Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 12
sem koma til löndunar eftir kl. 24 þ. 4. sept., fá ekki leyfi verksmiðjustjórnarinnar til þess að hefja nýja veiðiför og verða þar með af þeirri veiði, sem þau hefðu getað náð tvo síð- ustu sólarhringana, af þeim tíma, sem stjórn síldarvei'ksmiðjanna hafði ákveðið að taka á móti bræðslusíld. Það hefði tvímælalaust verið nægjanlegt fyrir verksmiðjustjórnina að birta aðeins fyrri helming framangreindrar tilkynningar , með því hefði hún gert öllum samningsskipum verksmiðjunnar sömu skil. Það dylst engum að með þeim ákvæðum er fram koma í seinni hluta tilkynningarinnar er framið freklegt misrétti á þeim skipum, sem ekki voru lcomin til löndunar fyrir kl. 24, 4 sept., þar sem þeim er bægt frá því, að notfæra sér til veiða þann tíma, sem ákveðið var að verksmiðjurnar tækju á móti bræðslusíld. Benda má á, að í framkvæmd var fyrirmæl- am tilkynningarinnar ekki fylgt, þar sem nokkur skip, er luku löndun árd. fimtud. 5. sept. var af framkvæmdastjóra verksm. leyft að hefja nýja veiðiför. Þannig er þá samræmið milli fyrirmæla og framkvæmda hjá Síldarverksmiðjum ríkís- ins. Annað dæmi skal hér til fært. Árum sam- an hefur stjórn Síldarverksmiðja riksins gefið út ákveðin fyrirmæli um tilhögun á löndun, þar segir m. a.: „Samningsbundin skip skulu losuð í þeirri röð, sem þau tilkynna komu sína að bryggjum verksmiðjanna“. Fyrirmæli þessi hafa aldrei verið haldin til fulls, og því framið freklegt misrétti á við- skiptavinum verksmiðjanna. Síðastliðið sumar kom áminnst misrétti að- allega fram í því, sem við kom löndun úr þeim stærðarflokki skipa er tvílembingar nefnast; þeim hefur frá fyrstu tíð verið liðið að senda þann bátinn, sem ekki er með nótabrúkið, í höfn til losunar, og jafnhliða hefur hann (dilkurinn) tryggt þeim bátnum, sem er með nótabrúkið sama löndunarpláss og sér, svo framarlega, sem hann er kominn það tíman- lega í höfn, að hann geti tekið við löndunar- plássinu um leið og hann (dilkurinn) fer úr því. Það gildir alveg einu, hversu mörg skip hafa komið til löndunar á þeim tíma, sem leið á milli innkomu téðra báta; seinni báturinn fer fram fyrir þau öll. Hvað veldur því, að fyrirmælum verksmiðjustjórnarinnar um jafn- rétti í löndun, hefur eigi verið fylgt? Sterkar líkur benda til þess, að þetta fyrir- komulag sé á komið fyrir atbeina þeirra manna í stjórn Síldarverksm. ríkisins, sem tekið hafa að sér sem aukastörf framkvæmda- stjórn tvílembinganna yfir síldveiðitímann gegn ákveðnu hundraðsgjaldi af brúttó veiði þeirra. Þeir, sem mæla með þessum fríðindum tvílembinganna segja, að þetta sé aðallega gert vegna þess, hvað þeir séu litlir og taki lítið. Á s.l. sumri voru margir þeir bátar, er voru tveir um nót, það stórir, að á þá var látið til samans 7—9 hundruð mál. Benda má á þessu til samanburðar, að mörg þeirra mótor- skipa, sem voru ein um nót í sumar, gátu ekki tekið nema 5—7 mál. Fleira mætti til nefna, sem misrétti veldur meðal viskiptavina Síld- arverksmiðja ríkisins, en hér skal staðar num- ið að sinni. Þess hefur þegar verið getið, að síldveiði- tímabilið tók að þessu sinni yfir 10 vikna tíma. Löndunartafir ásamt fyrirskipuðum veiði- stöðvunum varð hjá mörgum þeim skipum, er samninga höfðu við Síldarverksm. ríkisins, 4 —5 vikur, nokkru minni munu þær hafa orðið hjá öðrum verksmiðjum. Sú staðreynd, að síldveiðiskipin hafa orðið að liggja í höfnum vikum saman með full- fermi síldar, meðan gnægð síldar er á veiði- svæðinu, bendir ótvírætt á það, að hér sé um mikið veiðitap að ræða hjá síldveiðiflota landsmanna. Veiðitap þetta mun hér eigi í tölum talið, en efalaust nemur það mörgum milljónum króna. Þaðer því miður engin nýlunda, að síldveiði- floti landsm. þurfi að bíða eftir löndun. Lönd- unarstöðvanir hafa endurtekið sig árlega all- an síðasta áratug og jafnan verið tilfinnan- legastar hjá Síldarverksm. ríkisins, sem eru stærstar og hafa forystu í bræðslusíldar- rekstrinum undir yfirstjórn ríkisstjórnarinn- ar. Stjórn Síldarverksm. ríkisins er og hefur verið aðalráðunautur ríkisstjórnar í því, sem snýr að auknum afköstum bræðslusíldar-verk- smiðjanna hér á landi. Síldarútvegsmenn og VÍKINGUR 12

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.