Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1944, Page 44
lútandi. Er þar skýrt fram tekið í kafla IV. 22.
gr. „Ef skip þiggur hjálp af öðru, vegna bilun-
ar á vél eða af öðrum ástæðum, greiðir vá-
tryggjandi kostnað af því í hlutfalli við vátrygg-
ingarupphæðina, að frádregnum 25%. öll skip,
sem tryggð eru samkvæmt lögum þessum, eða
af Samábyrgðinni, svo og öll skip, sem Skipa-
útgerð ríkisins eða ríkissjóður gerir út eða sér
um útgerð á, eru skyld til að hjálpa hvert öðru
úr háska. Greiðslu fyrir slíka hjálp verður ekki
krafizt eftir venjulegum björgunarreglum, held-
ur skal hún ákveðin af stjórn hlutaðeigandi fé-
lags, ef bæði skipin eru tryggð hjá sama félagi,
eða af stjórn Samábyrgðarinnar. Greiða skal
aðeins það fjártjón og þann tilkostnað, sem
hjálpin hefur bakað þeim, er hana veitti. Sbr.
einnig 13. gr. 3. málsgreinar, og aldrei getur
greiðslan orðið hærri en vátrygginagrupphæð
skipsins, sem hjálpina þáði. Ákvæði laga nr. 32,
9. jan. 1935 um hlutdeild skipshafnar í björgun-
arlaunum breytist í samræmi við ákvæði greinar
þessarar.
Er mér var tilkynnnt að mér bæri að veita
ábyrgð fyrir kr. 100.000.00 að mínum hluta, (en
það er ca. y3 björgunarlauna) brást eg við og
bað Sparisjóð Norðfjarðar að ábyrgjast kr.
70.000.00, sem minn hluta af hugsanlegum
björgunarlaunum, en það urðu endalokin að sú
upphæð skyldi tekin gild, en horfið frá kröf-
unni kr. 100.000.00. Varð mér nú að hugsa til
þess hvað Sæfinnur skyldi hljóta fyrir björgun
á Kristjáni frá Akureyri og fór að grennslast
um það og er mér sagt að stjórn Samábyrgðar-
innar hafi ákveðið, að það skyldi vera kr.
3000.00, þar í reiknuð laun skipshafnar Sæfinns.
Mun þetta nærri sanni að svo sé til ætlazt af
henni. En ekki hef eg gert mér ljóst hve mikið
ætti að greiða skipshöfninni. Eg hafnaði nú
þessu boði, og hlýt að vera ábyrgur fyrir því
þjórfé, sem átti að lenda í hlut skipshafnar Sæ-
finns, ef þess verður krafizt, en mér er ókunn-
ugt um, að íslenzkir sjómenn gangist upp við
þjórfé eða mútur almennt. Ennþá stendur á-
byrgð Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir mínum
hluta hugsanlegra björgunarlauna til Skipaút-
gerðar ríkisins og leyfi eg mér að geta þess, að
verði útgerð Sæfinns gert að greiða áðurnefnda
upphæð, er halli á rekstri hans 1943 ca. 65.000.00
kr. þrátt fyrir það þó hann sigldi 10 ferðir með
ísfisk á Englandsmarkað, en opinber gjöld er
greiðast áttu 1943 vegna tekna árið 1942 nema
kr. 94.000.00, en það ár voru skattskyldar tekj-
ur útgerðarinnar ca. kr. 127.000.00, þó með
nokkurri breytingu ríkisskattanefndar, þannig,
að nú er upplýst, að skattskyldar tekjur ákveð-
ist kr. 123.563.00 og lækka opinber gjöld í hlut-
falii þar af.
Skip þau, sem eg hef nefnt í grein minni hér,
skulu öll heyra undir sömu lagaákvæði, en hvers
vegna þarf þá að koma í ljós svona málsmeð-
ferð innan einnar og sömu stofnunar. Hvers-
vegna sannast að kostnaður við skil tjónbáta
eða björgunarlauna þarf að kosta hlutaðeig-
endur innan sömu félagsbanda í mörgum tilfell-
um stórfé, ef þá skilin nokkurn tíma fást. Hvers
vegna er krafizt ábyrgðar af einum aðila inn-
an viðskipta Samábyrgðarinnar, til tryggingar
öðrum aðila, innan sömu viðskiptareglna, en al-
mennt ekki. Hversvegna eru ekki allir jafnir
fyrir lögunum, lögum, sem til þeirra ná þó.
Eg er þess fullviss, að þeir sem að Samáb.
Isl. fiskiskipa stóðu í upphafi, hafa verið góðir
og nýtir menn og svo er enn, um þá sem nú eru
starfsmenn hennar. Þeir vilja vinna hugsjón-
inni, sem ligur til grundvallar tryggingu og ör-
yggi á sjó, allt það gagn, sem þeir megna.
Annað er það, hvort ákvæði Samábyrgðar-
innar ekki stangast svo á við aldagamlar venj-
ur, t. d. hvað snertir greiðslur fyrir aðstoð og
björgun að erfitt sé að fylgja því formi, sem
vart verður haldið, jafnvel þegar í hlut eiga skip
sem tryggð eru innan hennar eða skip, sem
Skipaútgerð ríkisins gerir út, og þó heyra undir
ákvæði Samábyrgðarinnar, hvað þá heldur al-
gerlega óviðkomandi skip og það máske annara
þjóða. Hér virðist því ástæða til að breyta til
og samræma ákvörðun um greiðslur við aðstoð
og björgun við alþjóðavenjur, þar sem máttur
Samábyrgðarinnar er takmarkaður, til að fara
nýjar brautir á því sviði og það hefur berlega
komið í ljós í ýmsum tilfellum að ósamræmi er
mikið. T. d. bjargar ,,Sæfinnur“ ,,Kristjáni“ og
skal fyrir það hljóta kr. 3000.00. I hinu tilfell-
inu þiggur Sæfinnur aðstoð Ægis, sem með sér-
stökum ákvæðum dvelur við Vestmannaeyjar
til aðstoðar fiskiflotanum. Máske þó einkum
heimabátum, en Sæfinnur er nú búinn að vera
óslitið við Eyjarnar 3—4 vertíðir og í nánu sam-
bandi við fiskveiðar þar, þar sem hann flytur
út ísaðan fisk, en nauðsynjar aftur til baka, kol
og salt o. fl. I seinna tilfellinu er Sæfinnur og
Samábyrgðin krafin um upphæð, sem skiptir
hundruðum þúsunda, ella skuli skipið kyrrsett.
Hér var látið kné fylgja kviði, og það gerði aðili,
sem með landslögum er háður sömu ákvæðum
og öll þau skip, sem hér hafa verið nefnd og
tryggð eru í Samábyrgðinni. „Skylt er skeggið
hökunni“, og bæði Samábyrgðin og Skipaútgerð
rikisins eru greinar á einum stofni. Það eitt að
veita banka ábyrgð þá, sem krafizt var, kostaði
eflaust helming þeirrar upphæðar er greiða
skyldi fyrir alla björgun Kristjáns frá Akur-
eyri, en þessari aðferð mun ekki almennt beitt
innan Samábyrgðarinnar. En eðlilegt tel eg að
196
VÍKINGUR