Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Síða 11
hendur heimild til þess, að ákveða það að
Síldarverksm. ríkisins taki bræðslusíld aðeins
til vinnslu af síldarútvegsmönnum og sjó-
mönnum, gegn ákveðnu lágmarksverði, sem
hún sjálf ákveður.
Rekstur Síldarverksm. ríkisins er því hröð-
um skrefum að nálgast það, að verða sam-
vinnurekstur síldarútvegsmanna og sjómanna
þeirra, sem við þær skipta á hverjum tírna,
einkum á þvl sviði, sem snýr að áhættunni í
rekstri þeirra. Það kátlega og óeðlilega við
þennan samvinnurekstur er það, að þeir að-
iljar (síldarútvegsm. og sjóm.) sem þarna
eiga sérstakra hagsmuna að gæta, eiga þess
engan kost að fylgjast með rekstrartilhögun
og afkomu verksmiðjanna, þar sem þeir eiga
enga fulltrúa í stjórn þeirra.
Flestum mun það kunnugt, að stjórn Síld-
arverksmiðja ríkisins er kosin í sameinuðu
þingi, og því samsett af fulltrúum þriggja
stærstu sjórnmálaflokka landsins. Rekstur
Síldarverksm. ríkisins er því jafnan ísýrður
þeirri flokkapólitík, sem uppi er á hverjum
tíma.
Það er eigi langt um liðið síðan að mikil
átök urðu í sameinuðu þingi um það, hver
þessara þriggja flokka ætti að vera mestu ráð-
andi í stjórn verksmiðjanna. Með því fyrir-
komulagi sem er, og hefur verið á stjórn Síld-
arverksmiðja ríkisins, er það sýnt, að síldar-
útvegsmönnum og sjómönnum er ætlað að ná
sem minnstri yfirsýn yfir meðferð þess fjár,
sem þeir draga úr djúpi hafsins.
Fyrstu síldveiðiskipin lögðu út 25.-27.
júní. Megin þorri flotans mun hafa verið kom-
inn á veiðar um mánaðamótin júní—júlí. —
Síldveiðinni var lokið 7. sept. Síldveiðatíma-
bilið var því að þessu sinni rúmar 10 vikur.
Síldveiðar hófust eins og fyrr segir seint í
júní, en 6.—7. júlí eru allar síldarþrær á
Raufaihöfn fullar og síldarskip biðu þar í
tugatali með fullfermi, eftir löndun. Á Siglu-
firði stöðvaðist löndun 8.—9. júlí af sömu
ástæðum og og lágu samningsskip Síldarverk-
smiðja ríkisins eftir það daglega í tugatali
með fullfermi síldar við bryggjur verksmiðj-
anna.
Á meðan löndun úr samningsbundnum skip-
um Síldarverksm. ríkisins gekk eins og að
framan greinir, sýndi stjórn verksmiðjanna þá
góðvild í þeirra garð, að hún leyfði löndun á
fleiri þúsund málum af síld úr erlendum skip-
um. Þessi breytni verksmiðjustjórnarinnar
sýnir betur en nokkuð annað þá umhyggju,
sem hún ber fyrir ísl. síldarútvegi. Um miðjan
júlí tók stjórn Síldarverksm. ríkisins Krossa-
nesverksmiðjuna á leigu. Þess má jafnframt
geta, að verksmiðjan á Sólbakka við Önund-
arfjörð var ekki látin taka til starfa fyrr en
23. júlí, eða röskum hálfum mánuði eftir
að sjáanlegt var, að löndunarstöðvanir yrðu
stórfeldai'i en nokkru sinni áður. Full ástæða
er til að ætla, að stjórn verksmiðjanna hafi
ekki ætlað að láta starfrækja Sólbakkaverk-
smiðjuna og hafi hún aðeins verið sett i drift
fyrir harða áýting útgerðarmanna.
Síðasta júlí fyrii'skipaði stjórn Síldarverk-
smiðja ríkisins fjögra sólarhringa veiðistöðv-
un á öllum þeim skipum, er samninga höfðu
við verksmiðjurnar. 11. ágúst fyrirskipaði
verksmiðjustjórnin aftur fjögra sólarhringa
veiðistöðvun. 23. ágúst voru birt sömu fyrir-
mæli, en tíminn óákveðinn, en urðu tveir sól-
arhringar. Veiðibönn þessi voru neyðarráð-
stöfun, sem gerð var til þess að verksmiðjurn-
ar gætu unnið upp þá síld, sem lá undir
skemmdum í þróm þeirra. Veiðibönn þessi
léttu mikið á verksmiðjunum, en að fullum
notum komu þau ekki, þar sem einlægt voru
mörg skip, sem biðu löndunar.
Fynnefnd veiðibönn sýna á mjög eftir-
minnilegan hátt, hvaða ófremdar ástand er
ríkjandi í síldarútvegsmálum þjóðarinnar.
Stjórn Síldarverksm. ríkisins tilkynnti
samningsskipum verksm. 4. sept. eftirfarandi:
„Vegna óyfirstíganlegra örðugleika verður
ekki tekið á móti síld á þessari vertíð hjá Síld-
arverksmiðjum í'íkisins, sem berst til Siglu-
fjarðar eða Raufarhafnar eftir kl. 12 á hád.
næstk. laugardag, þ. 7. sept. Ekkert skip fær
leyfi til að leggja upp afla nema úr einni
veiðiför eftir kl. 24 4. sept.“
Þannig hljóðar þessi merka tilkynning
verksmiðjustjórnarinnar. Hugsum okkur það
réttlæti, sem hún innleiðir meðal viðskifta-
vina sinna með þessum fyrirmælum, þau skip,
11
VÍKINGUR