Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 15
BJÖRN JÓNSSON veðurfræðingur:
Um veðurspár
Niðurl.
Nú skulu tekin nokkur dæmi almennt, til
að sýna, hvernig veður hagar sér í stórum
dráttum, þegar lægðir fara yfir landið, eða
fram hjá því í meiri eða minni fjarlægð.
Gerum þá fyrst ráð fyrir, að lægðin komi úr
suðvesturátt. Fyrstu fregnir af henni berast
Veðurstofunni jafnan frá Suður-Grænlandi
(Julianehaab). Að uppruna hennar verður
sjaldnast nokkrum getum leitt, nema teknar
séu að staðaldri veðurfregnir frá Norður-
Ameríku. Margar munu lægðir þessar eiga
upptök sín yfir meginlandi Norður-Ameríku,
en sumar geta þó verið komnar vestan af
Kyrrahafi.
Loftvog er sem sagt tekin að falla í Juliane-
haab, vindur orðinn suð-austan, eða austan,
ef til vill hvass með rigningu. Má slá því föstu,
að lægð sé að nálgast Grænland, en hitt verð-
ur eigi ákveðið að svo stöddu, hvort lægðin
er suður eða suð-vestur af Grænlandi né held-
ur hver stefna hennar er. Hún kann að stefna
beint til norðurs, eða ef til vill til norð-aust-
urs. Ef hún fer norður með vesturströnd Græn-
lands, lendum við í útjaðri hennar, fáum
fremur hæga og milda sunnan- eða suðaustan
átt með dálítilli rigningu vestanlands.
En svona vel sleppum við ekki, ef lægðin
stefnir beint á landið. Og enda þótt aðallægö-
in leggi leið sína norður með vesturströnd
Grænlands, getur hún oft af sér nýja lægð
við suðurodda Grænlands og sendir hana í átt-
ina til íslands. Um það bil 20 tímum eftir ao
fyrstu fregnir bárust frá útverði okkar, Juli-
anehaab, byrjar loftvog að falla hér á suð-
vesturlandi, og jafnframt dregur upp klósiga
og bliku á suðvesturloftið. Vindur gengur í
suð-austur og tekur brátt að aukast, er orðinn
hvass eftir 8—10 tíma, með rigningu, en þó
byrjar úrkoman oft með snjó, þótt jafnan
standi sjókoman stutt, því að fljótlega hlýnar
allmjög í veðri. Hér er gert ráð fyrir, að lægðin
sé djúp og kraftmikil, fari um 60 km. á klst.,
en stundum er hraðinn meiri að vetrarlagi.
Meðan lægðin er að nálgast landið, verður
oft engu um það spáð, með vissu, hvaða leið
hún muni fara yfir það eða framhjá því,
enda er erfitt eða ókleift að ákveða nákvæm-
lega legu hennar og dýpt vegna skorts á
fregnum af svæðinu milli íslands og Græn-
lands. En áður en lægðarmiðjan er komin upp
að landinu, hefur suð-austan hvassviðri eða
FRAMH. Á BLS. 18.
sem þarfnast bráðrar úrlausnar. Þess er að
vænta að ráðamenn þjóðarinnar styðji þær
umbætur, sem framkvæmanlegar eru á þess-
um þrengingatímum. Það eru nú þegar komn-
ar fram ýmsar mjög athyglisverðar tillögur
þessum málum til úrlausnar, og má þar nefna
í fremstu röð tillögur Gísla Halldórssonar
verkfræðings um kælingu bræðslusíldar, sem
hann hefir skýrt í mjög ýtarlegu máli fyrst í
bl. Verkfræðingafél. síðan í Morgunbl. 3. sept.
og sept.blaði Ægis. Auk þess hafa komið fram
tillögur um byggingu nýrrar 10 þús. mála
verksmiðju, og hefir Jón J. Fannberg skýrt
það mál mjög ýtarlega.
Aðeins ein spurning enn :
Síldarútvegsmenn og sjómenn, er eigi kom-
ið að því, að nauðsynlegt sé fyrir ykkur að
taka höndum '(saman tll þess að reyna að
tryggja sameiginlegan rétt ykkar í síldarút-
vegsmálum þjóðarinnar?
ísafirði, 27. nóv. 1940.
Har. Guðm.
15
VÍKINGUR