Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1941, Blaðsíða 3
Dyrhólaeyjarviti. haust. Hann er 6,5 m. á hæð og stendur utarlega á Straumnesinu. Þegar Kálfshamarsvitinn nýi verður fullgerður, verða ljóstækin tekin úr gamla vitanum þar, og sett upp á Straumnesi. Að vísu verður þar ekki um mikið ljósmagn að ræða, en vitanum er aðeins ætlað að lýsa tiltölulega skammt, svo það á ekki að koma að sök. Aðrir vitar voru ekki reistir á árinu. Við Breiðdalsvík voru að vísu reistar inn- siglingavörður, sem Ijósum er lcomið fyrir í, sem bæði sýna leiðina inn á víkina og leguna, en þetta er aðeins bráðabirgðalausn þar til viti verður byggður á Selnesinu. Breyting á vitalögunum. Á árinu 1940 voru samþykktar nokkrar breytingar á lögunum um stjórn vitamála og vitabygginga. Breytingarnar eru þrjár: 1. Vitagjaldinu skal framvegis öllu varið til vitamála. Þetta er gömul krafa allra sjó- farenda, og svo sjálfsögð og sanngjörn að furðu gegnir, að hún skuli ekki hafa verið samþykkt fyrr. Udanfarin ár hefur veru- legur hluti af vitagjaldinu runnið í ríkis- sjóð, og hefur það dregið mjög úr nauð- synlegum nýbyggingum. Með þessum nýju lögum ætti verulegur skriður að geta kom- izt á þessi mál. 2. Formanni Farmanna- og Fiskimannasam- bands íslands er bætt við í nefnd þá, sem gera á tillögur um fjárveitingar til vita- mála. I nefndinni áttu sæti fyrir: Forseti Fiskifélags íslands, skólastjóri Stýri- mannaskólans og vitamálastjóri. 3. Einum nýjum vita var bætt við á skrá yíir vita þá, sem byggja á, á næstu árum, en það er ljósviti á Arnarstapa. Sá galli er þó á þessum lögum, að þau koma ekki til framkvæmda meðan styrjöldin stend- ur yfir. Vitalýsingin og stríðið. Vegna hernaðaraðgerðanna hefur orðið að slökkva á allmörgum vitum á s.l. ári, eins og kunnugt er. I sjómanna-almanakinu 1941, er skrá yfir þá vita, sem loga, og þannig frá skránni geng- ið, að hægt er að fylla út í hana þegar breyt- ingar verða, sem er mjög nauðsynlegt fyrir sjómenn að gera, því að þessum ákvæðum er alloft breytt. Vitastjórninni eru fullljósar þær hættur og þeir erfiðleikar, sem þessi skerðing á vitalýs- ingunni veldur. Sannarlega voru vitarnir ekki of margir fyrir, svo að nokkurn mætti missa, en hjá þessu varð þó ekki komizt, svo um það er ekkert frekar að segja annað en það, að auðvitað verður af hálfu vitastjórnarinnar gert það ýtrasta, sem hægt er, til að halda vitunum logandi sem flestum. Síðan sjómanna-almanakið var gefið út, hefur aftur verið kveikt á þessum vitum: Stafnesi, Sandgerði, Miðfjarðarskeri, Höskuldsey, Raufarhöfn, Bjarnarey, og ef til vill bætast við fleiri síðar. Reykjavík, 10. jan. 1941. Emil Jónsson. 3 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.