Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 14
arinnar. Allir þeir, sem eitthvað hafa fylgst
með í opinberum málum, hafa ekki komizt
hjá að veita því eftirtekt, að þegar löggjafar-
þing þjóðarinnar hefur haft þessi og önnur
sjávarútvegsmál til meðferðar, hafa umbæt-
urnar orðið það allra minnsta, sem unnt hefur
verið að komast af með, þótt það, sem fyrir
lá, hafi krafizt aðkallandi úrlausnar, eins og
t. d. aukin afköst bræðslusíldarverksmiðjanna
í landinu. Á sama tíma og sjávarútvegsmálin
hafa verið afgreidd eins og að framan segir,
hefur Alþingi séð sér fært að láta ríkissjóð
leggja fram stórfelda styrki til landbúnaðar-
ins. Það er eflaust heilbrigt að landbúnaður-
inn njóti styrks frá ríkissjóði, en þess verður
löggjafinn jafnan að gæta, að lífsskilyrði sjáv-
arútvegsins séu ekki skert, þar sem á honum
hvíla að langmestu leyti þarfir þjóðarinnar.
Islenzka ríkisstjórnin hefur látið það alveg
afskiptalaust, að íslenzkar síldarverksmiðjur
hafa nú í sumar keypt í stórum stíl síld af
erlendum skipum, meðan afsetning á afla
íslenzkra síldveiðiskipa hefur verið með þeim
endemum, sem frá er skýrt hér að framan.
Talið er, að 28 eða fleiri erlend skip hafi
lagt upp afla sinn í íslenzkar síldarverksmiðj-
ur í sumar, en engar skýrslur hafa verið birt-
ar um nöfn þeirra, eða veiði, og skilja fáir
hversvegna því er haldið leyndu, þar sem
margbúið er að birta í blöðum, að heildar
bræðslusíldarveiðin sé tæplega 1.700,000 mál.
I 10. tbl. Ægis þ. á., er svo birt skýrsla yfir
heildar bræðslusíldarveiði íslenzkra skipa, og
samkvæmt henni hafa Islendingar lagt á land
135531 mál. Erlend skip hafa þá að þessu at-
huguðu lagt hér á land rúm 300 þúsund mál,
sem íslenzk síldveiðiskip hefðu hæglega getað
komið með.
Á þessum erlendu skipum voru allt erlend-
ir ríkisborgarar, að 1—2 mönnum undan-
skildum á skip.
íslenzka ríkisstjórnín virðist taka því með
mestu þolinmæði, að íslenzkir sjómenn séu
neyddir til þess að halda að sér höndum yfir
hæsta síldveiðitímann, meðan erlendir rík-
isborgarar ausa afla á land þeim til óþurftar.
Það er beinlínis öllum landslýð til ógagns
að útlendingum sé leyft að grípa inn í íslenzkt
atvinnulíf á þann hátt, sem hér á sér stað.
Það ætti því að vera kjörorð allra íslenzkra
þegna, hvort sem þeir eru voldugir eða vesæl-
ir, að fpland sé og eigi að vera fyrir íslend-
inga.
Heyrst hefur að aðal-ástæðan fyrir því,
að erlendu síldveiðiskipin urðu svo mörg, sem
raun varð á, sé sú, að nokkrar af þeim verk-
smiðjum, sem til eru í landinu, hafi ekki get-
að tryggt sér nægjanlega mörg íslenzk síld-
veiðiskip. Sé þetta rétt, hversvegna skarst rík-
isstjórnin þá ekki í leikinn og fyrirskipaði
dreifingu síldveiðiflotans á þær verksmiðjur,
sem til eru í landinu?
Greiðsla út á bræðslusíld var lækkuð í kr.
9,00 á mál þ. 20. ágúst. Ástæðan, sem færð
var fyrir þessari hækkun var sú, að á land
væri kominn meiri afli en búið væri að selja
með fyrirfram gerðum samningum, og þar sem
svo væri komið, yrði verðið að lækka.
Hvað var nú um erlendu síldveiðiskipin,
voru þau látin hætta svo íslenzki síldveiðiflot-
inn hefði rýmri afsetningar möguleika fyrir
afla sinn, eða var samningum erlendu síld-
veiðiskipanna þannig háttað, að þeir tryggðu
þeim afla-afsethingu allt síldveiðitímabilið
fyrir fastákveðið verð á mál. Hvað var þeim
greitt fyrir máli? Voru það kr. 15,00?
Hver á að bera hallann af veiði erl. skip-
anna ef til þess kemur, að tap verði á því,
sem óselt er, af bræðslusíldarframleiðslu
þessa árs?
Kemur hallinn niður á síldarútvegi lands-
manna í lækkuðu síldarverði á næstu árum?
I lok ágústm. tilkynnti ríkisstjórnin að
verð á síldarmjöli á innlendum markaði (til
bænda) miðað við Sigluf. skyldi vera kr. 25.00
pokinn; á sama tíma var mjölið selt úr landi
fyrir kr. 40,00 pokinn, mismunur á innl. og
erl. markaði kr. 15,00 á poka eða rúm 37 %.
Er nú ekki með þessari ráðstöfun ríkis-
stj órnnrinnar gengið næi^ta langt í 'því að
draga taum landbúnaðarins á kostnað sjávar-
útvegsins?
Hér að framan hefur verið gripið á ýmsum
misfellum í síldarútvegsmálum þjóðarinnar,
VÍKINGUR
14