Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 26
IsfiskmarkaSurinn í Englandi Kröfur um hámarksverð á fiski Eftirfarandi birtist í enska blaðinu „Daily Mirror" 17. desember s.l.: „Útlendingar hrúga saman auðæfum í skjóli liins gíf- urlega fiskverðs, sem brezkar húsmæður verða að greiða fyrir fiskinn". Mr. S. B. Bennet, fisksali í London, sagði í gær við „Daily Mirror": „Vegna þess, að brezka flotamálaráðuneytið hefur tek- ið mestallan brezka flotann í sína þjónustu, geta er- lendir fiskimenn — sem surnir nota báta, er áður hafa tilheyrt Þjóðverjum — selt fisk sinn fyrir óheyrilega liátt verð. Ríkisstjórninni er hér mest um aS kenna fyrir aS hafa ekki sett hámarksverS á í'isk fyrir löngu. Plestir fisk- salar eru þess hvetjandi. 60% af fiski þéim, sem. rrú er landsettur í Englandi, er veiddur af útlendingum. Nærri allar tegundir fiskjar eru meira en helmingi dýrari en fyrir stríð. Sólkoli kostaði í gær allt að 5 shillings pundið (ca. kr. 14,00 hvert kg.), fyrir stríð var verðið 2 shillingar. Bezti enskur þorskur kostar nú 2/9 pundið (kr. 7,20 kg.), en kostaði á'ðtrr /2- Skatá kost.ar nú 1/6, en kostaði áður 1/0. Eini fiskurinn, sem nú er háður háinarksverði, er síld og frystuð þorskflök". „Verðið stígur með hverri viku“, sagði þessi meðlimur eins stærsta smásölufirma í Bretlandi. „Við höldum að nú geti verðið vai'la luckkað meir, og þó heldur það áfram að hækka. Fiskmagnið er hvcrfandi, samanborið við það, sem það var fyrir stríðið. Verði'ð á fiski er það hátt, að aðrir en efnafólk, geta ekki veitt sér það að borða fisk. Afskipti hins opinbera er eina leiðin út úr þessurn ógöngum, því versti tíminn er enn ókominn.: Allir peningamir renna til togaranna. Það verður ekkert eftir handa öðrum.“ Ofanrituð grein gefur góða hugmynd um hl.jóðið í Englendingum um þessar mundir við- víkjandi ísfiskmarkaðinum. Það er í raun og veru ekki nema eðlilegt, að þeir reyni að koma á hjá sér sem beztu fyrirkomulagi um fisk- söluna og reyni að fyrirbyggja okur á fiski og öðrum nauðsynlegum matvælum, en þær ráð- stafanir mega ekki vera byggðar á öfund og fjandskap í garð þeirra, sem reyna að færa þeim þessar nauðsynjar. Þar sem talað er um útlendinga, sem hirði allan ágóðann, getur varla verið um aðra að ræða en íslendinga, því varla ganga Ný- fundnalandsmennirnir undir útlendings nafni. Ummælin um skip, sem áður hafa tilheyrt Þjóðverjum, eiga víst við þá íslenzku togara, sem keyptir hafa verið af Þ.jóðverjum eða byggðir af þeim. Slíkur er tónn hins sérgóða og fáfróða manns. Þeir, sem einhvern snefil hafa af sann- girni og þekkingu á þessum málum, eiga auð- velt með að s.já að útlendingarnir (þ. e. a. s. íslendingarnir) vinna heldur að því, að halda fiskverðinu niðri. Minnsta kosti var því haldið fram fyrir stríðið. Hvernig myndi ástandið vera nú, ef útlendingarnir kæmu ekki með 15. H. I-Iafstein, H. Iláv.son 7 591 16. Bliki, Muggur ........ 7 243 17. Alda, Stathav ........ 7178 18. Anna, E. þveræingur .. 7 153 19. Gulltoppur, Hafalda .. 7 012 20. Stígandi, þróinn ..... 6 725 21. íslendingur, Kristjón .. 6 718 22. Aage, Hjörtur Péturss. 6 531 23. Baldur, Björgvin ..... 6 527 24. Bjarni Ólafsson, Bragi.. 6 479 VÍKINGUR 25. Alda, Hilmir ........ 6 329 26. Fylkir, Gyllir ...... 6 202 27. Reynir, Víðir ....... 5 723 28. Björg, Magni ........ 5 591 29. Einar, Stuðlafoss ... 5 049 30. Ilvanney, Síldin .... 4 274 31. Brynjar, Skúli fógeti .. 3 791 32. Haki, þór ........... 2 459 33. Karl, Svanur ........ 1 653 34. Muninn, þór ......... 1 138 Samtals 236 875 Meðaltal 6 967 Síldarafli útlendra skipa 1940: 21 færeyskt leiguskip .. 207578 mál. 7 norsk flóttaskip.... 55481 ■ mál. 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.