en sú vegalengd, sem við fórum í þessum róðri var ámóta mikil. Hefði nú danskurinn verið fáanlegur til að flytja sig norður í Disko-fló- ann, þá hefði verið hægt fyrir okkur að stunda lúðuveiðina þarna norður frá, — en við það var ekki komandi. Við sáum því okkar sæng upp reidda hvað snerti sumarafkomuna. Úr þessu var hver dagurinn öðrum líkur hjá okkur, lítill eða enginn afli og þegar kom fram í ágústmánuð sá hákarls-skömmin um það, að afgogga þau fáu kvikindi, sem á krókana komu. Komið gat þó fyrir, að hann varð of ötull við starfið og festist sjálfur á krókunum, og var þá auðvitað ekki að sökum að spyrja fyrir hann greyið, þegar upp kom. Voru hon- um þá goldin starfslaunin eftir ,,öllum kúnst- arinnar reglum“ — með mikilli ánægju og án alls samvizkubits af okkar hálfu. Haldið heim. — Þegar fram í september kom, fóru menn heldur að ókyrrast, og þar sem aflinn glædd- ist ekki, þá var farið að týgja sig til heim- ferðar. Og hinn 9. september kvöddum við svo kóng og prest og lögðum af stað. Hafði nú fjölgað hjá okkur á bátnum, því að Gunnar Thordarsen „reiðara“-umboðsmaður hafði 'bætzt í hópinn. Héldum við nú eins og leið lá suður með landi og aðra nótt frá því við lögðum af stað, láum við undir Thorvaldsens-höfða. Svo hagar til, að suðuroddi Grænlands sam- anstendur af stórum eyja-fansi og heitir sú yzta þeirra Eggertsey. Nöfn hinna eyjanna eru mér ýmist gleymd eða þá svo grænlenzk að ég get ekki nefnt þau — en það skiptir lík- lega ekki miklu máli. Þarna suður frá skerst sund eða f jörður í gegnum þvert landið, og var hann til forna nefndur „Öllum lengri“, og læt ég það nafn duga, enda mun það réttnefni. Þarna er krókótt leið og vandrötuð nema í björtu. Svört og hrikalega standberg ganga þarna víða í sjó fram og er landsýnin víða svipmikil og einkennileg, og trúað gæti ég, að málurum og öðrum slíkum listamönnum þætti ekki ónýtt að koma þarna. Þegar birta tók um morguninn var stjórinn tekinn og haldið af stað og um hádegisbilið sigldum við fram hjá þorpi einu, og af því við þurftum að bæta við okkur neytzluvatni og sáum læk renna niður f jallshlíðina, þar skammt frá, þá ákváðum við að leggja að landi og ná í vatnið. En áður en varði var kominn mesti sægur af bátum í kringum okk- ur. Voru bátarnir af ýmsum gerðum: doríur, prammar, húðkeipar og stærri tegundin af skinnbátum og einn uppskipunarbátur! — Sá, sem var fremstur í flokki þeirra, sem í bát- unum voru, var kynblendingur einn, ekki ó- lögulegur náungi, og kvaðst hann vera umsjón- armaður þar á staðnum. Gaf hann okkur leyfi til vatnstökunnar. Gaman var að virða fyrir sér fólkið, sem í bátunum var. Búningur þess var síður en svo grænlenzkur, því allir voru í gúmmístígvélum, bláum nankinsfötum og með enska húfu á hausnum, — mismunandi luralegir og óhreinir, en um fríðleika var ekki að tala! Við mönnuðum nú út léttbátinn og rérum til lands með vatnsílátin. Höfðum við mjög þægilega og handhæga aðferð við vatnstök- una. Við tókum gúmmíslöngu, létum annan enda hennar ofan í vatnsílátið en í hinn end- ann festum við tregt og stungum svo tregtinni Sjómcinna- heimilið í Fœreyinga- höfn. 29 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.