Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 10
ur! Nú herti hann á: — Þarna standa þeir við færin sín hér norður í hafi í tvöfalt meira frosti en þessum stirðning, berhentir í sokkunum og berfættir í vetlingunum — og sér þá ekki nokk- ur lifandi maður berja sér! ★ En ýmsir þeirra, sem aldrei réðu þilskipum, með vél eða án vélar, voru ekki síðri að áhuga en stórskipamennirnir. Oftast var það svo hjá útvegsbændum vestra, að þeir stunduðu ekki sjósóknina að staðaldri nema vor og haust. Þó voru margir þeirra það mikið gefnir fyrir sjó og veiðar, að þeir toldu ekki til langframa við landbúskapinn — ekki einu sinni um liásláttinn, en skruppu á sjó öðru hvoru sér til hressingar, og ýmsir miklu oftar en þeir þurftu til að hafa nýjan fisk eða nýlegan í soðið. Einkum var þeim lúðuveiðin freistandi, og veiddu þeir lúðu bæði á færi og haukalóð. Sögu þá, sem ég nú segi, hef ég heyrt af útvegsbónda einum á sunnan- verðum Vestfjörðum: Dag nokkurn á slætti fór bóndi til lúðuveiða og hafði með sér tvo stálpaða drengi. Veður var afbragðs gott, stillilogn og ládauður sjór. Þá er bóndi þóttist kominn á veiðislóð, lagði hann bátnum við stjóra. Síðan beitti hann öngul sinn og hafði beituna væna og veiðilega. Virti hann hana fyrir sér með velþóknun og hefur sjálfsagt gert sér góðar vonir um að fá á hana einn þeirra fiska, sem taldir hafa verið fiska fegurstir hér við land. Svo fleygði bóndi öngli og lóði fyrir borð, renndi og tók grunnmál, en hugðist síðan tylla sér á hástokk bátsins. En þá varð honum það á, að setjast of utarlega, og fór hvorki betur né verr en svo, að hann steypt- ist aftur á bak og fór á bólakaf. Drengirnir æptu, og féllust þeim hendur af ótta og undrun. En brátt sáu þeir, hvar upp skaut höfði bónda — rétt við bátinn. Hann greip báðum höndum um hástokkinn ,og þá er hann hafði blásið frá sér gusu af sjó, tók hann andköf, en mælti síðan af miklum móði: — Blessaðir drengir! Dragið þið strax upp stjórann! Hér er ekki nokkurt lifandi kvikindi — eintómur skeljasandur! ★ Þá er hér saga um áhugasaman háseta: Það var á vordegi vestur í Arnarfirði. Bóndi nokkur var á sjó með húskarla sína. Það var góður afli á lóðina, og var kapp í öllum. Bóndi beitti út, en einn af húskörlum hans dró, ákafa- maður með afbrigðum. Vildi þá hvorki betur né verr til en að einn öngullinn, er bóndi hugðist draga til sín, slóst upp í nös dráttarmannsins, sem bograði og ætlaði að gogga fisk, en áherð- ingur var á beitingarlóðinni, og stakkst öngull- inn þegar upp fyrir agnald og í gegnum nas- vænginn. En nú kom formaður til skjalanna, greip hníf og hugðist skera tauminn af öngul- spaðanum og sméygja síðan önglinum úr sár- inu með lempni. Þá brást dráttarmaður reiður við og kallaði hátt: — Rífðu bara út úr, rífðu bara út úr, maður! Sérðu ekki fiskinn við 'borðið og.i kafinu, einn tveir þrír! Rífðu bara út úr, segi ég! ★ Jafnvel þá er íslenzkir fiskimenn stunda ekki veiðar, heldur eru í siglingum með fisk, sem keyptur er í skipið í veiðistöðvum vélbáta, sækja þeir starf sitt af hinu mesta kappi. Það sýnir glögglega saga sú, sem ég hef heyrt fyrir ekki ýkja löngu, og þó að ég hafi frétt hana á skot- spónum, þá getur hún mætavel verið sönn. Einn af þeim skipstjórum, sem nú ráða hér stórum og myndarlegum skipum, er maður geipihár vexti og með afbrigðum þrekinn, enda er honum vel í skinn komið hin síðari árin. Hann er því hinn vörpulegasti, og svipmikill er hann og vasklegur, svo að af ber. Ilann er og heldur ekki neitt dusilmenni, og ágætlega fiskar hann, þegar hann stundar veiðar. Sagan segir, að eitt sinn sem oftar, eftir að styrjöld sú hófst, sem nú er tiltölulega nýlokið, hafi hann verið í brezkri höfn með fiskfarm, og hafi þá þannig farið, að þegar losvinnutími hjá verkamönnum var úti, hafi raunar verið búið að losa skipið, en hins vegar ekki verið komnar um borð í það vistir og annað, sem nauðsynlegt var til heim- fararinnar. Flóð var um kvöldið, og sá skip- stjóri, að hann mundi ekki komast út úr skipa- kvínni fyrr en eftir fullan sólarhring, ef af- greiðsla biði til morguns. Þetta þóttu lionum mjög slæmar horfur, og þaut hann nú til þeirra, sem áttu að annast afgreiðsluna, og reyndi hann bæði með bænum og fortölum að fá þá til að afgreiða skipið strax. En liann fékk nei ofan í nei. Þá tóku að ýfast skapsmunir skipstjóra, og hafði hann svo eitthvað óvægilegri orð um mál- ið heldur en hann hafði áður notað, en allt kom fyrir ekki. Og nú fór hann í sinn versta ham. IJann rétti úr sér, sem hann mátti og gnæfði mjög yfir smámenni þau, sem þarna voru sam- an komin. Hann brá reksleggjum sínum á loft til áherzlu og þrumaði yfir dvergunum. Kvað hann það helvíti hart, að hann og hans skips- höfn hættu lífi sínu til þess að færa Bretum mat og styðja þá til sigurs í styrjöldinni, en brezkir verkamenn og verkstjórar létu sinn hlut eftir liggja, þó að yfir fjölda heimila rigndi eldi og brennisteini, en miljónir brezkra þegna stæðu með vopn í hönd á ótal vígstöðvum og brezkir sjóliðar, sjómenn og flugliðar gætu sér hróður um heim allan. Sagði hann réttast, að sjálfur Churchill fengi að vita um hátterni og 74 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.