Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 42
Ragnar V. Sturluson: Afstaða íslendinga til GRÆNLANDS Eftirfarandi grein hefur Víkingnum borizt frá Ragnari V. Sturlusyni á Hreggsstöðum á Barða- strönd, ásamt eindregnum tilmælum um að hún verði birt í blaðinu. Sér Víkingurinn ekki ástæðu til að skorast undan þeirri ósk. Lítur hann svo á, að nú á næstunni hljóti að fara fram um- rxður um Grænland og opnun þess, þar sem málið verður atlvugað frá ýmsum hliðum. Þetta er efni, sem íslenzk sjómannastétt hlýtur að láta til sín taka. I. Ummæli nokkur eða öllu heldur skoðauir, sem fiam hafa komiö í blöðum, þar á meðal sjómannablaðinu Víkingur, um afstöðu okkar Islendinga til Grrenlands í sambandi við uppgjör vort við Dani, að því leyti, sem hin myrka þögn þar um liefur veriö rofin, liafa komið mér til að reyna boðna gestrisni blaösins í fyrirvara þess um grein dr. Jóns Dúasonar í 10 tölublaði þess 1945, og beiðast rinns fyrir mínar leikmannlegu skoð- anir, um þessi örlögvarðandi málefni íslands, sem ég vil reyna að láta í ljós í eftirfarandi greinarkorni. Hvað veldur því, að þeir fslendingar, sem rætt hafa um rétt okkar til Grænlands, hafa margir hverjir gert það með hálfum huga og í óljósum orðum? Hvað varnar Islendingi að kveöa þarna greinilegar að orði? Er hin háskalega minnimáttarkennd okkar gagnvart Dönum ennþá svo ríkjandi í hugum leiðandi manna okk- ar, að þeir ]>ori ekki að tala öðru máli en rósamáli um þessi efni, af óttrf við að styggja einhverja Dani? Eða, sem eg vil síður gera ráð fyrir, hefur hin blekkingarfulla barnalærdómsþekking vor á seinni áratugum, um sögu Grœnlands, mótað svo liugi vora, að vafinn um réttindi vor til Grænlands, leggi jafnvel leiðandi mönnum vor- um, sein mikla menntun Iiafa þó fram yfir fjöldann, liaft á tungu, að tala svo um þessi mál, sem dulin li.ióð- ræknisþrá þeirra og löngun mundi bjóða þeim? En því brvnni nauðsyn ber nú til að svifta hulu þessa þekkingarleysis frá sjónum þjóðarinnar, sem nú ligg.ja fyrir hinar skýrustu sögulegar rannsóknir um þessi mál í ritverkum dr. Jóns Dúasonar, og allir þeir Islendingar eiga aðgang að, sem þá þjóðrækni vilja sýna að gefa gaum að þeim, og með því öðlast ])á þekkingu, sem mjög hefur falin legið um þessa hluti vegna sögufalsana danskra sýndar-spekinga, og mjög hefur gert ýmsum auðtrúa mönnum vorrar þjóðar glýju í augu hin síðari ár. f ritverkum dr. J. D. eru dregnar fram ótal lieim- ildir fyrir því hvernig íslendingar fundu Grænland og Norður-Ameríku-eyjar og unnu landsréttindi vfir ])essum svæðum án þess að ræna þeim frá nokkurri þjóð; og það er vegna afleiðingar þeirrar þjóðskipu- lagsbreytingar, er þeir tóku erlendan konung yfir lög þau, er batt þjóðfélag þeirra saman, jafnt á Grænlandi og Yestureyjunum sem íslandi, að þjóðfélagsþróun þeirra þar vestra varð með þeim hætti, að þeir gleymdu ]),jóðmenningu sinni að mestu og tungumáli og blönduðu sér við liinn fámenna hóp Skrælingja, sem nú eru livergi til, og tóku upp mál þeirra og siði og urðu að því fólki, sem nútíminn nefnir Eskimóa, en eru beinir ættmenn vorir samt sem áður, tengdir okkur sterkari blóðböndum en nokkur annar kynþáttur á jörðunni, þótt mál og sumir siðir hafi skilið í milli um nokkra mannsaldra og vilt oss sýn, svo að ýmsum Danaveldis- sinnum hefur um sinn tekizt að blinda augu vor með moldviðri staðleysublekkinga og rangfærzlna um afdrif landa vorra á þessum slóðum. Enda er skiljanlega liægt um vik, er atliuguð er hin megna óbeit og fyrilitning, sem áar vorir hafa eftirlátið oss á þeim vesallegu frummönnum, sem þeir kölluðu Skrælingja og fyrir voru á Jiessum ísliafssvæðum, en ])eir konungsþjónar er Grænland sigldu uppi á 18. öld, og ekki kunnu íslenzku, töldu þar eina -vera og útrvmt hafa löndum vorum, (og hefði þá raunar lítið lagzt fyrir kappana) vegna þess að mál og atvinna var öll önnur en þeir þekktu af bókum eða bjuggust við. Er smám saman liefur verið hægt að læða því imi í vitund vora, að Eskimóar væru snina fólk og Skvæl- ingjar, þarf lítt að furða sig á að við vildum ekki við þá kannast og stæðumst vart reiðari, en ef vér vorum heiðraðir nafni þeirra. En svo mjög sem allar sögurannsóknir Dana í Græn- landi (Islendingar hafa ekki fengið þar nærri að koma) hafa lagt fram gögn, sem vitna gegn þessum kenningum (fyrir þá er kunna rétt úr að lesa) hefir þó þá dansk- 1D6 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.