Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 11
sigurvilja slíkra manna sem vei-kamanna þess- ara og þeirra, sem yfir þeim ættu að segja, manna, sem ætluðu sér að tefja skipið svo mjög, að það mundi muna brezku þjóðina á annað hundrað smálestum af hollum og góðum fiski. Slíkt hátterni heyrði beinlínis undir skemmdar- starfsemi, og væri óforskammað að láta það líð- ast, enda skyldi ekki sitja við svo búið, heldur mundi hann rjúka strax af stað og hringja Church'ill upp í síma og segja honum allt af létta. Brá skipstjóri síðan við sem harðast og skundaði á brott, rismikill og til alls líklegur. En hann hafði ekki langt farið, þegar maður kom á sprettinum á eftir honum og sagði hon- um það, að forráðamönnunum hefði nú snúizt hugur — og hefði verið ákveðið, að skipið fengi fulla afgreiðslu þegar í stað. Og eftir nokkrar umleitanir og allmikla eftirgangsmuni, lét skip- stjóri sefast, lofaði að hætta við að kæra fyrir Winston Churchill og sættist heilum sáttum við hina skelfdu Breta, sem allt vildu nú fyrir hann gera! ★ Til eru — og hafa ávallt verið til — þeir sjó- sóknarar, sem ekki eru sérlega fljótir til, en reynast þó vel bæði við aflabrögð og í fang- brögðum við reiðan Ægi, þegar þeir eru á annað borð búnir að hafa sig í að leysa landfestar. Bræður tveir áttu sexæring í félagi, og var talið, að þeir væru báðir heppnir aflamenn og góðir stjórnarar, en annar þeirra var sívökull og vildi tefla á tæpasta vað um sjósókn, en hinn var heldur seinn til og jafnvel værukær, þegar verið höfðu ógæftir um hríð og hann eins og kominn út úr þungum straumi áhugans við veiðarnar.. Hins vegar stóð ekki á honum að sækja með harðfylgi og hafa sem flestar lóðir, þegar sjóveður var að jafnaði. Eina nóttina var hinn fljóthuga og árvakri að nudda í bróður sínum að róa. En hinn mak- ráði var seinn í svörum og ófús til farar. — Þú hefur þig þó alltaf úr rúminu og hérna út í dyrnar til að athuga veðrið! sagði kapps- maðurinn. — Þarf þess ekki bróðir! Finn það á mér, að hann er allur bólginn í bak og fyrir og skellir úr sér forsmáninni áður en varir! — Þú sviptir þér bara fram úr og ert ekki með neitt bölvað slúður, já, dembir þér í vet- fangi fram í dyr! — Andskotann heldurðu að ég þurfi þess, þeg- ar bitrasta hafvind leggur gegnum margfaldan torfvegginn, súðina og sængina, skinnið, holdið og beinið og heilt inn í merghol! Nú gafst sá fljóthuga alveg upp í þetta skipti. Annað sinn var það, að hann sagði við þann seinláta: — Ég væri víst ekki að gnauða á þér, ef þú ættir ekki helminginn í bátnum! Hinn svaraði þegar í stað: — 0, far þú bara á þínum helming og komdu með hlaðafla! En ég læt minn vera í hrófi í dag — og hana nú! ★ Þá hef ég heyrt getið um sjómenn, sem sáu alls staðar voða, þegar ekkert var athugavert, já, sáu hreinar og beinar ofsjónir, sumir, en minntust engu orði á háska eða hættur, þegar í vont var komið, voru þá jafnvel flestum mönn- um rólegri. Einn var það, sem sagði, þegar félagar hans höfðu orð á því við hann úti á sjó, að mikið væri nú veðrið blítt og fagurt: — Já, það segið þið, og þið segið það, mistur í lofti eins og rétt sé óskollið yfir allra versta gjörningaveður, sólin rauð eins og vígahnöttur og sjórinn ámóta og blóðvöllur, þar sem slátrað hefur verið tuttugu fullorðnum sauðum! Sami maður heyrðist svo tauta fyrir munni sér á bráðalensi í vondu veðri, þegar skipið sat í tóftinni og freyðandi brotveggir voru til beggja hliða: ■—■ Fallega skauta þær núna, og skemmtilegur er hann alltaf rómurinn þeirra! ★ Eitt sinn var það á skútu vestra, að maður, sem var svipað gerður, kom upp úr hásetaklef- anum að næturlagi seint í ágúst. Skipið var langt undan landi, veður með afbrigðum blítt og gott, rétt aðeins hæglætis gola, fullt tungl á lofti og stóð vor í rofi. Þegar maðurinn var V I K I N G U R 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.