Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 29
gangi. Fljót til gangs, jafnvel eftir langa legu
og slæm skilyrði. Auðveld við gæzlu og vinnu.
Þessar kröfur hafa alltaf harðnað með auk-
inni tækni, og er ég hræddur um að erfitt verði
að breyta þeim.
Þar sem véltæknin snertir sjómannastétt-
ina mest allra stétta, væri vel farið, ef ,,Vík-
ingur“ gæti birt góðar greinar um það efni
í hverju blaði. Það væri vinsæl ráðstöfun, eí
efninu er ekki blandað saman við skrum og
I arnasögur.
(1) En það er eins og fjöldi manna o. s. frv.
(2) Útskiptanl. hraSaminkari o. fl.
(3) En hvílílíur misskilningur þetta er o. s. frv.
(4) Cylinder. Gear o. fl.
G. Þorbjörnsson.
Frá félögunum
30. nóv. s. 1. sagði Skipstjóra- og stýri-
mannafélag Reykjavíkur upp samningi þeim
um ísfisksflutninga er það hafði gert á síðast-
liðnu ári við útgerðarmennina Hafstein Berg-
þórsson og Beintein Bjarnason. Samningsum-
leitanir fóru fyrst fram á gamlárdag, hurfu
þá útgerðarmenn að því ráði að stofna með
sér félagsskap og báðu um frest á umræðum
þar til á 2. í nýári, er þeim var veittur.
Þann 3. jan. var endanlega gengið frá
stofnun félags útgerðaimanna er hlaut nafnið
,,Félag íslenzkra línuveiðara og fiskflutninga-
skipa“, kusu þeir síðan 5 manna samninga-
nefnd.
Fyrsti fundurinn með samninganefnd út-
gerðarmanna var haldinn síðdegis 3. jan., en
þá höfðu 2 önnur skipstjórafélög gengið inn
í samningana, þau: Skipstjórafélagið Kári,
Hafnarfirði, og Skipstjóra- og stýrimanna-
félagið Hafþór, Akranesi, er höfðu kosið full-
trúa, hvort fyrir sitt félag, og veitt nonum
fullt umboð. Á fundi þessum voru bornar fram
kröfur félaganna, síðan voru haldnir 5 fundir
og var þá sýnt að samningar mundu ekki
Málið var þá afhent F. F. S. í. Á sama
tíma fór fram atkvæðagreiðsla í Skipstjóra-
og stýrimannafélagi Reykjavíkur, um heimild
til vinnustöðvunar. Þá var og samþykkt að
auglýsa kauptaxta fyrir félögin er skyldi gilda
þar til samningar næðust.
Það sem félögin fóru fram á var:
1. Óbreytt grunnkaup og áhættuþóknun
ásamt fullri dýrtíðaruppbót.
2. 3 % til skipstjóra og 2% til stýrimanns
af sölu skipsins framyfir £ 2,5 á kitt.
Tilboð útgerðarmanna:
1. Skipstjóri, mánaðarkaup 750 kr., full dýr-
tíðaruppbót, 220% áhættuþóknun er reikn
ist af 600 krónum.
2. Stýrimenn, mánaðark. 550 kr., full dýr-
tíðaruppbót, 220% áhættuþóknun erreikn-
ist af 450 krónum.
Það, sem aðallega var deilt um, var pró-
sentugrundvöllurinn. títgerðarmenn vildu alls
ekki ganga inn á hann. Þeir fóru fram á að
fá lækkaðan síldartaxtann, og á kostnað hans
hefði ef til vill verið hægt að lcomast að með
prósenturnar á flutningum, en frá því var
horfið.
Stjórn sambandsins tókst svo að koma á
samningum er voru undirritaðir þann 15. jan.,
og eru þeir birtir á öðrum stað hér í blaðinu.
Kaupsamningum Fél. ísl. loftskeytamanna
við útgerðarmenn kaupskipa- og togaraflot-
ans var sagt upp um s. 1. áramót. Hafa sam-
komulagsumlieitanir staðið yfir silðan, að
mestu leyti fyrir milligöngu sáttanefndar, þar
sem augljóst varð þegar í upphafi, að ágrein-
ingsmálin yrðu ekki leyst án hennar aðstoðar.
Loftskeytamenn gera í samningsuppköstum
sínum ráð fyrir nokkurri grunnkaupshækk-
un, fullbættri dýrtíð og ýmsum hlunnindum
öðrum. Viiðist ágreiningur aðallega vera um
fyrsta atriðið, hækkun grunnkaupsins.
Eftir að haldnir höfðu verið með útgerðar-
mönnum togaraflotans 6 fundir alls, þar af 4
með aðstoð sáttanefndar, auglýsti stjórn F.Í.L.
kauptaxta til bráðabirgða fyrir þá meðlimi
félagsins, er starfa á togaraflotanum. Kaup-
taxti þessi var auglýstur 29. jan. og var jafn-
framt tilkynnt vinnustöðvun þann 6. febr. kl.
12 á hádegi hjá þeim útgerðarmönnum, sem
ekki skráðu samkvæmt taxtanum, eða semdu
á annan hátt við félagið um kaup meðlima
þess fyrir hinn tilgreinda tíma.
Nokkrir félagsmenn hafa þegar verið skráð-
ir samkvæmt taxta þessum.
29
VÍKINGUR