Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 23
verið gert af nokkrum ráðandi mönnum í
nokkru landi, undir sömu kringumstæðum.
Ég hefi heyrt þeirri fáránlegu firru haldið
fram, að þetta jafnaði sig allt með frádrætti
næsta árs. En við því er það að segja, að
skattalöggjöfin gefur ekki neina tryggingu
fyrir því, að slíkt komi að haldi, þar sem
aldrei er víst hverjar næstu árstekjur verða;
ýmislegt getur komið fyrir, meir að segja
hugsanlegt að viðkomandi veslist upp, af því
að hann hefði ekkert fyrir sig að leggja þar
eð honum hefði ekkert verið eftirlátið, nema
þá ef hann sæti í skuldafangelsi vegna þess
að tekjur hans hefðu orðið það háar, að hann
hefði vantað til að geta borgað með þeim, alla
þá skatta, sem á hann hafa verið lagðir.
Flestir menn viðurkenna hina miklu galla
skattafyrirkomulagsins. Heilir þingflokkar
þykjast vilja berjast fyrir lagfæringu á þessum
lögum. Það er talað mikið og hátt um það á
flokks- og þingmálafundum, fólki er haldið
uppi á allslags bollaleggingum og snakki um
þessi mál, en út yfir það gerir hvorki að reka
né ganga.
Hversu lengi almenningur lætur þannig
gefa sér steina fyrir brauð, skal ósagt látið, en
ýmsir geta þess til, að skattalöggjöfin sé ekki
svo grábölvuð mörgum þeim, sem með þessi
mál fara, að þeir af þeirri ástæðu hafi nokk-
urn sérstakan áhuga fyrir því að fá þennan
ófögnuð lagfærðan.
Þarfir ríkisins eru auðvitað margar og mikl-
ar, já allt of miklar. Þær hafa verið búnar til
undir því yfirskini, að þetta eða hitt væri
nauðsynlegt að framkvæma og menningar-
legt, ýmsar kempur þjóðfélagsins hafa bók-
staflega hafið kapphlaup um það, að benda
á hina eða þessa vöntun, og hafa þóttst því
meiri menn, sem þeir hafa látið hærra í þeim
efnum, rétt eins og það væru einhver sérstök
afrek að benda á hina og þessa vöntun hjá
þjóð sem hafði staðið í stað í mörg hundruð
ár. En það skautfjaðrasafn þessara manna
hefur orðið æði dýrt, því þess hefur ekki að
sama skapi verið gætt hversu erfitt er að
borga brúsann.
Það er gott og blessað að skila eftirkom-
endunum mennningarlegum verðmætum, ef
því er svo í hófi stillt, að ekki verði að hermd-
argjöf, en að nútíðin eigi að gerast þræll fram-
tíðarinnar þess vegna og jafnvel hneppa ó-
komna kynslóð í sama helsið, skuldafjötrana,
er ólíklegt að allir séu á eitt sáttir um. Ráð-
leysislegur útaustur eða sóun úr ríkissjóði er
sífellt umdeiluefni, en séu skattalögin mæli-
kvarði á hann, hlýtur sá útaustur að vera þeirn
mun meiri eða verri, sem skattalögin eru það,
borið saman við það sem er hjá öðrum þjóð-
um.
Hvað sem um alla undangengna fjársóun
er að segja, þá vænta allir sjómenn þess, að
það gull, sem nú streymir og hefir streymt inn
í landið og þeir, eins og áður, hafa sótt og flutt
að, verði ekki notað til þess að skapa nýtt öng-
þveiti með nýjum og óviturlegum eða miður
nauðsynlegum framkvæmdum sem svo aftur
leiði af sér nýjar og þungar álögur, heldur
verði notað til þess að létta af þeim, sem fyrir
eru og efla sjávarútveginn. Allir draumar
sjómannsins um það, að geta lagt eitthvað upp
til elliáranna, þegar hann verður að gefast
upp við sjóinn, hljóta ávalt fyrst og fremst að
byggjast á velgengni sjávarútvegsins, en
dauft hefir verið yfir þeim draumum á und-
anförnum árum.
Það er óþarfa hlédrægni hjá sjómönnunum
að láta jafn lítið til sín heyra í þjóðmálum
og raun er á. Það ætti ekki að vera neinn þjóð-
arvoði þó að sjómenn létu það eitthvað til sín
taka hvernig því fé er varið, sem þeir vinna
fyrir eða afla og það ætti ekki að þykja
nein goðgá, þó að þeir krefðust þess, að það
yrði fyrst og fremst notað til þess að efla
þeirra eigin atvinnuveg. Bændur virðast nú
sem áður ekki kynoka sér við því, að gera
fundarsamþyktir eða ályktanir um landsmál
og er þeim það auðvitað heimilt. Þeir gera til-
lögur í skattamálum og virðast þrátt fyrir allt
tímaleysi, samanber grein Guðmundar frá
Sandi í Morgunblaðinu 17. jan. s. 1. gefa sér
tíma til fundahalda þar að lútandi. Sami höf-
undur vitnar þar í skattaskýrslur sinnar sveit-
ar til að sýna að meðal brúttótekjur lijóna,
sem á litlum jörðum búa séu 2000 kr. en að
frádregnu kaupi fyrir aðkeypta vinnu telur
hann kaup hjóna 1500 kr. fyrir s. 1. ár.
VÍKINÖUR
23