Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 9
ágjafir. — Segir ekki af þessari ferð að öðru leyti en því, að sjór var .afarúfinn, veðrið fast að roki og dimm vestan él af og til, en Árni stýrði Skeiðinni sinni svo vel, að engar teijandi vindborðságjafir urðu, þar til komið var inn und- an Ritnum. Verður þá Árna litið um öxl sér, þá er var á miUi élja og sér siglandi skip á eftir sér, sem .auðsjáanlega hafði haft meiri gang en Skeiðin. Kallaði Árni upp svo hátt, að flestir hásetar hans heyrðu: „Hver fjandinn er þar, sem siglir betur en Skeiðin mín“. — Jafn- skjótt skipar hann að leysa nokkur rif úr segl- inu og hækka það í efra hjól, og hlýddu háset- arnir þegar í stað þesari skipun án minnstu möglunar. — Fékk skipið eftir þetta svo miklu meira skrið en áður, að flestum hásetunum þótti meira en nóg um, enda urðu þá strax svo miklar hléborðságjafir, að einn maður varð stöðugt að standa í austri, en ekki lét Árni að heldur neitt draga vind úr segli eða lækka það aftur; en skip það, er á eftir sigldi, hvarf fljótt sýnum Skeiðarmanna. — Er Árni þannig hafði siglt Skeiðinni svo langt inn Djúpið, vestanvert við Grænuhlíðarrifið, ,að beygja mátti áleiðis til Hesteyrar milli Sléttutanga og Bjarnarnúps, fór sjór æ versnandi, bárur að verða bæði lengri og hærri, einkum meðan siglt var yfir innri enda rifsins þar, sem dýpi mun ekki vera meira en 10—20 faðmar. Nokkru áður en Árni tók að stýra upp í Jökulfjarðadjúpið, kallar einn há- setanna, sem í austurrúmi var og Árni Eggerts- son hét, til formannsins og segir: „Árni minn, nú er að koma ljóta báran“. En Árni, sem auð- vitað hafði séð áður þessa háu, löngu og ljótu báru, svarar strax nafna sínum þannig: „Ef ég hefði lausar höndurnar, skyldi ég gefa þár á helv. . .. kjaftinn; þú að segja mér til báru“. — Þó ,að Árni stýrði af snilld, gat hann þó ekki sneitt hjá þessari báru, aðeins komizt á innri ,,háls“ hennar og þar hleypt skipinu þráðbeint undan henni, er samt var svo há, er hún reið undir skut skipsins, að lítið hefði til vantað, að barki þess hefði stungizt á kaf, en þá hefði líka illa f.arið. — En svo afskaplega mikið skrið varð á skipinu undan þessari báru, að sjór skar sig inn, jafnt á bæði borð, svo mikill að útlit var fyrir, að fyllast mundi skipið. Meðan sjórinn var að skera sig inn, heyrðu þeir, sem í austur- rúmi voru og stóðu þ,ar í kappaustri, Árna segja þó frekar lágum rómi: „fekal Skeiðin mín ekki ætla að koma upp aftur?“ Samt kom Skeiðin upp aftur og öllum þeim sjó, er inn kom af báru þessari var ausið út aftur og eigi löngu síðar lent með „heilu og höldnu“ á Hesteyri. Nokkru síðar lenti þar einnig skip það, sem áður er um getið. Formaður þess hafði heitið Bjarni Ás- geirsson, orðlagður stjórnari. Hafði skip þetta verið að mun stærra en Skeiðin og allmiklu hraðskreiðara. Hafði Bjarni þessi sagt við Árna, er þeir fundust á Hesteyri, að þegar Bjarni hafði séð að hækkað var segl á skipi á undan sér, þá hefði hann þegar gizkað á, að skip það mundi vera Árna-Skeiðin, og hann þekkti svo vel kapp Árna, að heldur mundi hann sökkva skipi sínu í kaf, en Bjarni kæmist á borð við það, eða á undan því; hefði því látið lækka seglið á sínu skipi, er samt hefði haft ærið nógan gang. Og hefi ég svo ekki sögu þessa lengri“. — En því til sönnunar, hve Árni Jónsson í Æðey kunni vel að stýra skipi, sagði sonur hans, Rós- inkar mér þessa sögu: „Það hafði verið venja Árna að heimsækja mág sinn, Kristján í Vigur, einu sinni á ári hverju. Þá var það, löngu eftir að Árni var hættur öllum sjóferðum, að h.ann tók sér ferð á hendur frá Æðey vestur í Vig- ur á fimm manna fari, sem þeir feðgarnir áttu. — Er þeir komu vestur fyrir Æðeyjar- klettinn og sigldu beint á Vigur, en Rósinkar stýrði, tók snögglega veður að hvessa af suð- austri og bára að aukast. Hafði Árni sagt syni sínum að stýra beint á túngarðinn, sem þá var og enn er á Vigur og því beint undan vindi og báru. Settist Árni á öftustu þóftu bátsins og sá fljótt, að hann skreið ekki líkt því svo beint undan báru, sem honum líkaði, heldur sveif til frá stefnumiðinu, eða „elti lambær“, eins og sjó- menn hafa lengi nefnt slíka stjórnsemi. Kallaði þá Árni til Rósinkars sonar síns og segir þessa stjórn hans hina mestu ómynd og hreint ófæra, en Rósinkar vildi ekki fallast á þessi ummæli föður síns og segir, að hann skuli þá sýna, að hann stýri betur. — Lét Árni karlinn ekki son sinn segja sér þetta tvisvar sinum, heldur snar- 9 VÍKINGUIÍ

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.