Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 8
KOLBEINN JAKOBSSON:
Hákarlaveiöar
við ísafjarðardjúp á 19. öldinni
II.
Árni Jónsson í Æðey
stórböiiidi og konungsjarðaumboðsmaður, ad-
mínist. í ísafjarðarsýslu. Hann var sonur Jóns
sýslumanns í ísafjarðarsýslu, Arnórssonar
sýslumanns í Borgafjarðarsýslu. Kona Árna
var Elísabet Guðmundsdóttir, Bárðarsonar rika
í Arnardal, systir Kristjáns dbrm. Guðmunds-
sonar í Vigur; var hún kvenna hæst vexti,
„vantaði skammt á álnir þrjár“, ef ekki hærri,
en Árni var heldur lægri en meðalmaður en þó
snarmenni mikið og f jörmaður. Munu þau Elísa-
bet og Árni hafa byrjað búskap sinn á allri
Æðey á árunum 1805—1810. Var þá æðar-
dúnstekjan af Æðey aðeins þrjú pund, en þeg-
ar Árni dó 1864, mun dúntekjan hafa verið orð-
in um 300 pund. — Á fyrri búskaparárum sín-
um stundaði Árni á vetrum, frá nýjári til páska,
hákarlaveiðar á áttæring sínum, er ,,Skeiðin“
var nefnd, og hafði uppsátur í Bolungarvík frá
verbúð sinni þar, er þá og síðar nefnd var
,,Skeiðarbúð“. Var hann talinn ötulastur til
hákarlaleguferða þeirra, er samtímis honum
stunduðu hákarlaveiðar á áttæringum í Bolung-
arvík, og fengsamastur þeirra á hákarlinn og
hákarlslifrina. Talið er að „Árni í Æðey“ kynni
allra áttæringsformanna bezt að stýra skipi,
hvort heldur væri á rúmsjó fyrir stórar brot-
bárur eða undan þeim, eða upp í Skeiðarvörina
m'ð”.r undan verbúð sinni. þá er stórbrim var í
Bolungarvík, enda hlekktist honum aldrei á,
hvorki á rúmsjó eða í landtökum.
Ekki kann ég nema frá einni hákarlaleguferð
Árna að segja, er honum og hásetum hans varð
minnisstæð, og sonur hans, Rósinkar, fóstri
og frændi minn, sagði mér, er ég var á unglings-
aldri í Æðey. Sagan er svona:
„Einu sinni, sem oftar, fór Árni á Skeiðinni
sinni í hákarlalegu frá Bolungarvík. Var hægur
sunnan vindur út Djúpið, og því siglt með fullu
segli og það ekki fellt fyrr en á miðinu: Horn-
bjarg ljóst undan Kögrinu, beint út undan ísa-
fjarðardjúpi. Þá var „lagt“ þar í góðu veðri, en
alda var þar .all-mikil úr vesturhafi. Eftir að
legið hafði verið lítinn tíma, fór hákarlinn að
gleypa beituna, menn að draga hann og innbyrða
jafn óðum. Eftir hér um bil 5 tíma legu þarna
úti á „Björgum“, hafði Árni fengið um eða yfir
hálffermi (2—3 tonn) af hákarli upp í skipið,
skall snögglega á stórviðri af vest-norðvestri
með útliti fyrir allmiklum snjóéljum, svo Árni
lét í snatri „leysa upp“ úr legunni og fór um leið
að athuga eftir hverju kompásstryki hann
mætti stýra inn til Djúpsins, svo að hann
gæti siglt langsamlega vestanvert við Grænu-
hlíðarrifið, er þangað kæmi, því að til Hest-
eyrar hugsaði hann sér að „hleypa“, því að ill-
fært var á Aðalvík, en ófært að ná til Bolung-
arvíkur. Lét Árni þá 3 menn draga inn legu-
færin, 4 menn hafa árar úti, meðan legufærin
voru dregin inn, en rifaði sjálfur seglið á meðan
(mastrið hafði ekki verið fellt í legunni). Er
lokið var við að innbyrða legufærin, var beiti-
ásinn bundinn í öftustu röng stjórnborðsmegin
á barkanum. Þá er allt var til reiðu, menn höfðu
snúið skininu milli stórra bára og lagt upp ár-
ar og seglið dregið udd í neðra hjólið í mastr-
inn, var Árni seztur við stýri á skutplittinum og
skorðaði sig þar svo vel, að eigi gæti hann tekið
útbyrðis, þótt bárurnar bryti á herðum hans.
En þær bárur, sem brjóta aðeins á skut skips-
ins telja sjómenn aðeins meinlausar skvettur,
en aftur á móti hættulegar mildar miðskips-
VÍKINGUR
8