Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 2
Koi-t yfir Eimarsund, þar sem sýndar eru 3 sendi-
stöðvar í SA-hluta Englands og boglínur, sem út frá
þeim ganga. Að neðan sjást viðtækin, sem sýna stað
Parísarborgar, í'auð boglína nr. 156, 45 og græn bog-
líná nr. 673, 66. Hér er gert ráð fyrir, að viðtækin séu
í flugvél, sem flýgur yfir borgina, og auðvitað breytist
staða mælanna, jafnóðum og flugvélin færist úr stað.
ákvörðunum með boglínum af vissri gerð, svo-
nefndum Hyperbólum, og þar eð „Decca“ mun
verða það kerfið, sem mesta þýðingu fær fyrir
siglingar við Evrópu, verður reynt að gera
nokkra grein fyrir því hér.
Sérstök sjókort verður að nota við „Decca“.
,,Decca“-aðferðin er einskonar framvinda
radíómiðunartækninnar, sem lengi hefir verið
notuð. Notkun „Decca“-aðferðarinnar er því
skilyrði bundin, að skipið eða flugvélin hafi sér-
stök kort, þar sem svæðinu, sem sigla á yfir,
er skipt niður eftir alveg nýrri aðferð. Eins og
kunnugt er, eru í venjulegum sjókortum dregn-
ir lengdar- og breiddarbaugar, sem skerast und-
ir réttum hornum, og er staður skipsins í kort-
inu fundinn með tilliti til þeirra. 1 „Decca“-kerf-
inu er dregið í kortið net aftölusettumboglínum
(hyperbólum), sem skerast undir hvass- og sljó-
hornum. (Hyperbólur eru, sem kunnugt er, bog-
línur, sem myndast af öllum þeim punktum,
sem hafa sama fjarlægðarmismun frá tveim til-
teknum punktum).
Tilteknu punktarnir eru í „Decca“-kerfinu
tvær radíó-sendistöðvar, en þar eð til staðar-
ákvarðana þarf tvær samstæður af slíkum bog-
línum, sem skera hvor aðra, þurfa sendistöðv-
ai'nar að vera a. m. k. þrjár. Þessu er komið
66
VÍKINGUR