Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 16
horfið í sandinn. En fyrir skömmu blés sand- inn .svo burt, að sást á aðra hlið skipsins. Sagð- ist Helgi hafa tálgað í það og ekki orðið var við neinn fúa. Sandurinn geymir svona vel. Á heimleiðinni benti Helgi mér á staðinn, þar sem lík ensku sjómannanna þriggja fundust í fyrra vetur. Þeir urðu örmagna og lögðust fyr- ir til að deyja. Tveir þeirra voru saman, höfðu lagzt utan í sandhól. Það voru ungir menn, véla- menn eftir fötum þeirra að dæma. Sá þriðji átti ekki ýkjalangt eftir að komast heim að Sléttabóli, sem er næsti bær (um 14 km. frá ströndinni) og sá eini, sem um er að ræða á þessum slóðum þangað til kemur að Fossi. Þessi þriðji var að sögn skipstjóranna bátsmaður, feitlaginn, roskinn maður. Á leiðinni var ég að reyna að setja mig í spor þessara manna, þrammandi alla þessa óraleið, líklega í háum gúmmístígvélum, blautir og hraktir, — og ís alls staðar undir vatninu, því að frostlaust var, — hafandi ekkert við að styðjast nema að stefna á fjöllin, ef þeir þá hafa séð þau. Daginn eftir átti bíllinn að flytja grjót niður í fjöru til að nota stöplana, því að ekki veitti af að spara sementið. Var ætlunin, að hann færi fleiri ferðir þennan dag. En rigning var og súld. og hefur bílstjórinn víst misst s.iónar af vegvísunum. bví að hann fór út af réttri leið með beim afleiðingum. að bíllinn fór á kaf í sandblevtu. Varð bílstjórinn að fara gangandi niður á fjöru að fá menn til hjálpar. Fóru þeir með ýmsar tilfæringar, svo sem tré og „tékka“. urðu að fleygja öllu grjótinu af bílnum, en hann hafðist upp úr með miklum erfiðismunum og kom að Fossi seint um kveldið. Má af þessu ráða nokkuð í, við hve mikla örðugleika er að etja þarna um allar framkvæmdir. Ég var þarna á ferð á albezta tíma ársins og fannst mikið til um allt. en hugsið ykkur, þið, sem þessar línur kunnið að lesa, erlenda menn, sem ekkert þekkja til staðhátta, standa þarna á auðninni, rennvota frá hvirfli til ilja, ef til vill í hörkufrosti um hávetur. Því að oft kom- ast menn lifandi í land, ef þeir bíða eftir út- fallinu. Þegar svo upp á sandinn kemur, lenda þeir í vötnum og sandbleytum, eða þeir frjósa í hel. Slysavarnafélagið og kvennadeildir þess hafa þegar látið reisa þarna mörg skipbrotsmanna- skýli. Þar á að hafa þurr föt og matvæli, einnig leiðarvísa á ýmsum tungumálum og leiðbein- ingar um, hvernig menn skuli haga sér til að láta vita af sér o. fl. Þetta mikla og göfuga starf Slysavarnafélagsins verður seint fullþakk- að, og má þá ekki gleyma kvennadeildum þess, sem hafa látið þessi mál mjög til sín taka og BD gefið heil skýli fullsmíðuð. Slysavarna,félagið vinnur að því, að slík skipbrotsmannaskýli verði reist sem víðast á ströndum landsins, en þó fyrst og fremst á hinni hættulegu og óbyggðu suðurströnd, þar sem skipsströndin hafa verið hvað tíðust. Þess er því óskandi, að félagið komi þessum, sem og öðrum fyrirætlunum sín- um í framkvæmd, sjófarendum til blessunar og þjóð vorri til sóma. Bíreddur er sjóinn snerta og fiskóveiðar 1. Ekki má telja stjörnurnar, því þá farast jafnmörg skip og stjörnurnar, sem taldar voru. 2. Ekki má kasta lús í sjóinn. Þá kemur haf- rót og týnast mörg skip. 3. Ekki má blístra á sjó- Þá gerir manndráps- veður. 4. Ekki má kveða þessa vísu á sjó: Komdu, og hvesstu, Kári minn, komdu versta með garðinn, svo að flestir fái um sinn, fyrðar beztu landtökin, því að þá gerir afskapaveður. 5. Ekki má ráða reyðarfiski bana. Það er stakasta ólánsmerki. Elnu sinni lentu sjómenn í illfiskavöðu, en það vildi þeim til lífs, að reyð- arfiskar komu þeim til hjálpar og bældu ill- hvelin undir sig, svo þeir gátu komizt undan. Um leið og þeir héldu burt, kastaði einn skip- verja steini til eins reyðarfisksins, og lenti hann í blástursholunni á honum. Þá gat hvalur- inn ekki andað og sprakk skömmu seinna, en maðurinn varð ólánsmaður alla ævi eftir þetta. 6. Ekki má hámeri sjá alla skipverja á skipi því, sem hún er dregin á, því þá er einhver feig- ur á skipinu- Það er því siður sjómanna, að minnsta kosti í Fljótum nyrðra, að stinga úr henni augun, áður en hún er innbyrt. 7. Þá er fiskár fyrir höndum, þegar mikið af haftyrðlum sézt upp við land. 8. Það þótti gott ráð við sjósótt að gleypa lif- anid smásilunga. 9. Þegar írauðar rákir eru í hákarlsvöðvum, halda menn að það sé viss passi, að hann hafi etið mann. Stundum eru líka rauðleitar tætlur í ýsuvöðvum, og halda menn þá líka, að hún hafi etið mannakjöt. 10. Hegraklær voru taldar hafa mikla nátt- úru. Ef sjómenn hafa hegraskó undir ilinni, þegar þeir róa, þá stingur klóin þegar fiskur er undir. 11. Það er við sjósótt, að skera grassvörð úr kirkjugarði og láta í skó sína áður en á sjó er farið. (Þjóðsögur). V í K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.