Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Blaðsíða 43
marzlok 1942. Þá liggur m.s. Sæfinnur undir Eyðinu, nýkominn frá Englandi. Veður var hvasst og fór vaxandi. Þangað kom þá, einnig frá Englandi, m.s. Kristján frá Akureyri, með sennilega brotinn milliás; lagðist hann ekki all- fjarri Sæfinni og gekk svo um stund. Þetta var að kvöldi og eins og áður sagt, fór veður nú vaxandi af norðaustri og varð að lokum ofsa- rok, og tók Kristján að reka, en vélin biluð. Fór þá svo að Sæfinnur veitti honum aðstoð um kvöldið og alla nóttina, og komst með hann inn á Vestmannahöfn og að bryggju daginn eft- ir. Var sjóréttur settur í málinu og var enginn ágreiningur fundinn í framburði skipshafna beggja skipanna, en kom ljóslega fram að hér hefði verið um tvímælalausa björgun að ræða. Þar eð þannig var ástatt með ,,Kristján“ að vélina gat hann ekki notað, ofsaveður á, er stóð á land og hefði sennilega engum togum skipt að báturinn hefði farið í land og þurfti þá ekki um sár að binda. Þetta átti svo að áliti fróðra manna, að heyra undir úrskurð stjórnar Samáb. ísl. fiskiskipa, og skyldi hún ákveða björgunar- laun. Hafði eg undirritaður ekki með málið að gera en naut aðstoðar annarra, sem afdráttar- laust töldu sig hlýta réttum lögum um málið, og höguðu sér þar eftir. Var svo kyrrt um sinn og frétti eg ekkert um ákvörðun stjórnar Sam- ábyrgðarinnar áhrærandi fjárupphæðinni, sem Sæfinnur skyldi hljóta fyrir tvímælalausa björg- un á ,,Kristjáni“. Mér lá það í léttu rúmi, hver upphæðin yrði, því það er persónuleg skoðun mín, að ekki beri að kref jast nema hins minnsta í slíkum tilfellum, hver sem í hlut á, og getur hver farið í sjálfs síns barm. „Sælla er að gefa en þiggja“. Á það hér við og má hver telja sig sælan, sem ekki verður fyrir óhöppum og tjóni. En tryggingar eiga að gera menn f járhagslega skaðlausa, þegar slíkt ber að höndum. En erfitt er að áætla iðgjöld fyrir ýmsar tryggingar á sjó, meðan veitt aðstoð og björgunarlaun eru ekki bundin innan skynsamlegra takmarka, en geta oft minnt á gamlar sjóræningjasögur, þeg- ar allt verðmæti var heimtað, þó að hinu sé sleppt, að bjóða skipshöfn að ganga fyrir borð með bundið fyrir augun, eða í annan stað skuli ekkert fyrir goldið, en bjargvætti boðið þjórfé, að lokum upphæð, sem raunar oft var búið að greiða í málskostnað margfalt, þegar smánar- boðið var birt. Eins og eg tók fram, lá mér persónulega í léttu rúmi hvað greitt yrði í björgunarlaun vegna „Kristjáns“. Eg hugsaði bara ekkert um það. Taldi það í góðra höndum. En atvik, sem snertir enn viðskipti við Samáb. ísl fiskiskipa, vakti mig af málinu. Þann 27. apríl 1943 fór Sæfinnur frá Vest- VlKINGUR mannaeyjum áleiðis til Englands með ísfisk- farm, en að morgni hins 29. s. m., nánar til- kynnt kl. 5.20) brotnaði skrúfuás skipsins. Hafði þá verið siglt rúml. V/2 sólarhring og vegalengd ca. 225 s. m. s. a. frá Vestmannaeyjum. Þetta var 29. apríl. Kl. 12.15 sama dag heyrði skipstjórinn á Sæfinni skeyti frá m.s. Ægi að það hafi heyrst til hans og skip muni koma á vettvang kl. 17—18. Kl. 18 var haft samband við b.v. Gylfa B.A. 77 er var að svipast um eftir Sæfinni, til að veita honum aðstoð Það tókst þó ekki og fór togarinn leiðar sinnar eftir nokkra tilraun. Leið svo dagurinn. Mun skipstj. togar- ans þózt öruggur um aðstoð v.s. „Ægis“ við „Sæfinn“, enda mátti treysta því að svo miklu leyti sem stóð í valdi skipherra og skipshafnar Ægis, sem hvorutveggja eru kunn að dugnaði við aðstoð og björgun úr sjávarháska. Nú var veður ekki vont en þó óslétt nokkuð og vindur ca. 4. Föstudag 30. apríl var beðið hvað verða vildi, en skipstj. Sæfinns taldi að m.s. Ægir væri á leiðinni, sem rétt var. Kl. 11.30 kom m.s. Eld- borg úr austri og tilkynnti að Ægir væri á leið- inni. Höfðu þau Ægir og Eldborg samband sín á milli og varð að samkomulagi að Eldborg byrj- aði að draga Sæfinn áleiðis til Vestmannaeyja þar eð Ægi væri í ca. 70 s. m. fjarlægð. Kl. 13.55 hófst svo drátturinn, en kl. 15.45 slitnaði drátt- artaug og var álit skipstj. beggja, að þar sem sjór nú var úfinn, þó vindur væri hægur, mundi dráttur erfiður með dráttartaug eins og hún var gerð í flýti, enda Ægir að nálgast óðum, og kom kl. 20.10. Sett var dráttartaug frá Ægir í Sæfinn og haldið á stað kl. 20.50 30. apríl. Eldborg hafði farið kl. 19.45 eftir drengilega viðleitni, sem meiri hefði orðið, ef þurft hefði, en nú hafði Ægir tekið við, með sterka dráttar- taug. Gekk ferðin svo sæmilega til Vestmanna- eyja. Vindur var hægur vestan, sjór allmikill. Komið var til VE. kl. 2.50 aðfaranótt sunnud. 2. maí. Vil eg svo áður en lengra er farið tjá skipshöfnum þeim, sem sameiginlega lögðu Sæ- finni lið, og eins öðrum þeim, er lið veittu, mínar beztu þakkir, þó ekkert verði frekar frá minní hendi. En þakkirnar seint fram komnar. Þegar þessi atburður gerðist um það ári síðar en Sæfinnur bjargaði Kristjáni frá að fara í spón við Vestmannaeyjar og krafa kom nú frá Skipaútgerð ríkisins um tafarlausa tryggingu fyrir björgunarupphæð kr. 100.000.00, ella mundi Sæfinni skilyrðislaust haldið kyrrum í Vestmannaeyjum, fór um mig hálfgerður kulda- hrollur. Því það er óvéfengjanlegt að skipin Magnús NK. 84, Narfi, Sæfinnur, Kristján og m.s. Ægir heyra öll undir ákvæði þau, sem Sam- ábyrgð Isl. fiskiskipa ber að starfa eftir og dæma samkv. lögum frá 11. júní 1942 þessu að- 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.