Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 2
EMIL JONSSON, vitamálastj.: Viiarnir 1940 Nýbyggingar. Árið 1940 voru byggðir þrír nýir vitar: Á Rauðanesi við Borgarfjörð, á Kálfshamars- nesi við Húnaflóa og á Straumnesi við Skaga- fjörð. Rauðanessvitinn stendur innst í Borgarfirði að innanverðu, hérumbil á móti Borgarnesi. Tekur hann við af Miðf jarðarskersvita og lýs- ir inn undir Borgarnes. Þegar lítið innsigling- arljós er komið í Borgarnesi sjálfu, má heita að Borgarfjarðarleiðin, allt utan úr fjarðarmynni og inn í botn sé allvel lýst, enda var mikil þörf á því, þar sem leiðin er vand- farin og krókótt. Um Borgarfjörð er árlega fluttur mikill fjöldi fólks, bæði að nóttu og degi, og veltur því á miklu að leiðin sé ör- ugglega lýst. Vitinn í Rauðanesi er lítill, því að honum er aðeins ætlað að lýsa vel út fyrir Borgareyjar, en þangað eru frá Rauðanesi tæpar 2 sjómíl- ur. Vitabyggingin er sexstrendur hvítur turn, ljóskerslaus, en ljósinu er komið fyrir í sjálfri vitabyggingunni. Ljósmagn vitans er aðeins 200 H.K. Nánari grein er gerð fyrir vitanum, og hvernig hann lýsir í „Auglýsingu fyrir sjó- menn nr. 4, 1940“. Kveikt var á vitanum í september síðastl. og hefur logað á honum síðan. Á Kálfshamarsnesi við Húnaflóa hefur allt frá 1913 verið lítill viti, sem var endurbyggð- ur 1921. En bæði hefur viti þessi verið mjög lágur, þar sem ljóskerið stendur á jörðunni, undirstöðulaust, og ljósmagnið hefur einnig verið mjög lítið, 460 K.H., svo kvartanir hafa sífellt verið að berast yfir því að hann sæist illa. Var því í sumar byggður vitaturn þarr.a um 14y2 m. á hæð, við hliðina á gamla vitanum. Ljóstækin voru pöntuð frá Englandi og koma næsta sumar og verða væntanlega sett upp þá. Ljósmagnið yerður ca. 1500 H.K. í stað 460 áður. Samtimis því að ljósmagn vitans verður þannig þrefaldað, ætti hækkun hans að koma að góðu liði, sem dagmerki fyrir Skallarif. Um vitana í Skagafirði hefur ýmislegt ver'ð rætt og ritað, og misjafnlega viturlegt. Skal ekki farið frekar út í það hér, en aðeins frá því skýrt, að þegar Málmeyjarvitinn vai byggður, var um leið gert ráð fyrir að viti yrði einnig reistur á Straumnesinu, sunnan við Fljótavík, sem bæði lýsti norður og austur yfir víkina og vestur yfir Málmeyjarsund, allt suður að Hrolleifshöfða. Skyldi viti þessi þá einnig sýna leiðina fyrir sunnan Málmeyjar- boða. Viti þessi, Straumnesviti, var reistur s.l. þar sem víðáttumikil og hættuleg svæði eru alveg í myrkri, þá blæs ekki byrlega í þeim efnum á yfirstandandi tímum. Sjómenn munu því almennt vona að þær reglugerðir verði sem fyrst úr gildi numdar. Á næstu árum ætti að hefja hinar stórfelldustu framfarir í vita- byggingum. Sjómennirnir afla svo vel nú á tímum fyrir þjóðina, að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að hefjast nú handa. Allar stjéttir þjóðfélagsins eiga rétt á því að þær séu látnar njóta verka sinna, og hver neitar því, að sjómenn vinni vel. Markmið allra sannra íslendinga ætti að vera fullkomið frelsi til handa öllum stéttum, til áhrifa á sín sérmál, í samræmi við heill þjóðarinnar, þá yrðum við frjálsir menn í frjálsu landi. Á. S. V I K I N G U R 2

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.