Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1940, Blaðsíða 11
Kafli úr rœðu, er Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri flutti á 10 ára afmœli Kvennadeildar Slysavarnafe'lags íslands Fyrir okkur íslendinga er engin stétt manna eins nauðsynleg eins og sjómennirnir. Það er fyrir löngu vitað að án góðrar og dugandi sjó- mannastéttar getum við sem þjóð ekki lengi lifað. Það hefir verið sagt fyrir löngu, að ís- lenzku sjómennirnir væru hermenn þjóðar sinnar, á þá og til þeirra verður þjóðin að velta miklu af áhyggjum sínum; þeir eru kjörnir til þess, á hvaða tíma sem er, og undir 'hvaða kringumstæðum sem er, að stýra skip- um sínum, smáum sem stórum, út á hafið, enda þótt hætturnar af manna völdum séu þúsund sinnum meiri heldur en náttúruöflin hafa nokkru sinni boðið upp á. Sjómennirnir sigla út á hafið ákveðnir og rólegir, til þess fyrst og fremst, að afla mat- fanga handa sér og sínum, og þjóðinni allri; þeir sigla með afurðir landsmanna allar, sem aðallega eru sjávarafurðir, út yfir hin hættu- legu höf til ýmsra landa, og heimsálfa, þar á meðal til ófriðarþjóðanna, þeir selja fiskinn sem þeir veiða fyrir tugir milljóna króna, þeir færa heim til þjóðarbúsins lífsnauðsynjar, sem landsfólkið getur alls ekki lifað án. Hvernig færi fyrir okkur, ef sjómenn hér hættu af einhverjum ástæðum að sigla? Okk- ur vantaði allt til alls, hefðum ekki neitt til neins. En þeir gera þetta aldrei undir þeim kringumstæðum, sem nú eru. Þeir eru meiri sómi stéttar sinnar en svo. — Til Englands sigla eins og menn vita, sjómenn frá flestum eða öllum löndum heims. Öllum útlendum sjó- mönnum er bönnuð landganga þar undir stríð- inu, en þótt Englendingar séu ekki mikið fyrir það gefnir að veita undanþágur, hafa þeir samt veitt íslenzkum sjómönnum undanþágu frá þessu. Þeir mega fara ferða sinna í Eng- landi meðan skip þeirra eru í höfn þar. Þetta vekur stórkostlega athygli víðsvegar út um heim, og er sómi fyrir íslenzka sjómannastétt. Þótt oft sé glatt á hjalla í íslenzku sjómanna- lífi, þá skiptist þó oft á sorg og gleði hjá þeim og skylduliði þeirra og enda allra landsins barna. Gleðilegt er það fyrir sjómennina og alla aðra, að engu íslenzku skipi skuli enn hafa verið sökkt af völdum ófriðarins, þrátt fyrir það, að þau verða að sigla yfir mestu hættu- svæðin; stóru stríðsþjóðirnar gæta þó ekki mikið hófs í að sökkva skipum hlutlausra þjóða. Þjóðin öll er í mikilli þakkarskuld við sjó- mennina, einkanlega þó á hinum hættulegustu tímum, þeir eru hraustir, ákveðnir og áræðn- ir, og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna, enda ekki heiglum hent að sigla um mestu hættusvæðin nú á tímum. Skipin okkar, bæði stór og smá', hafa siglt til ýmsra landa, þar á meðal til stríðslandanna, um eða yfir 300 ferðir síðan stríðið hófst, og ekkert óhapp vilj- að til af völdum stríðsins svo vitað sé, og er það alveg einsdæmi, þó um hlutlausa þjóð sé að ræða. Allir landsmenn óska þess af heilum hug, að sjómönnum vorum gangi sem bezt að brjót- ast í gegnum hætturnar, á öllum sviðum. Við, sem erum að skemmta okkur hér í kvöld, skulum biðja fyrir sjómönnunum; •— biðja þess, að þeir megi allir koma heilir heim úr herferð sinni yfir hið hættulega haf. 11 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.