Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 28
Framtíðar hreyfill fiskiflotans í síðasta blaði ,,Víkings“, jólablaðinu, var grein með þessari fyrirsögn, eftir Gísla Hall- dórsson vélaverkfræðing. Nafn greinarinnar er þannig valið, að það hlýtur að vekja eftirtekt, bæði útgerðar- manna, sem málið snertir beint, og hinna mörgu, sem áhuga hafa fyrir vélrænu (tekn- isku) efni. Ekki hefði það heldur átt að draga úr, að greinin var greinilega merkt höfundi, svo enginn skildi halda að hún væri eftir ein- hvern meðalmann. Mér kæmi ekki á óvart þótt einhver hefði orðið fyrir vonbrigðum við lestur greinarinn- ar, og þætti sér misboðið að Víkingur skyldi bera annað eins léttmeti fyrir lesendur sína, sem flestir eru hugsandi menn og engir óvit- ar, ekki einu sinni á vélræna sviðinu, sem höf- undurinn þó sýnilega treystir. Greinin ber það með sér, að hún er skrifuð sem auglýsing, og væri ekkert við því að segja, ef höf. hefði gefið sér tíma til þess að ganga þannig frá henni, að hún væri læsileg fyrir sæmilega menntaða alþýðumenn. En það vantar mikið á að svo sé. Þar ægir öllu sam- an: Óskiljanlegum setningum (1), óheppileg- um og ljótum ný-yrðum, sem flest eru til í fallegri myndum (2), staðhæfingum seljanda sem ekkist andast gagnrýni (3), útlendum orðum, sem flakka með, algerlega óauðkennd eins og þau væru nýbúin að fá einkaleyfi höf. o. fl. o. fl. Ég ætla að íhuga lítið eitt efni það, sem grein G. H. hefði átt að skýra eftir nafninu, en ekki uppkveða neinn dóm um það hvaða vél, sem nú er þekkt, sé sú bezta, og því síður ákveða neitt um það fram í tímann, því við verðum að vona að tæknin eigi enn langt að lokastigi. G. H. gerir nokkurn samanburð á hæggeng- um vélum og hraðgengum (Gray), og virðist VÍKINGUE tilgangur greinarinnar sá að mæla með þeim síðarnefndu. Ef við tökum allan samanburð- inn trúanlegan, verður ýmislegt sem bendir í öfuga átt, og talar á móti hraðgengu vélinni. Gangöryggi hraðgengra véla telur G. H. tæplega samlbærilegt við hæggenga. Rúm- þörf minni (sem er þó villandi), eldsneytis- notkun svipuð, þó meiri en í fjór-gengisvél- um hæggengum. Kaupverð eitthvað minna. Ending verri („öllu síðri“). Ég finn ekki í þessari lýsing þá kosti hrað- gengu vélarinnar, sem við eigum að reikna út í peningum og færa til skuldar hjá þeirri þungbyggðu. Höf. hefur heldur ekki verið fyllilega ánægður með hana og bætir hana því upp með því að upplýsa að hægt sé að skipta um slitfleti í ,,Graydisel“ („útskiptan- legir“) og að smurning og kæling sé tryggð „sérstaklega vel“. Að hægt sé að skipta um slitfleti í vél, eru auðvitað meðmæli, en það er engin séreign hraðgengra vála. Jafnvel G. H. hlýtur að vita að þessir kostir finnast í öllum okkar gömlu og úreltu togaravélum, svo ég nefni dæmi. — Smurning og kæling verður hinsvegar aldrei tryggð fullkomlega nema með nákvæmu eft- irliti vélstjórans, hvorki í hraðgengum né hæggengum vélum. Hraðgenga vélin er venjulega þannig byggð að erfitt er að skipta um slitfleti nema við góð skilyrði, og er auk þess margbrotin og við- kvæm. Hún getur verið hentug og góð sem hjálparvél í stóru vélarrúmi og í landi, en að- staða og aðbúð í fiskibátum okkar er öll önn- ur. Þeir hafa flestir þröng vélarrúm, rök og köld, nema vélin sé í gangi. Þeir liggja oft í festum yfir lengri tíma, þar sem erfit er að líta eftir að vélin sé alltaf í heppilegu ástandi. Það hefur alltaf verið krafa útgerðarmanna og sjómanna, að vélin sé: Traust. örugg í 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.