Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 24
Af þessu sést, þegar á skatttekjur og
skattalögin er litið, að siðferðislegur réttur
sjávarmannsins er ekki síðri til íhlutunar þótt
lagalegur réttur sveitamannsins sé þar allur
framyfir, þar sem að atkvæðisréttur hans er
margfaldur á við sjávarmannsins.
Hitt er svo annað mál, hvort að sveitamenn-
irnir standast þá freistingu, að nota sér ekki
þennan rétt til þess að styðja að því að skatta-
brjálæðinu verði ekki af létt, þar sem það er
sjáanlegt af dæmi Guðm. frá Sandi að núver-
andi skattalög bitna tiltölulega lítið á þeim
en alltaf einhvers að vænta úr ríkissjóði þeim
til handa eins og dæmin eru deginum ljósari
fyrir, þótt hinsvegar oft hafi reynst þeim
hermdargjöf en eigi að síður þungur baggi
fyrir skattgreiðendur.
Sjómönnum finnst oft að ráðandi menn í
þjóðfélaginu séu æði tómlátir fyrir kröfum
þeirra eins og t. d. í sjómannaskólamálinu, og
satt er það, en óhræddir geta sjómenn borið
fram kröfur sínar og það kinnroðalaust, því að
það vita allir, að fjáröflunin liggur að mestu
leyti í þeirra höndum, og yrði því hið svokall-
aða fjárveitingavald í landinu lítils virði ef
fjáraflavald sjómannsins brysti.
ORYGGIÐ
Oft hefur verið á það minnst, bæði í ræðu
og riti hér á landi, að sjómenn vorir væru
hermenn vorir og hetjur, og allskonar fagur-
yrði þeim á borð borin við hátíðleg tækifæri,
og víst er það, að mikill hluti þeirra lífsþæg-
inda, sem nútíma menn njóta hér, er fenginn
fyrir afurðir þær, sem sjómenn hafa sótt í
greipar Ægis, og oft hafa þeir, er björg fluttu
til lands, síðar orðið að gjalda verðið með lífi
sínu.
Það er því eðlilegt að löggjöf okkar fyrir-
skipi allt það öryggi, sem hægt er, til að forða
líftjóni, en jafn óeðlilegt væri, ef þeim fyrir-
skipunum væri ekki fylgt út í æsar.
Jafnan eru á hverju skipi (t. d. togara),
sem í millilandasiglingar fer, minnst tveir
menn með fullkominni siglingaþekkingu, og
mun aldrei út af þeirri reglu brugðið. Einnig
eiga að vera í vélarrúmi minnst tveir menn
með fullkominni þekkingu og viðgerðarkunn-
áttu á vél. Margt getur komið fyrir einn mann,
svo að hann verði óstarfhæfur, og verða því
báðir mennirnir að vera fullkomlega færir að
öllu leyti við störfin. Allir sjómenn vita hvað
það þýðir, ef skip þeirra verður vélarvana. —
Á SJÓNUM
Á gufuskipum eru líkurnar litlar að bjargast
á seglum.
Það er því dregið úr öryggi fyrir heppilegri
ferð ef þessum reglum er ekki framfylgt. Það
mun þó hafa komið fyrir, að skip sem siglt
hafa héðan úr höfn hafa ekki haft nema einn
fullkominn vélamann, og verður að telja það
mikla óvarkárni skipstjóra. Því hefur verið
verið fleygt, að fáir vélstjórar vilji vera á sjó
sem 2. vélstjórar á fiskiflotanum. Aðrir vél-
stjórar sem hafa farið í land af þessum skip-
um álitu sig bera jafn mikið úr býtum með því
að vinna í landi, en sé það rétt, þá liggur það
einungis í ójöfnuði launa, og mun svo vera,
að nú hafi ófaglærður maður við vél (kynd-
ari) ekki lægri tekjur en 2. vélstjóri, og er því
auðsætt að þeim muni þykja sinn hlutur skert-
ur, einnig þegar I. vélstjóri hefur allt að helm-
ingi meiri laun. Það færi vel, ef þessar línur
gætu orðið til þess að þess yrði gætt vandlega,
að ekki færu ófaglærðir menn sem 2. vélstjór-
ar og launajöfnuður milli 1. og 2. vélstjóra
yrði heppilegri í framtíðinni.
Reykjavík, 22. jan. 1941.
Skarphéðinn Jósefsson, vélstjóri.
VIKINGUR
24