Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 4
FRÁ SLYSAVARNAFÉLAGINU
Eftir JÓN E. BEROSVEINSSON erindreka
Árið 1940 er merkisár í sögu íslenzkra sjó-
manna — sennilega það merkasta síðan land
byggðist. Ber einkum tvennt til.
í fyrsta lagi, að á árinu 1940 björguðu ísl.
sjómenn 1093 erlendum mönnum frá drukkn-
un, frá að minnsta kosti 18 þjóðflokkum og
vörpuðu með því birtu og yl yfir fjölda mörg
erlend heimili, sem að öðrum kosti hefðu nú
haldið jólin í dimmu sorgar og saknaðar. Það
fólk, sem heimt hefir vini og vandamenn úr
helju fyrir atbeina ísl. sjómanna, blessar þá
nú, störf þeirra, landið sem ól þá og þjóðina
sem þeir eru hluti af. Vér samgleðjumst þessu
fólki, sem nú hefur tengst oss ósýnilegum
andlegum vináttuböndum, þótt fjarlægt sé og
oss með öllu óþekkt í sjón. Vér vitum að þetta
erlenda fólk er svipaðs sinnis og vér, því þykir
vænt um vini sína og vandamenn, eins og oss
um vora. Vér vonum og óskum, að allir þeir
menn, sem ísl. sjómennirnir björguðu á árinu
1940, séu enn á lífi og hafi sem flestir notið
ánægjunnar af samvistum vina og vanda-
manna, eða á annan hátt geti nú um áramótin
boðið hvert öðru gleðilegt ár 1941, eða að
minnsta kosti lifað í voninni um að það megi
verða mörgum þeirra gleðilegra en árið 1940.
Með þessum björgunarstörfum hafa ísl. sjó-
menn lagt meira og stærra innlegg til ísl. ut-
anríkismála en nokkur önnur stétt lands-
manna. Með björgunarstörfum sínum hafa
þeir að verulegu leyti létt undir með störfum,
ísl. stjórnarvalda við samningagerðir þær, er
ríkisstjórnin og hennar menn hafa með hönd-
um fyrir landsins hönd og koma til með að
hafa í náinni framtíð. Hvert einstakt björg-
unarafrek er meira virði en hver einstök
ræða, sem flutt hefur verið eða flutt kann að
verða í samninganefndum og veizluhöldum
stjórnmálamannanna. Björgunarafrek skip-
verjanna á ,,Skallagrími“, er betra og stærra
innlegg í ísl. utanríkismálum, en bezta ræðan,
sem flutt hefur verið í samninganefndum
stjórnmálamanna á árinu 1940, þó eflaust hafi
hún góð verið.
íslendingar hafa einnig bjargað efnalegum
verðmætum erlendra þjóða svo millj. króna
nemur í skipum og dýrmætum förmum og þótt
það sé lítilfjörlegt í samanburði við mannslíf-
in, þá hefur það einnig verið vel þegið af þeim,
sem verðmætin áttu.
Við íslendingar eigum nú miklu fleiri
vini erlendis, en vér áttum fyrir ári síðan.
Þessir vinir munu leggja landi voru og þjóð
mikilsvert liðsinni þegar á þarf að halda og á
ýmsan hátt vera fúsir til að létta störf þeirra
manna, er með utanríkismál vor fara. Það
mun verða gert af einlægum vinar- og þakk-
lætishug, en ekki eftir venjulegum krákustig-
um stjórnmálanna, og það mun verða þess
giftudrýgra, sem meiri rækt verður við það
lögð, að komast eftir þjóðerni, ætt og metorð-
um þeirra, sem bjargast hafa, vina þeirra og
vandamanna.
í öðru lagi hafa ísl. sjómenn sótt meira
verðmæti í nægtabrunn hafsins, sem umlykur
okkar kæra land, en nokkru sinni áður. Þeir
hafa aflað svo mikilli verðmæta úr hafinu, að
nægt hefur að miklu leyti til þess að losa
þjóðina úr þeim skuldaviðjum, sem fyrir ári
síðan hvíldi á henni sem mara og olli mörgum
dreng hugarangurs og kvíða. Með störfum
sínum hafa þeir fært þjóð sinni einhvei ja þá
beztu og dýrmætustu jólajöf, sem gefin verð-
ur, efnalegt frelsi og sjálfstæði. Þeir hafa
lánað henni vængina til að fljúga með á land
efnalegs frelsis og sjálfstæðis, er mun verða
mörgum hvatning til nytsamra starfa fyrir
alda og óborna. Og þótt engin sjómannsrödd
eða setning heyrðist um áhugamál sjómanna,
þegar lýst var helztu merkisviðburðum ársins
í Ríkisútvarpinu s.l. nýársnótt, hefur það ekki
svo mikið að segja. Sjómenn eru yfirleitt eins
og Vilhj. Þ. Gíslason gat um með nokkrum
hlýlegum viðurkenningarorðum, hispurslaus-
VIKINGUR
4