Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Side 43
veldissinnuðu fræðimenn, er þama hafa að unnið, ekki
klýjað við að skálda upp heilt þróunarkerfi um menn
á þessum slóðum. Vafalaust, að því er helzt verður
skilið, til þess að reyna að þurrka íit allt, sem minnir
á áhrif og eignarrétt íslendinga á þessu landi, þ’ ert
ofan í allar sögulegar staSreyndir, auðsjáanlega í þeim
tilgangi einum að reyna með því að brjála svo vitund
umheimsins um þessi mál, aS réttarrán þeirra á landinu
öðlist löghelgi í augum þeirra er lít-t þekkja til, og
ennfremur stinga Islendingum svefnþorn um hinar eðli-
legu skyldur þeirra (Isl.) í þessum málum. Þetta sann-
ar m. a. nafngift þeirra á löndum vorum í Græniandi
til forna, aS kalla þá Nordboer og spinna upp sögur
um útdráp þeirra af Skrælingjum. Ennfremur að koma
þeirri kenningu á loft að Eskimóar séu Skrælingiar.
Má hver lá mér sem vill, þótt ég geti ekki fremur en
dr. Jón Dúason fallist á slíkt framferði sem heilbrigSan
grundvöll undir norræna samvinnu.
En er þá þetta réttarbrot Dana á Islendingum, hvað
Grænland snertir nýtt fyrirbrigði um afstöSu þeirra
gagnvart þeim?
Minnumst þess, að enn er eigi ökl liðin frá útgáfu
stöSulaga þeirra varðandi fsland, sem áttu að reka
endahnút á tilraun Dana til aS gera fsland að nýlendu
sinni (land, sem þó var löglegt réttarríki sérstæðrar
þjóðar að öllu formi) og voru komnir langt í því verki
sínu, að brjála vitund íslendinga sjálfra, hvaS þá held-
ur annara þjóða, um rétt þeirra til aS ákveða réttar-
stöðu sína og þjóðskipulagsform sjálfir.
Tómleika vorn um réttarstöSu Grænlands má því
fyllilega telja hliðstæðan viS þann efa, sem þó nokk-
uð víðtækur var orðinn hjá oss á einokunartímanum og
lengur, um réttindi vor til sjálfstæSis. ÞaS má því segja,
að vér séum tæplega vaxnir upp úr illgresi áþjánarinnar
ennþá.
II.
Það er ekki tilgangur minn að sverta dönsku þjóð-
ina með þeim ummælum, sem eg hef hér haft, né ásaka
núlifandi Dani, sem þjóS, fyrir þau rangindi og þá
kúgun, sem valdamenn þeirra og fjárbraskarar beittu
oss á umliSnum öldum með hjálp konunga vorra og oft
innlendra ráðamanna vorra, því miður. Staðreyndir sög-
unnar liverfa ekki af sjónarsviðinu þótt margir kunni að
vilja gleyma þeim, því aS altaf geta einhverjir orðiS
til að draga þær fram í dagsljósið á óvæntan hátt.
Hitt væri sönnu nær að reyna heldur að gera sér prcin
fyrir hvert sú þróun hafi stefnt, sem svo fast knúði
dyra hjá oss íslendingum á liSnum öldmn og enn í dag,
hvað Grænland snertir, í mynd danskrar yfirdrottnunar.
MaSur getur fengið góða liugmynd um það með
því að rýna í rit Jóns ASils um Einokunarverzlun
Dana á íslandi. Það sýnir hvernig konungar Danaveldis
reyndu að skapa þungamiðju í riki sínu til þess að
styrkja fjáraflaplön konungsættarinnar og mynda rík-
iskjarna innan veldisins, sem aftur tryggði konungin-
um meiri möguleika á aS halda veldi sínu saman og
aúka þaS.
Þetta var byrjun á dönskun alls veldisins. Danaveldi
var samsett af mörgum þjóðlöndum, sem mynduðu sam-
eiginlegt veldi utan um persónu konungsins. Samruni
liinna dönsku þjóðlanda, eSa það, sem við nú köllum
Danmörku, varS auSveldastur vegna nálægðar þeirra
hvers við annað, og svo að segja sömu tungiunál og at-
vinnuhætti. En ])etta gekk ver með hin fjarlægari ]).) óð-
lönd, svo sem hinar þýzkbyggðu Hansaborgir og hertoga-
dæmi, aS maSur ekki tali um Noreg og ísland.
En þessi hugsjón varð til og tók á sig töluvert
áþreifanlega mynd veruleikans, sem í höndum viturra og
hugsjónaríkra framkvæmenda hennar hefði getað skapað
hetri afleiðingar fyrir þessar samveldisþjóðir. En hún
gerSi þaS ekki vegna þess, að aðal-áherzlan var lögð
á að arðræna og skattpína hina fjarlægari hluta veld-
isins til þess að byggja upp ríkiskjarnann, sem þarna
varð Danmörk, og á tímabili gerði hana að einskonar-
miSstjómarríki gagnvart öðrum ríkjum í veldi konungs.
Og það er þessi aðstaða Dannierkur, sem varð okkur
hættuleg og náði hámarki örþrifatilraunarinnar með
stöSuIögunum. En hún hefur einnig boriS í búk sínum
banamein Danaveldis, sem samveldis þjóðarríkja um per-
sónu konungs. Og þótt sýnu seinna hafi að borið sund-
urlimun þess en til stóð, þá er nú svo komið að þessi
])róun hlýtur brátt aS vera á enda.
Innan þessa veldis eru nú ekki eftir utan Dan-
rnerkur annaS en Færeyjar, sem voru norskt skattland,
— og nokkur liluti hins íslenzka þjóSf jelagsvalds, Græn-
land, sem haldið er þar með ofbeldi fyrir utan öll lög
ng rétt.
Þetta er orðin þróun hinnar miklu dönskunar, sem
Danakonungar hófu.
Þjóðir Danmerkur hafa runnið saman í eitt í at-
vinnuháttum, menningu og máli aS mestu, og líkiega
er það gott, en þeir Danir horfa of mjög aftur, sem
halda að Færeyingar eða Grænlendingar geti orðið
danskir.
Það eru einmitt þessi afturhaldssjónarmið ýmissa
danskra manna, sem hafa ráSið afstöðu hinnar dönsku
þjóðar til okkar íslendinga fyrr, og nú síðast kulda
þeim, er þeir sýndu okkur við lýðveldisstofnunina. ÞaS
eru þessir menn, sem vilja gera Færeyinga danska,
Grænlendinga að Skrælingjum og land þeirra danskt, og
einnig okkur fslendinga, ef þeir hefðu getaS. Og það
sem verst er, er að svo virSist oft hafa aðborið, að
danska þjóðixi sjálf hefui' virzt láta blekkjast af hug-
sjónum þessara manna, og ekki gert sér l.jósa grein
fyrir því, hvaSa þróun hefur skapað tilveru hennar,
og að einmitt menningarstig það, er hún stendur á,
leggni' henni þá skyldu á herðar, að bæta fyrir þau
brot er feður hennar hafa framið á liinum fyrrverandi
minni máttar ])egnum konungs hennar. Þetta er fyrsta
jákvæða sporiS, sem lmn getur stigið,ef liún kærir sig
um að leggja heilbrigSan grundvöll undir norræna sam-
vinnu. Og þetta er aS losa sig við löngunina til að
danska það, sem aS eðli til aldrei liefur veri'S danskt.
Afhenda Færeyingum sjálfstæði sitt og afhenda íslandi
V í K I N □ U R
107