Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 14
Minningarord um Ágúst Guðmundsson Waage, skipstjóra Hinn 7. júní s.l. ár barst sú sorgarfregn hingaS til lands, að Ágúst G. Waage, skip- stjóra frá Grimsby, hefði tekið út af skipi sínu, togaranum ,,Rutlandshire“, og drukkn- að, sunnudaginn 4. júní. Ágúst. kom inn til ísafjarðar 30. maí til þess að hafa tal af lækni. Eftir stutta viðdvöld þar, sigldi hann skipi sínu út á fiskimið fyrir Vestfjörðum. — Skipið var á heimleið til Grimsby, þegar slys- ið vildi til, og urðu skipverjar þess ekki varir fyrr en eftir á. Ágúst var fæddur 18. ágúst 1889, að Stóru- Vogum í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. Faðir hans var Guðmundur Jónsson Waage, þáverandi bóndi þar, en hann var sonur Jóns Magnússonar Jónssonar Daníelssonar stór- bónda og dannebrogsmanns í Stóru-Wogum. Magnús Jónsson fór utan og tók sér fyrstur ættarnafnið Waage. Móðir Guðmundar og amma Ágústs var Guðrún dóttir Guðmundar Péturssonar verzlunarstjóra í Reykjavík, en amma Guðmundar og kona Magnúsar var Guðrún Eggertsdóttir prófasts í Reykholti. — Kona Guðmundar og móðir Ágústs, Jósefína Jónsdóttir Waage, er enn á lífi, 82 ára að aldri. Jósefína er dóttir Jóns Jónssonar prent- ara í Reykjavík og Jóhönnu Tómasdóttur Zoega. Vorið 1899 fluttist Ágúst með foreldrum sín- um til Keflavíkur og um haustið árið eftir til Reykjavíkur, þá 11 ára, og ólst hér upp. Hann fór ungur að vinna fyrir sér. Innan við ferm- ingu var hann í sveit á sumrum og sat hjá. — Hafði hann oft orð á því síðar, að fegurð lands- ins upp til fjallanna hefði heillað sig þá. Snemma hneigðist hugur hans að sjónum. Var það eðlilegt, því að forfeður hans höfðu verið mestu sjógarpar og aflasælir. Seytján vetra gamall réðst hann á skútu. Haustið 1908 settist Ágúst í Stýrimannaskól- ann og lauk þar prófi 1910, tvítugur að aldri. Hann undi ekki skútuverunni lengur. Vildi hann kynnast veiðiaðferðum Englendinga. Á Englandi lauk hann prófi í annað sinn og stað hinna snúnu bátauglna. Ennfremur að fyrirskipaðar séu nægilega þéttar æfingar um meðferð björgunartækjanna, svd menn séu orðnir öruggir um meðferð þeirra, ef hættu ber að höndum. 3) Ferðaöryggi sumra mótorskipanna er mjög ábótavant, og því nauðsynlegt að fyrir- skipað sé, að öll mótorskip hafi nauðsynleg. ustu varahluti til vélanna, og enn fremur að setja það sem skilyrði að þau verði talin hæf til millilandaferða, að þau séu þannig útbúin með segl, að þau geti bjargað sér á þeim ef vélin bilar. Að sjálfsögðu gildir sama um útbúnað björgunarbátanna hjá mótorskipunum og hjá togurunum og aðrar reglur viðvíkjandi þeim. B.v. Tryggvi gamli, 15. apríl 1940. Þorkell Sigurðsson, vélstjóri. VÍKINGUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.