Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 5
ir menn, sem lítið eru gefnir fyrir, að fyrir þeim séu bumbur barðar eða lúðrar þeyttir. Störfin eru þeim sú lífsins lind, sem veitir þeim gleði og ánægju þegar árangurinn sézt jafn skýrt í verkum sem árið 1940 ber vott um. Ég er ekki viss um, að ég fái nokrrar þakkir fyrir að hafa minnst hér lítillega á tvö helztu atriðin í hinum margvíslegu störfum ísl. fiski- manna og farmanna á s.l. ári, sem snerta svo mjög allan okkar þjóðarhag. Ég hef þó hætt á að drepa á þetta öðrum til athugunar og í von um, að það mætti verða til þess að ein- hverjir mikils ráðandi menn í okkar þjóðfé- lagi vildu hugleiða hvort störf sjómanna væru ekki þess virði, að áhugamál þeirra í skólamálum og öðrum menningarmálum, fengi betra eyra en hingað til. Þegar á allt er litið, held ég, að við getum með ánægðum og þakklátum hug þakkað ísl. sjómönnum fyrir gamla árið og þeir og vér getum með nokkrum gleðihreim í röddinni boðið hvert öðru gleðilegt árið 1941. En þótt vér getum verið glöð og ánægð nú um áramótin, er sú gleði söknuði blandin. — Árið 1940 hefur einnig fært mörgu heimili sorgir vegna ástvinamissis. Af þeim, sem um síðustu áramót voru á meðal vor, hafa 58 drukknað á árinu. Þar af 54 við skyldustörf- in á hafinu. Þeir fóru ekki af verðinum fyrr en yfir lauk. Af þessum 54 mönnum fórust 17 erlendis vegna stríðsorsaka. Þar eru menn baulæfðir við öll björgunarstörf, hafa full- komnustu tæki, sem hugvit, þekking og fjár- munir geta í té látið. Þar er fólk, sem áratuga reynsla hefur sýnt, að ekki skortir vilja eða fórnarlund til þess, að koma þeim til hjálpar, sem hjálparþurfi hafa orðið, en ekkert af þessu kom að liði. Mennirnir hurfu í djúp hafsins þar, eins og hinir, er vér höfum átt á bak að siá við vorar eigin strendur. Þannig má búast við að það verði einnig að meira eða minna leyti í framtíðinni. Það verður aldrei komið í veg fyrir sjóslysin með öllu, meðan sjórinn er sóttur. En þótt liðna árið hafi fært oss eftirminni- lega heim sanninn um, hvað lítils vér erum megnugir þegar hætturnar á hafinu eru ann- arsvegar, má ekki gleyma því, að slysavarna- vaniastarfsemin er margþætt mannúðar-, menningar- og fjármál, sem hver og einn hef- ur gott af að kynnast og taka þátt í. Ekkert deyfir eins brodd sorgarinnar og einlæg hluttekning með þeim, er fyrir sorgun- um verða. Góðar hugsanir eru máttugar. Ekk- ert eykur sorgbitnum eins kjark og þolgæði, sem viðleitnin til þess, að koma í veg fyrir að aðrir verði fyrir slíku mótlæti. Öflugur stuðningur við þá starfsemi, sem miðar að því að fækka sjóslysunum í framtíðinni, er því samúð, sem miðar að framkvæmdum og at- höfnum síðari tíma. Það er einnig skynsam- asta leiðin til að mæta ókomnum erfiðleikum. Starfsemi Slysavarnafélags íslands á árinu 1940: í ársbyrjun sendi félagsstjórnin út áskorun til almennings um fjárframlög til reksturs björgunarskipsins ,,Sæbjörg“. Það var farið fram á 20 þúsund krónur til útgerðar skipsins á vetrarvertíðinni. Félagið fékk röskar 35 þús. kr. í þessu augnamiði og auk þess 15 þúsund krónur frá dönskum manni, Max Nielsen að nafni. „Sæbjörgu var haldið úti yfir vetr- arvertíðina og veitti hún 37 bátum og skipum hjálp og aðstoð með samtals 260 manna áhöfn. — Tólf slysavarnadeildir bættust við á árinu og hefur félagatalan auk- izt við það um rúmlega 1000 manns og mun félagatala iSlysavarnafélags Islands nú um áramótin vera eitthvað á 13. þúsundinu. n VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.