Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 22
Sigurjón Einarsson, skipstj.:
Skattabrjdlæðið
Það er ekki að ástæðulausu að á skattamál-
in sé minnst í Víkingnum, málgagni sjómann-
anna. Það er nú liðið á annað ár síðan að sjó-
mennirnir sáu sig tilneydda að bera fram þá
kröfu að dregið yrði úr þeirri óheyrilegu
skattakúgun, er hér ríkir og hvergi á sinn líka.
Fyrsta krafa sjómannanna var þá sú,aðþegar
í stað yrði undanþeginn skatti verulegur hluti
tekna þeirra er vaxa kynni af völdum ófriðar-
ins; enn fremur létu þeir um leið í ljós þá
ósk, að lögum þessum yrði að breyta til betra
og sanngjarnara horfs hið fyrsta, þar sem það
væri á allra vitorði að þau stæðu í vegi fyrir
eðlilegum áhuga manna á því, að afla sér
tekna. Þætti þeim það æði hart, að þeim fyrir
aðgjörðir sínar á sjónum yrði refsað svo hart
í gegnum lög þessi, að þeir, sumir hverjir,
mættu jafnvel búast við því að verða ekki mat-
vinnungar og ekki nóg með það, heldur verða
að borga með sér.
Sjómennirnir eru þó ekki þeir fyrstu sem
kvartað hafa undan þessum lögum og það var
ekki fyr en að þeir sáu, að sumir þeirra a. m. k.
yrðu nú annað hvort að gera að leggja niður
vinnu eða fá einhverja lagfæringu á því á-
standi, sem var að skapast þeirra á meðal, að
þeir hófust handa um það, að fá einhverju um
þokað. Það er langt því frá, að óskir sjómann-
og sjómennirnir
anna hafi verið uppfylltar, en því hefðu þeiv
þó mátt búast við að vanskapnaður sá er kali-
aður er skattstigi, hefði verið tekinn til ræki-
legrar yfirvegunar eða í það minnsta sæ’vst
einhver merki þess, að svo ætti að gjöra.
Manni getur illa skilist það, að löggjafinn
hafi með lögum þessum haft það í huga, þó nú
hafi svo til tekist, að koma beinlínis í veg
fyrir að þeir menn héldu áfram vinnu, sem
kæmust í ákveðið teknahámark; slíka hag-
fræði væri mér í það minnsta ofraun að skilja,
og þó að rætur öfundsýkinnar hafi oft ýmsu
illu til vegar komið, þá vil ég ekki ætla, að
ábyrgir menn láti fallast fyrir slíkri freistni.
Hinu er þó ekki að neita, að mér finnst
skattstigi sá, er við nú búum við, minna óþægii
lega á það að á bak við gæti legið þetta: Ykk-
ar er að afla, en okkar að eyða.
Það væri synd að segja, að núverandi
skattalöggjöf hvetti menn til dugs eða dáða,
en að leggjast svo á móti sjálfsbjargarvið-
leitni einstaklingsins að það skuli vera það,
sem kalla mætti dauðahegning sem lægi við
því að komast upp í þær tekjur sem skatta-
löggjöfin ákveður um að allt skuli af skatt-
þegninum tekið — á ég þar við gjöldin í heild,
tekju- og eignaskatt og útsvar — er sjálf-
sagt það vitlausasta sem nokkuru sinni hefur
í Englandi. Eftir að búið var að standsetja
það, sem nauðsynlega þurfti til heimferðar-
innar, og leyfi fengið til heimferðar, var hald-
ið á stað.
Veður var hið ákjósanlegasta og komið var
til Reykjavíkur þ. 12. jan. síðdegis eftir rúma
3 sólarhringa ferð.--------
Nú er frásögn Agnars lokið, af mestu loft-
árásinni, sem gerð hefir verið á íslenzkt skip.
— En hverjir verða næst fyrir þessu, og
hvenig fer þá? Islenzku skipin standa öll
varnarlaus gagnvart þessum loftvörgum. Þeir
geta í rólegheitum leikið sér að bráð sinni,
eins og köttur að mús. Einasta vörnin gegn
þessu er loftvarnabyssan, sem vera ætti um
borð í hverju einasta skipi, sem til Englands
siglir.
VÍKINGUR
22