Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 13
sjómenn hafa því almennt ætlað henni þá framsýni, að hún með ráðnum hug inni að því að tryggja bræðslusíldarútvegi lands- manna nauðsynlegustu afsetningsskilyrði. — Stjórn Síldarverksm. ríkisins hefur því miður ekki uppfyllt þessa siðferðisslegu skyldu sína, enda þótt henni væri allra manna kunnugast það öngþveiti, sem ríkir og ríkt hefur í þess- um málum. Það vita allir, ekki síður stjórn Síldarverksm. ríkisins en aðrir, að síldarút- vegur landsmanna hefur um mörg undanfarin ár bjargað þjóðarbúskapnum frá bráðu fjár- hagslegu hruni. Til sönnunar því, að ásakanir þær, sem hér eru fram bornar séu á rökum byggðar, nægir að benda á þær fyrirgreiðslur, sem stjórn Síldarverksm. ríkisins veitti til þess að leyfi fengist til byggingar Hjalteyrar-verk- smiðjunnar sællar minningar. Flestum mun og í fersku minni afstaða verksmiðjustjórnar- innar til ,,Rauðku“-málsins á s.l. vetri. Þess skal getið sem gert er. Stjórn Síldarverksm. ríkisins mælti með því við ríkisstjórnina á s.l. vetri, að byggð yrði ný verksmiðja á Raufarhöfn fyrir næsta síld- veiðatímabil, sem ynni úr 5000 málum síldar á sólarhring, auk þess lagði hún til að vinnslu- afköst S. R. P., Siglufirði, yrðu aukin um 2500 mál á sólarhring. Kröfur um að byggð yrði ný verksmiðja á Raufarhöfn hafði stjórn Síldarverksm. ríkis- ins borizt mörg undangengin ár frá sjómönn- um og útgerðarmönnum, svo hún getur varla talizt frumkvöðull þeirar hreifingar, enda mikill vafi á að frá henni hefðu komið nefnd- ar tillögur, ef hljótt hefði verið um afstöðu hennar til ,,Rauðku“-málsins. Það munu allir fagna því, að stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins mælti með þessum við- aukum, en einnig víta harðlega þá þröngsýni, sem fram kom hjá henniiáminnstu ,,Rauðku“- máli. Þess er að vænta, að stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins sé nú búin að fá þá reynslu í þessum málum, sem dugar, til þess að gera hana meðmælta nýjum verksmiðjubygging- um eða öðru því, sem að athuguðu máli getur orðið til aukins hagnaðar fyrir íslenzkan bræðslusíldarútveg og iðnað. Hvernig gekk svo með verksmiðjubygginguna á Raufarhöfn og viðaukann við S. R. P., Siglufirði? Nýja verksmiðjan á Raufarhöfn gat ekki tekið til starfa fyrr en 6.—7. júlí, þá með mjög takmörkuðum afköstum (þess er áður getið hvernig þar var umhorfs). — Fullum vinnsluafköstum náði hún ekki fyrr en seint á síldveiðitímabilinu. Á Siglufirði varð viðaukinn við S. R. P. að mestu leyti óstarfhæfur í sumar. Við nýju verksmiðjuna á Raufarhöfn voru sett upp sjálfvirk löndunartæki (krani), af sömu gerð og á Djúpuvík og Hjalteyri. Ki'an- ar þessir hafa mælitæki í stað vogar. Það er almenn skoðun þeirra, er til þekkja, að með mælingunni sé útkoman mjög óhagkvæm fyr- ir síldarseljanda. Það er margt, sem bendir til að svo sé, t. d. að úr flytjara kranans fellur síldin úr talsverðri hæð ofan í mælikerið, og eftir því, sem hún verður eldri og meyrari þjappast hún betur saman, svo að í mæliker- inu verður meiri þyngd, en þegar síldin er ný. Vogin er ávallt öruggust, og með því fyrir- komulagi að síld sé ávallt seld eftir vigt, er girt fyrir allan ríg og rifrildi í framtíðinni, en af því hefur víst fengist nóg til þessa. — Margir höfðu gert sér þær vonir, að þegar Síldarverksm. ríkisins settu upp sjálfvirk löndunartæki myndu þær ótilkvaddar láta setja í þau vog, en sú von brást með öllu. Eigi sala síldar að miðast við þyngd í fram- tíðinni, verða síldarseljendur að beita sér fyr- ir því, að lögboðið verði að öll síld sé seld eftir vigt. Margir af þeim, sem skipt hafa við Djúpu- víkur- og Hjalteyrarverksmiðjuniar hafa sætt sig við mælinguna vegna þess, að löndun hefur verið þar greiðari en hjá Síldarverksm. ríkisins, aðallega vegna þess, að þær verk- smiðjur hafa haft tiltölulega fá samnings skip miðað við afköst. Sú afstaða, sem ríkisstjórnin hefur tekið til íslenzka síldarútvegsins er næsta torskilin, þar sem hann er stærsti burðarþolsásinn undir fjárreiðum ríkissjóðs. Það er hægt með fullum rétti að tileinka ríkisstjórninni bróðurpartinn af því tómlæti, sem stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefur sýnt í síldarútvegsmálum þjóð- VÍKINGUR 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.