Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 13
haga svo ferðinni á skipinu þannig, að bátun- um sé nokkurnveginn óhætt, eða: og pað mun vera öruggasta lausnin, að setja um borð í skipin svo kallaðar ,,Patent“-bátauglur, sem eru þannig útbúnar, að þær leggjast aftur á bak með bátana hangandi, og eru þær reistar upp með handsveif, sem af æfðum mönnum tekur ekki nema nokkurar sekúndur, í stað þeirrar miklu fyrirhafnar og tíma, sem það tekur að slá út bátunum með hinum gamaldags snúnu bátauglum. Þá virðist ekki vera vanþörf á því, að meira sé gert af því að æfa menn í að koma út bátun- um, heldur en nú er gert, og ef sú æfing ætti að vera fullkomin, þyrfti að kalla menn út til þeirra æfinga fyrirvaralaust, og hverjum manni áskilinn sérstakur starfi til að leysa af hendi, eins og um raunverulega hættu væri að ræða, það veitir ekkert af því að menn fái æf- ingu, ef ekki á ýmislegt að fara í handaskolum þegar hættan steðjar að. Hvað við kemur togurunum sjálfum, þá álít ég að ferðaöryggi þeirra sé eins fullkomið og það getur verið, því að hvað sem sagt hef- ir verið um þá, að þeir væru orðnir ónýtir ryð- kláfar, þá hefir þeim verið ágætlega viðhald- ið, bæði vélum og skipum, og þar að auki út- búnir með margskonar varahlutum til vélanna, og til viðgerðar ef eitthvað bilar. Aftur á móti býst ég við að nokkru öðru máli sé að gegna með mörg smærri skipin, og tæp- lega forsvaranlegt að senda sum þeirra á milli landa, í það minnsta að vetrarlagi, eins og þau eru úr garði gerð. Nú, þegar b.v. „Tryggvi gamli“ kom síðast út til Englands, var einn mótorbátur með 2ja strokka vél búinn að liggja um 3ja vikna tíma vegna bilunar á vélinni. Ef að til hefðu verið nauðsynlegustu varastykki í hana, er senni- legt að ekki hefði þurft að tefja skipið nema í 2 til 3 daga. Sú var þó bót í máli með þenn- an bát, að hann var sæmilega útbúinn með segl, svo að möguleikar voru á að komast á- fram á seglum, ef vélin bilaði úti í hafi. Um sama leyti var annað mótorskip að leggja af stað heim. Það er með 6 strokka vél eftir því, sem mér er sagt, en 2 voru bilaðir, svo keyrt var með 4 strokkum. En sá var mismunurinn, að þetta skip hafði ekki neinn seglaútbúnað, svo að það var algjörlega hjálparlaust, ef vél- ii: bilaði, enda þurfti ekki lengi að bíða, að það yrði að raunveruleika, því að á heimleiðinni fengum við boð um það, að þetta skip væri búið að vera ósjálfbjarga á reki í ca. 10 klst. um 160 sjómílur frá þeim stað, sem við vorum staddir á. Nú var suðvestlæg og vestlæg átt, en skipið á leið upp að austurströnd íslands, svo að ef það hefði aðeins verið útbúið með nauð- synlegustu seglum, þá hefði það getað haldið ferðinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. En nú féll það í hlut okkar, að leysa það hlutverk af hendi, sem seglin hefðu getað gert. Eftir 23; k'lukkustunda keyrslu með fyllsta krafti á vélinni, fundum við loks skipið, en þá kom í ljós að enginn kaðall eða vír var til um borð í skipinu, sem nýtilegur var til að festa dráttartaugum í, ekkert gat var fyrir akkeris- keðju, svo festa varð dráttartaugunum utan um yfirbyggingu skipsins. Eini Ijósi punktur- inn fyrir þá menn, sem á bátnum voru, var sá, að talstöð var í skipinu, svo að þeir gátu látið vita hvernig þeim liði, en svo bilaði hún rúm- um hálfum sólarhring eftir að við fundum skipið. Það liggur við, að mann hrylli við 'til- hugsunina um það, hver afdrif þessara manna hefðu getað orðið, ef talstöðin hefði bilað áð- ur en vélin bilaði, og þeir því ekki getað látið vita af því, að þeir væru á algerlega hjálpar- vana skipi á reki úti á miðju Atlantshafi. Ég skal taka það fram, að mér þykir leitt, ef að þessi ummæli mín koma óþægilega við einhverja menn, en vegna málefnisins verður ekki hjá því komist, og sjómennirnir munu vita bezt að þau eru í öllum atriðum sönn. Niðurstöðurnar af þessum hugleiðingum mínum eru þessar helstar: 1) Ferðaöryggi togaranna og hliðstæðra skipa mun yfirleitt vera ágætt. 2) Björgunarútbúnaður þeirra mun vera yf- irleitt í góðu lagi, en gefa verður út stranga reglugerð viðvíkjandi því hvernig ber að hafa bátunum fyrirkomið á millilandaferðunum, og ef nauðsyn krefur vegna öryggis bátanna og til að fyrirbyggja tafir á millilandaferðunum, að fá hinar svo kölluðu „Patent-bátauglur, í 13 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.