Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 27
sinn fisk? Meiri hlutinn af því, sem íslending-
ar fá fyrir fiskinn, fer til Bretanna aftur í gíf-
urlega háum vátryggingum, ilöndunargjöla-
um, og fyrir kol og veiðarfæri.
Þegar bezt hefur látið, hafa Islendingar
fengið um 1 krónu til jafnaðar fyrir hvert kg.
af fiski upp og ofan afhent í land í Englandi.
Ef að það er rétt að þorskurinn hafi komizt
upp í kr. 7,20 kg. í Englandi, þá fá útgerðar
menn og sjómenn sem allan kostnaðinn og
áhættuna bera, minnstan hlutann af þessu
verði, og þá er alveg áreiðanlegt, að einhvers
staðar þarna eru huldar hendur okrarans að
verki.
Hvað íslendinga snertir er ekki hægt að
ætlast til þess, að þeir geti aflað fiskjarins og
komið honum til þeirra fyrir minna verð, og
það er mjög ósennilegt að aðrir geti það frek-
ar.
Mörg undanfarin ár fyrir stríðið, var ísfisk-
ur tollaður í Englandi, og íslendingar voru
oft tilneyddir að selja fisk sinn undir kostn-
aðarverði. Nú fæst, eða hefur fengist, fullt
kostnaðarverð fyrir fiskinn, en sjómennirnir
verða að hætta lífi sínu til að koma fiskinum
á markaðinn, og blóðfórnir hafa þegar verið
færðar. Það væri til of mikils ætlast af ís-
lenzkum sjómönnum, sem ekki eiga sökótt við
hvorugan ófriðaraðilann, að þeir sói kröftum
sínum og hætti lífi sínu, til að afla fiskjar fyr-
ir annan ófriðaraðilann, og fá ekkert í staðinn
nema vanþakklæti.
Ef Islendingar eiga ósangirni að mæta af
hálfu Breta meðan þeir þurfa aðstoðar vorrar
við, hvers megum vér þá ekki vænta eftir
stríðið, þegar þeir fara sjálfir að geta sinnt
sínum fiskveiðum.
En það er nærri von, að brezku blöðin geti
ekki á sér setið um þénustu erlendra togara,
þegar jafnvel sum blöðin hér heima sjá of-
sjónir yfir þénustu íslenzkra sjómanna og út-
gerðarmanna.
Fyrir stríð safnaði útgerðin skuldum, nú
hefur sem betur fer verið hægt að borga nið-
ur þessar skuldir. Satt er það, að ýmsir ný-
græðingar, sem ekki lögðu eyrisvirði af mörk-
um til útgerðar á erfiðu árunum, hafa nú rok-
ið upp til handa og fóta til að reyna að græða
á fisksölu til útlanda, og hafa jafnvel — með
aðstoð bankanna og án — vélað skipin undan
hinum fyrri eigendum í þrengingum þeirra
— Þessir útgerðar ,,spekúlantar“ eru allra
manna líklegastir til að kippa að sér hendinni
undir eins og aftur harðnar í ári með útgerð-
ina.
Þeir eiga í raun og veru engan rétt til 40%
af söluágóða fiskjarins. Eru það 30% gengis-
gróði vegna oflágs gengis og 10% fisktollur-
inn, sem gefinn hefur verið eftir. Það var og
er siðferðileg skylda að kyrrsetja og safna
þessu fé, til þess síðar að geta notað það til
endurnýjunar fiskiflotans.
Ef þessir nýgræðingar vilja byggja sér skip
og halda útgerð áfram eftir stríð, eiga þeir
tilka.ll til þessara peninga — annars ekki.
Hér er verulegt verkefni bæði fyrir þing og
stjórn, og er vissulega prófraun á því, hvort
þessir aðilar hafa nokkra löngun til fyrir-
hyggju og heilbrigðra búskaparhátta í fram-
tíðinni. Hy.
Sigurður Draumland.
AÐ VORSINS BLÁU STRÖND
Vetrarlöndin veija hvitar fannir.
Valdi þrungin hljómar stormsins raust.
Að fiörusöndum falla þungar hrannir.
Fjúka brimsins tár um þögul naust.
pótt bresti á með kul og veðrakyngi,
kólgubakkinn hnykli dökka brá,
og hafið ramman seið við borðin syngi,
samt skal knýja skip og marki ná.
Með bjarta von og sterka þrá í stafni,
við stjórnvöl hreysti, enga vægð í skut,
fram skal sótt í farmanns eigin nafni.
Ef förin tekst, er allt í siálfs hans hlut.
Og þó að ferð sé löng, og lítil dugga,
leiðir fleyið örugg sjómanns hönd.
Heim í gegnum húmsins mikla skugga
hratt er siglt, að vorsins bláu strönd.
VÍKINGUR
27