Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Síða 12
ferðirnar. Allir skipverjar, jafnt formaðurinn sem hásetarnir, voru skinnklæddir, þ. e,, í skinnbrókum, skinnstökkum og höfðu ,,sjóskó“ úr sútuðu leðri á fótum utan yfir brókinni, en sjóhatt á höfði, er allt til síðustu aldamóta voru hér við Djúp, nefndir „suðvesti". Mat sinn höfðu hvorki formenn né hásetar með sér í kistlum né skrínum, heldur hafði hver maður nesti sitt með sér í skinnskjóðum, sem nefndar voru „buddur“. Auk matarins í budd- um þessum, geymdu menn vettlinga: róðrar- arvettlinga, er nefndir voru ,,sjóvettlingar“ og handvettlinga, sem nefndir voru ,,kútar“ eða ,,vettlingakútar“. Hver háseti batt buddu sína við röng í róðrarrúmi sínu, en formenn höfðu hana á eða undir skutplitti. Neftóbak höfðu menn með sér skorið í hrútskyllum í’ buddunum og sumir höfðu þá aðeins í vösum sínum; þar að auki höfðu flestir neftóbak í silf- urbúnum pontum og rostungstönnum, einkum efnaðir formenn og munntóbakið í dósum. — Ekki voru eldagögn höfð í hákarlalegur og heldur ekki vatn; en í stað vatns var ætíð lát- inn í skipið 30—40 potta blöndukútur, fullur af drykkjarblöndu.Tveirvorutappar (trétapp- ar) í kút þessum: annar í öðrum botni en hinn á miðjum bumbli; drukku menn úr því tappa- gati kútsins, er var á bumli hans. Þótti sá há- seti ekki skiprúmsgengur, er eigi gat sett kút- holu þessa, þóttfull væri, á munn sér og drukk- ið blönduna eftir þörfum. Stöku formenn, hefir mér sagt verið, að tekið hefðu með sér í hákarlalegur 4—6 potta kút af brennivíni, til hóflegrar hressingar handa hásetum sín- um, ef lenda kynni í verulegu sjóvolki éða hrakningi, áður en landi næðu. Fáir aðrir en vel efnaðir, eða ríkir bænd- ur, höfðu hér við Djúpið, efni á að eiga átt- æring, sem nothæfur var til hákarlaveiði- ferða á haf út, og nægilega vel útbúnir á allan hátt af öllum þeim tækjum, er til há- karlaveiðanna útheimtust, ekki einungis allt það, er hverju skipi þurfti að fylgja í leguferð- irnar, heldur og engu síður ýmsan útbúnað á landi, svo sem: Verbúð, uppsetningartæki (spil, streng og hlunn úr eik eða hvalbeinum), lifrartunnur, lýsistunnur, lifrarbræðslupotta o. fl. Því mun það hafa mjög sjaldgæft verið að í hákarlaleguferðum hafi aðrir áttærings- formenn verið, en bændurnir sjálfir; munu naumast hafa viljað trúa öðrum en sjálfum sér fyrir jafn dýrum útveg og fara jafn hættu- samar sjóferðir og óneitanlega þessar legu- ferðir voru. — Skal nú stuttlega geta nokkurra þeirra, og þá fyrst „frægan telja“. Frh. Látinn félagi . . . . Hinn 10. september síðastliðinn andaðist á spítalanum í Siglufirði eftir fárra daga legu, Þóraririn M. Þórarinsson, stýrimaður. Hann var fæddur í Bolungavík 29. nóvbr. 1910, og þvi aðeins 30 ára gamall. Hann var að vallarsýn gerfilegur maður og þrekmenni hið mesta. Engan mun hafa grunað að hans missti við á svo sviplegan hátt. í æsku stundaði hann sjóróði-a í Bolunga- vík og á ýmsum fiskibátum við Djúp, þar til hann réðist til Torfa Halldórssonar skipstjóra á m.b. Þorsteini, sem hann og jafnan hefir verið með síðan. Stýrimaður var hann hjá Torfa eftir að hann lauk hinu minna fiskimannaprófi við Stýrimannaskólann í Reykjavík í janúar 1938. Blessuð sé minning hans. VÍKINGUR 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.