Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 19
hægfara, er vindur jafnan ekki eins hvass
og ella og úrkoma ekki eins áköf, en varir þá
bara lengur.
Lægðir myndast ekki hér og hvar af handa-
hófi, heldur þannig, að þegar ein er orðin til,
fæðist sú næsta vestur eða suð-vestur af
henni í 2000 km. fjarlægð eða þar í kring, og
þannig hver af annarri, 4—6 í einni halarófu.
Forustukindin í þessum hóp, sem Norðmenn
kalla ,,fjölskyldu“ fer nyrzt en hinar æ sunnar
og sunnar. — T. d. fer fyrsta lægðin norður
með vesturströnd Grænlands, sú næsta milli
Vestfjarða og Grænlands, sú þriðja norð-aust-
ur yfir landið og fjórða og fimmta lægðin
fyrir sunnan land. Tekur þetta um vikutíma,
og endurtekur sama sagan sig þá á nýjan leik
með einhverjum afbrigðum. „Útsynningsveðr-
áttan“ svonefnda, þegar vindur er suð-austan
með rigningu annað dægrið en suð-vestan átt
og skúrir eða él hitt dægrið, eða þá rigning
og snjókoma sama daginn, er með þessum
hætti eða svipuðum, og endar oft með skelf-
ingu, þ. e. a. s., með norðan ,,garði“, þegar
kemur að þeirri lægðinni, sem fer yfir landið
eða sunnan við það. Stundum fara heilu fjöl-
skyldurnar fyrir sunnan landið, og stendur þá
norð-austanátt dögum eða vikum saman. Fjöl-
skyldur þessar eru um 50 á ári. Þrátt fyrir
allan þennan glundroða, sem ríkir í göngu
lægða, er hún þó af þessum ástæðum nokkuð
háttbundin, þótt misjafnt sé og engan veginn
nægilega til þess að hægt sé að byggja á því
veðurspár fyrir lengri tíma.
Stundum koma lægðir beint sunnan af hafi,
þótt sjaldgæfara sé en hitt, að þær komi úr
suð-vestri. Þessar lægðir er illt að varast, því
að við eigum engan útvörð í þeirri átt eins
og Grænland í suð-vestri. Skeyti frá skipum
á siglingaleiðum eru of stopul, til þess að þau
veiti öryggi fyrir lægðum þessum. Þær fara
ýmist fyrir vestan land eða austan eða yfir
það. Þær geta verið mjög djúpar og hrað-
fara, smbr. lægðina, sem olli strandi franska
hafrannsóknaskipsins „Pourquoi pas?“, í
september 1936; hún fór um eða yfir 100 km.
á klukkustund og kom beint úr suðri.
Þá fara lægðir stundum austur yfir Græn-
land norðanvert og austur eða suð-austur um
Jan Mayen. Verður þá vestanátt hér á landi,
en sjaldan mjög slæmt veður. Hinsvegar geta
lægðir, sem koma beint úr norðri í stefnu á
landið eða austanhalt við það, haft í för með
sér norðan illviðri nyrðra. Það kemur og fyrir,
að kyrrstæð lægð helzt milli íslands og Nor-
egs dögum saman, og getur af því stafað
margra daga stórhríð nm allt Norðurland.
Það ber við, að kyrrstæð og djúp lægð
liggur hér yfir landinu dögum saman. Fylgir
henni kyrrt og milt veður um allt land, þótt
að vetrarlagi sé. En ef til vill geisar stórhríð
af norðri eða norð-austri skammt út af Vest-
fjörðum eða Norðurlandi. Má þá ekki mikið
út af bera, til þess að það veður nái til lands-
ins. En örlög lægðarinnar verða jafnan þau,
að hún smágrynnist og eyðist loks til fulls. I
þessu tilfelli er lægðarmiðjan svo stór, að hún
nær yfir allt landið eða meiri hluta þess. En
stundum liggur lægð yfir landinu þvengmjó,
eða þá að um er að ræða ,,lægðarrennu“, sem
tengir máske saman tvær lægðir sitt hvoru
megin við landið. Ef slík renna liggur t. d.
þvert yfir landið frá austri til vesturs, ríkir
^máske stórhi'íð með frosti norðan við hana,
- en sunnanátt og þíðviðri sunnan við hana. —
Venjulega verður þó kalda loftið sigursælt og
? ryður sér leið suður yfir landið, svo að renn-
an þrýstist suður fyrir land og ef til vill lengst
t suður í haf eða suður um Bretlandseyjar. Ef
rennan liggur upphaflega fyrir norðan land,
getur hún haft í för með sér mjög snöggt og
óvænt áhlaup á Vestfjörðum og Norðurlandi.
< Þetta er illt að varast, því stöðvarnar fyrir
norðan landið (Jan Mayen, Scoresbysund og
Mygbukta) eru of langt í burtu til að geta
, gefið upplýsingar um nákvæma legu rennunn-
ar og veðrið rétt norðan við hana.
Hér lýkur þessum þáttum um veðurspár.
Þegar þetta er ritað, er aðstaða okkar við
veðurspár verri en nokkru sinni fyrr, því að
enga erlendar veðurfregnir eru fáanlegar,
ekki einu sinni frá hinum trygga útverði okk-
ar, Grænlandi. Er því heldur eigi spáð nema
fyrir eitt dægur í senn, en annars gilti spá-
in fyrir 24 tíma. Auk þess er aldrei minnst á
neinar lægðir í veðurspám þeim, sem birtar
eru, og því síður, að þær séu nefndar á nafn
19
VÍKINGUR