Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 7
menn voru meiddir og illa til reika. Þessir þrír voru þeir einu af 20 manna áhöfn, sem björguð- ust. Hinir fórust allir. 3 28. des. strandaði vélbáturinn „Goðafoss" á Garðskagaflös. Skipverjar 5 að tölu björguðust allir ómeiddir í land, en skipið eyðilag'ðist:. 5 29. des. strandaði enska skipið „Barra Head“ á 'Meðallandssandi. Skipverjar 34 að tölu, komust á skipsbátunum í land, en þar var tekið á móti þeim af mönnum úr Slysavarnadeildinni „Iiappasœll“ og þeim komið fyrir á Steinsmýrarbæjunum og víðar á Meðallandi. 34 Samtals 1118 Svarti listinn. Hinn 1. rnarz strandaði vélbáturinn „Kristján“ RE 90, 15 smálestir að stærð, í stormi og stórbrimi í Skiptivík í Höfnum. Skipverjar fimm að tölu, björguðust allir ómeiddir í land, en báturinn eyði- lagðist. 7. marz strandaði vélbáturinn „Isbjörn", IS 15, 43 smálestir að stærð, í stormi og kafaldsbyl, við Skálavík við vestanvert Isafjarðardjúp. Skipverjar 12 að tölu, björguðust alliri ómeiddir í land, en báturinn ónýttist. 24. júlí sökk vélbáturinn „Mhminn“ NIÍ 74, 15 smál. að stærð, frá Neskaupstað, eftir ásiglingu við vélbát- irin Fylkir. Skipverjar átta að tölu, björguðust allir ómeiddir, en báturinn týndist. 11. sept. fórst vélbáturinn „Ilalldór Jónsson“ SH 175, sjö smálestir að stærð, frá Grundarfirði. Drukknuðu þar fjórir menn. 30. okt. íorst togarinn „Bragi“. liE 275, frá Rvík við ásiglingu í höfn í Englandi. Tíu menn fórust. 1. sept. fórst vélbáturinn „Hegri“ EA 255, frá Hrís- ey. Drukknuðu þar 5 menn. 24. nóv. fórst vélbáturinn „Eggert“, GK 521,frá Garði. Drukknuðu þar 7 menn. „Eggert“ var 22 smál. að stærð. 28. des. strandaði vélbáturinn „Goðafoss“ GK 498, frá Keflavík, 22 smál. að stærð, á Garðskagaflös. Skip- verjar, 5 að tölu björguðust allir ómeiddir í land á skipsbátnum, en báturinn eyðilagðist. 28. marz strandaði vélbáturinn „Freyr“ AR 150, 12 smál. að stærð frá Eyrarbakka. Báturinn lá mannlaus á höfninni í Þorlákshöfn. 28. marz strandaði vélbáturinn „Svend“, ÍS 315, 10 smál. að stærð, þar sem hann lá mannlaus á höfninni í Þorlákshöfn. I aprílmánuði sökk vélbáturinn „Óli Björnsson“ EA 100, 7 smál. að stærð, mannlaus á höfninni í Hrísey. 6. sept. fórst opinn vélbátur „Elliði“ frá Þórhöfn, á leið frá Raufarhöfn til Þórshafnar og drukknuðu þar tveir menn. j 23. júlí fórst opinn vélbátur frá Neskaupstað og drukknuðu þar 2 menn. 9. nóv. fórst vélbátur frá Ólafsvík og drukknuðu þar þrír menn. 9. nóv. fórst opinn vélbátur frá Húsavík með þrem mönnum. Drukknaði 1 maðurinn, en 2 björgðust. Hinn 29. des. strandaði enska skipið „Barra Head“ á Meðallandssandi. A. árinu fórust þannig 6 vélbátar yfir 12 smál. að stærð A árinu fórust þannig 3 vélbátar undii' 12 smál. að stærð A árinu fórust þannig 4 opnir vélbátar. Á árinu fórst 1 togari. TIL LESENDANNA Þegar ákvörðun var tekin um söluverð blaðsins, var ekki miðað við eins mikla út- breiðslu á því og þegar er orðin, en verðið sett það hátt, að útgáfan gæti borið sig, þó að kaupendafjöldi yrði ekki mikill fyrst í stað. Stofnfé var ekkert. Hinsvegar var ákveð- ið, að ef undirtektir yrðu góðar, skyldu kaup- endur njóta þess í stækkun og bættum frá- gangi á blaðinu. Þetta var gert eftir rúma sex mánuði, er sýnt var, að blaðið fékk sér- lega góðar viðtökur og kaupendatalan jókst ört. En þá kom hin mikla verðhækkun á papp- ír til sögunnar, og hefur bæði pappírsvevð og prentkostnaður sí-aukizt árið sem leid. Pappírinn er nú orðinn stærsti útgjaldalið- urinn, og eykst sá liðúr í hlutfalli við tölu kaupenda. Aukin sala gefur því ekki þann árangur, sem við mátti búast. Auk þessa hefur prentkostnaður stór-hækkað nú frá áramót- um. Þar eð Farmanna- og fiskimannasamb. ís- lands hefur sett sér það mark að reyna að verzla skuldlaust á gamla og góða vísu, þá sér það sér ekki annað fært, en að hækka verð blaðsins nú frá áramótum upp í kr. 15,00, til þess að standast hinn aukna kostn- að. Vér treystum því, að kaupendur ,,Víkings“ sjái, að nauðsyn brýtur lög í þessum efnum, og láti hann njóta óskiptrar velvildar eins og að undanförnu. F.h. blaðnefndar, Hallgr. Jónsson. 7 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.