Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 5
Pálmi Loftsson: NYJU VARÐBATARKIR ocf ýmóar Lag-tei^ing-ar í fouí óamLandi Eins og lensendum ,,Víkings“ mun í fersku minni, birtist grein í janúarhefti blaðsins um hina nýja varðbáta, sem keyptir voru frá Bretlandi. Um þaS leyti sem febrúarblaSið fór í prentun, barzt ritstjóra löng grein frá hr. Pálma Loftssyni, forstjóra SkipaútgerSar ríkisins, með ósk um að hún yrði birt í blaðinu. Sér Víkingur enga ástceðu til að neita forstjóranum um rúm, og verður greinargerð hovs hirt hér á eftir. Svo sem lesendur munu ganga úr skugga um við lestur greinarinnar, kemur forstjórinn víða við og fjallar að miklu leyti um efni, sem snerta helzt til lítið hið umdeilda mál: Hœfni varðbátanna til strandgœzlu og björgunarstarfa. Af þeim sökum sér blaðið enga ástœðu til að svara grein for- stjórans lið fyrir lið, sízt af öllu þar sem svo er komið, að allir íslenzkir aðilar, sem um málið hafa fjallað, dæma skipin óhæf til björgunarstarfa og lítt nýtandi sem strandgæzluskip. Mun fullvíst mega heita, að ríkið verði losað við frekara tjón og vanda af skipunum. Hafa þessi dœmalausu kaup orðið þjóðinni cerið dýr, ekki sízt vegna þeirra tafa, sem á því hefur orðið að fá nothœf skip til umrceddra nauðsynjastarfa. Vcenta sjómenn þess, að dómsmálaráðherra, sem er mjög kunnugur þörfum sjávarútvegsins, taki mál þessi föstum tökum og greiði fram úr þeim með þeim hcetti, að landsmenn geti vel við unað. Forstjóri skipaútgerðarinnar rceðir hér á eftir mikið vm skipagerðir, og þá einkum kosti svo- netndra léttbyggðra skipa, en galla hinna þungbyggðu. Má mikið vera ef það eru allt spekinnar orð, sem hann lcetur sér þar um munn fara. Vceri fróðlegt að heyra álit skipasmiða vorra á þeirri kennslu í skipasmíðum, sem forstjórinn lcetur þeim í té. Hitt vceri heldnr ekki úr vegi, að grennslast eftir því, hvað skipaskoðun ríkisins hefur að segja um skoðanir hans á útbúnaði skipa. Þá er það mikið gleðiefni landsmönnum öllum, ef satt reynist, að bátar slíkir sem þessir, geti með tilstyrk RADAR-tcekis ,,séð síldartorfur í 10 mílna fjarlcegð, þráit fyrir þoku og náttmyrkur“, eins og for- stjórinn fullyrðir. Víkingur er sammála forstjóranum um það, að nauðsynlegt sé að hafa varðskip hraðskreið, svo að þau geti hceglega elt uppi fiskiskip, sem kynnu að brjóta landhelgislöggjöfina. En skoðun bhðsins er sú, að engu siður verði að leggja áherzlu á sjóhcefni skibanna, svo að þau geti bjargað hátum, sem eru í háska staddir af völdum veðurs. Munu flestir íslendingar, jafnt sjómenn sem aðrir, fremur kjósa hcefni til björgunar en gífurlegan hraða. Bezl er að sjálfsögðu, ef hvort tveggja gceti farið saman, og cetti það að reynast kleift. Vitað er, að mikið af skipum var smíðað á stríðs- árunum, sem bceði voru nokkuð hraðskreið og höfðu mikla sjóhcefni. Hugleiðingar forstjórans um ,,illvígan áróður“ gegn varðbátunum og ,,árásir“ á sig út af þessu máli og öðrum, snerta Víking lítið. Blaðið fordcemir hvers konar rógburð og illmœli um menn og málefni. Það mun hvorki veitast að forstjóra Skipaútgerðar ríkisins né neinum öðrum, af löngum til að draga niður af þeim skóinn persónulega. Hitt mun Víkingur kosta kapps um eftir megni, að halda uppi heilbrigðri og rökstuddri gagnrýni, hvencer sem nauðsyn krefur og hver sem í hlut á. Sízt af öllu getur blaðið þagað um þau mál, sem snerta hag og heill sjómannastéttarinnar í mjög ríkum mceli. Ritstj. Hvers vegna varðbátarnir voru keyptir. Á síðastliðnu sumri, þegar stríðinu lauk, var ástand varðskipanna orðið það slæmt, eftir samfellda notkun öll stríðsárin, að mjög aðkallandi var að senda Ægi til útlanda til þess að láta fram fara mikla aðgerð á vélum skipsins. Sæbjörg gat ekki gengið lengur en fram í októbermánuð, og þurfti þá að gera aðgerðir og end- urbætur á skipinu, sem vitað var, að mundi taka hálft ár eða meira. Þór hafði verið tekinn til fiskflutninga og skipinu breytt samkvæmt því. Það var því aðeins V I K I N G U R 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.