Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1940, Page 16
Sjálfs er höndin hollus M.b. Richard I.S. 549, annar stœrsti bátufln1 sem smíðaður hefir uerið á íslandi Þótt flest blöð séu nú þegar búin að birta smíðalýsingu af m.b. Richard, telur „Víking- ur“ sér skylt að geta hans einnig. M.b. Richard er smíðaður á ísafirði á Skipa- smíðastöð Marzelíusar Bernhardssonar, er sá um smíði skipsins. Eigendur eru H.f. Björgvin og framkvæmdarstjóri þess Björgvin Bjarnson, er með þrautseigju hefir fylgt byggingu skips- ins eftir frá byrjun. Teikningu af skipinu gerði Eggert B. Lárus- son, skipasmíðameistari, er hefir leyst það prýðilega af hendi, enda var hann áður búinn að sína hæfileika sína sem slíkur. — Skipið er smíðað að mestu leyti úr eik, ca. 90—100 smál. brúttó og ca. 40—50 smál. nettó (endanlegri mælingu er ekki lokið). Kjöllengd er 79 fet, breidd 17,9 fet og dýpt 9 fet. Lestin er 32 fet á lengd og áætlað að hún rúmi ca. 135—145 smál. af þungavöru og ca. 75—85 smál. af ísfiski. Olíugeymar skipsins taka 10—11 smálestir, auk 2 smurolíugeyma er rúma 4 tunnur. Gangvélar skipsins eru tvær. Kelvin-Dieselvélar, hver 88—105 hestöfl og er því Richard fyrsta skipið í íslenska flotanum er hefir 2 gangskrúfur. Skipið er raflýst, en sérstökKelvin-Dieselljósavél verður sett í skip- ið á næstunni. Landssmiðjan hefir hafið smíði á nýjum stýrisvélum með olíuþrýstingu og var sú fyrsta sett í M.b. Richard. Það er sýnilegt að lagt hefir verið mikið í að gera vistarverur skipverja sem bezta. Há- setaklefi er frammi í með 12 rekkjum, 2 klæðaskápum, 1 geymsluskáp og auk þess geymslu í öllum bekkjum. Vistarverur yfir- manna eru í yfirbyggingu úr stáli á aftur- hluta skipsins. Aftast á stjórnpallinum er kortaklefi og er þaðan gengið ofan í skip- VÍKINGUR 16

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.