Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 23
Olafur Ó. Lárusson, héraðslæknir, skrifar um hina miklu framkvæmd Einars Sigurðssonar: HraSfrystistöS Vestmannaeyja Einar Sigurðsson, kaupmaður, frá Heiði, hér í bæ, keypti svonefndar Edinborgareignir hinn 22. desember s. 1. af Útvegsbanka íslands h.f., sem hafði átt þær um 10 ára skeið. Gísli J. Johnsen, stórkaupmaður, rak þarna áður mikla verzlun og útgerð, enda var hann ótrauður til framkvæmda, ávalt sístarfandi og byggjandi meðan hans naut þar við, og veitti Eyjabúum atvinnu í stórum stíl; mun óhætt að segja að atvinnulif Eyjabúa hefir ekki borið þess bætur síðan hann hætti þar vinnurekstri sínum, fyr en þá nú. Allir Eyjabúar geta glaðst yfir því, að kom- inn er atorku- og dugnaðarmaður í hans stað; er það Einar Sigurðsson — atorka hans og dugnaður sýnir sig vel í því, hversu rösklega hann hefir gengið fram í því, að koma á fót Hraðfrystistöð sinni þarna í Edinborgarhús- unum, en miklu hefir þurft þar að breyta og byggja að nýju til þess að fá haganleg húsa- kynni.) Frá 22. desember hefir Einar verið þarna sístarfandi frá því árla morguns til síðla kvölds, og hefir verkinu miðað svo hratt undir hans eftirliti, að hinn 10. febrúar s. 1. voru vélar Hraðfrystistöðvarinnar settar í gang í fyrsta skifti, og hófst flökun og fryst-* ing á fiski 4 dögum síðar, eða 14. febrúar. Byggingu stöðvarinnar er ennþá ekki nærri lokið, sérstaklega hvað geymsluklefa snertir, en að því er unnið jafnt og þétt. Geymsluklef- arnir eiga að rúma um 1000 smálestir af fiski; mun fiskmagn það vera að verðmæti um 1 milljón króna, þó miðað sé við ódýrustu fisk- tegundir. Afköst við frystingu eru um það bil 20 smálestir á sólarhring. Dieselvél knýr frysti- vélina og rafmagnsmótor. Öll eru tæki þessi af nýjustu og beztu gerð, og munu hvergi full- komnari hér á landi, og jafnast á við það bezta erlendis. Eitt Edinborgarhúsanna vakti undrun manna þegar það var byggt vegna stærðar sinnar, og nefndu hfenn það ,,Eilífðina“, og var þar aðgerð og söltun í Gísla tíð. Þakinu hefir nú verið svift af húsi þessu, steinloft steypt og stórum hækkað undir loft, og hefir nú alveg ný ,,Eilífð“ verið reist ofan á þá gömlu; mætti þetta vera fyrirboði þess, að verkin standi vel og lengi ,,frá Eilífð til Eilífð- ar“. Vélasalur er stór og mikill og upp yfir hon- um upphitaður kaffisalur fyrir starfsfólk fyr- irtækisins; mun slíkt óþekkt hér áður á vinnu- stöðvum. Sa])erni og þvottaskálar er þaþna einnig. Niðursuðuverksmiðja S.Í.F., sem starf- ar í húsum Einars síðan í ágúst s.l., hefir og fullkomin hreinlætistæki og kaffisal fyrir starfsfólk sitt. Er gott til þess að vita, að menn auka þrifn- að og hreinlæti við atvinnufyrirtæki sín. íj vinnusalnum er fossandi sjór frá Sjóveit- unni til skolunar og hreinsunar; fer þar fram flökun, við hana vinnur að mestu kvenfólk. Flökin eru lögð í pappírsumbúðir þar til gerð- ar, 7—14 lbs., og fer það síðan í hraðfrysti- pressuna. Úr ,,pressunni“ kemur ferstrent klakastykki, sem farið er með í kælirúmin, þar geymist þetta svo von úr viti, tilbúið til matreiðslu þegar búið er að þíða það, hvar í 23 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.