Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 34
FERÐAKISTAN, Stjórnendur norskra siglingamála hafa allt- af verið hreyknir af því, hve framarlega þeir hafa jafnan staðið í öllu er lýtur að fullkcmn- un og endurbótum á björgunartækjum og út- búnaði lífbáta. Það hefur áður verið minnzt á hinn nýja gúmmíklæðnað, sem áhafnir margra norskra skipa eru nú búnar, og ýmsar aðrar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið, ef verða mættu til aukins öryggis skipverja, þegar hættu ber að höndum. Framfarir þær, sem orðið hafa á sviði loft- skeytatækninnar, hafa einnig orðið þýðingar- miklar tii öryggis og björgunar mannslífa á sjónum. Stjórnandi loftskeytadeildar „Nortra- chip“, H. B. Andresen, hefur í viðtali við „Norsk Tidend“, gefið ýmsar athyglisverðar upplýsing- ar um hin sjálfvirku loftskeyta-senditæki, sem norsk skip eru búin. Nor'ömenn hófust mjög snemma handa um útvegun sjálfvirkra iífbáta-senditækja, og voru hin fyrstu tekin í notkun í byrjun ársins 1941, eða strax eftir að þau voru fullreynd. Nú eru fleiri hundruð norskra skipa útbúin slíkum tækjum, og sum þeirra jafnvel tvennum. Senditækin voru búin til í Englandi, en nokk- ur hluti þeirra hefir verið sendur norskum skipum í Bandaríkjunum. Þegar um útbúnað lífbáta og fleka er að ræða, verður fyrst og fremst að taka tillit til hins takmarkaða rýmis. Og samkvæmt hinum nýju reglugerðum um útbúnað þeirra, er það orðið allmargt, sem þar á að vera, en fyrst og frernst verður þó að sjá fólkinu fyrir sæmilegu rúmi. Hinn nýi sendir er byggður í handtösku, 23 þuml. langri, 161/2 þuml. breiðri og 10 þuml. hárri, og vegur hún 25 kg. Loftnetsútbúnað’ er mjög auðvelt að koma fyrir í siglutoppnum, og eru útsendingarskilyrði betri eftir því sem loftnetshæðin er meiri frá sjó. Slík sendifeeki er ekki hægt að hafa föst í bátnum, og verða bví að vera létt og auðveld í meðförum. Tækin eru geymd á heppilegum og aðgengilegum staö á skipinu, svo að fljótlegt sé að koma þeim í hvern lífbátanna sem hentugast þykir. Einn eða fleiri af skipverjum verða líka að geta hugs- að um tækið. Á loftskeytaskólanum er nem- endum kennd meðferð tækjanna, svo að þeir geta síðan kennt öðrum u.m borð í skipursum. Annars ei' meðferðin mjög einföld. Tækið send- ir út S. 0. S. og miðunarmerki, sjálfvirkt, og sé loftskeytamaður um borð eða einhver sem kann að senda morse-merki á lykil, getur hann sent út þær tilkynningar, er þurfa þykir. Kistan er vatnsþétt, og sé ekki tími tii að koma henni í bátana, má fleygja henni í sjó- inn og taka hana þar síðar. En hún flýtur þannig, að handfangið snýr upp. Senditækið er svo einfalt í notkun, að hver maður getur lært að nota það á skömmum tíma. Senditæki þessi eru nokkuð langdræg. Við tilraunir var hægt að miða þau 150 mílna vega- lengd, og til þeirra heyrðist í 300 mílna fjar- lægð. En hægt mun vera að treysta á helming þessara vegalengda til jafnaðar. Hinar sjálf- virku útsendingar standa yfir í 2 mínútur, en stöðvast svo af sjálfu sér. Þegar maður vill hefja útsendingar að nýju er tækið sett af stað sem fyrr. Undir flestum kringumstæðum ætti ekki að nota tækið oftar en einu sinni á klukku- stund, þar sem rafhlöður þær, sem í tækjunum 9B V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.