Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 45
H. A. Forster: HjcAHarinn úr 4júfzinu RAGNHEIÐUR VIG FÚ S D PTTIR ÍSLENZKAÐI Það var haustið 1944, við lok fimmta styrjaldarársins. Brezki kafbáturinn Tripod var kominn heim úr för við Noregsstrendur, og áhöfnin um það bil að stíga á land í verðskuldað orlof, þegar foringinn, Cain kapteinn, fékk skipun um að mæta hjá flotaforingjanum. Hinn smávaxni, gráhærði aðmíráll tók unga liðsforingjanum vingjarnlega. „Hafið þér nokkurn tíma komið til Sark?“ spui'ði aðmírállinn. „Þér eigið við eyna Sark í Ermasundi? — já, ég var þar oft á veiðum með frænda mínum þegar ég var strákur. En það er nú langt síðan.“ „Já, en þér munið sjálfsagt eftir einhverju þaðan, — ég á við hvernig umhorfs er þar og þessháttar.“ „Já, já, frændi minn gaf mér þai' einu sinni þá hastarlegustu ráðningu sem ég hefi fengið um ævina, og manni gleymast ekki staðir þar sem maður hefur upplifað slíkt,“ sagði kafbátsforinginn brosandi. „Ágætt! Þá vitið þér jafnvel og ég að eyjan liggur nær Frakklandi en Englandi, og er stöðugt á valdi Þjóðverja. Hún er ein af síðustu útstöðvum Hitlers á þessu svæði, að vísu ekki mjög mikilvæg, en nógu öflug til að valda örðugleikum í flutningum vorum til Frakklands. Hún er ekki nema rúm hálf míla á lengd og mílufjórðungur á breidd. Þjóðverjar hafa komið þar upp öruggri kafbátahöfn með sprengju- heldum hvelfingum yfir. Og eyjan er þakin fallbyssum og skotfærum." „Já, það veit ég, herra aðmíráll, ég hef séð af henni ljósmyndii' úr lofti.“ Leynihlutverkið. „Rétt er það,“ sagði aðmírállinn. „Flugherinn hefir gert harkalegai' árásir á eyna, en Þjóðverjar skríða niðu í greni sín, og loftvarnarbyrgin virðast nógu öflug til að standast jafnvel snörpustu sprengjur vorar. Reynt hefir verið að gera óvæntar árásir á eyna, en það virðist ómögulegt. Raunar vita flug- mennirnir ekki gerla hvar skotmark þeirra er —, og' það eru margir óbreyttir borgarar á eynni. Það eru þeir, sem verst yrðu úti ef við gerðum verulega stórárás úr lofti. Þessvegna viljum við að einhver breg'ði sér þangað, og líti vel í kring um sig.“ Cain kapteinn rétti úr sér, brosandi. „Með öðrum orðum —, aðmírállinn stingur upp á að ég fari þangað,“ sagði hann. „Já, einmitt. Þér talið þýzku, er það ekki?“ „Jawhol, herr Admiral! faðir minn var konsúll í Hamborg í nokkur ár, og ég hefi stundað nám í Þýska- landi.“ „Agætt ....... Hlustið þér nú á: Þýzkur kafbátur var tekinn við Ítalíu, og er viðgerð á honum að verða lokið. Þá hefir og verið útveguð sérstaklega þjálfuð áhöfn. Mynduð þér vilja taka að yður stjórnina og fara til Sark? Við viljum vita hvar kafbátahafnirnar eru, og hvort unnt sé að gera á þær skipulagða árás. Ósennilegt er að takist að vinna stöðvar eyvirkisins sem hærra liggja, — en á fáum klukkustundum mætti gera heil hervirki í neðri hlutum þess: Eyðileggja kafbátana, en af þeim sýnist vera krökkt í eynni. „Takk, herra aðmíráll!" „Leggið af stað eins fljótt og unt er. Því miður get ég ekki gefið yður þýzku kenniorðin, því það er mjög oft skipt um þau. En þið eigið að látast vera þýzkur kafbátur. Verið varkárir og komið heilir heim!“ A leið til Frakklandsstrandar. Að kvöldi sama dags sigldi kafbáturinn -— fyrrum K — 247, nú „Refsinornin" — varlega út úr höfninni í Dover. Cain kapteinn, sem stóð á stjórnpalli, var ánægður með skipshöfn sína. Það voru karlar, sem oftar en einu sinni höfðu komist í hann krappan, og kipptu sér ekki upp við smámuni. Veður var gott og kyrrt í sjó. Refsinornin stefndi brátt í átt til Frakklandsstrandar og fór ekki í kafi. Brezk tundurspilladeild kom í ljós, en gerði enga tilraun til árásar, enda þótt kafbáturinn liti út fyrir að vera þýzkur. „Þeir hafa sýnilega verið aðvaraðir,“ sagði Jordan liðsforingi, undirforinginn á kafbátnum. „Sá gamli lætur ekki skeika að sköpuðu. En líttu á, kapteinn, hvað er nú þetta ....?“ Joi'dan benti á þrjár stórar, amerískar sprengjuflugvélar, sem komu þjótandi skammt undan og flugu lágt. Þær stefndu beint á Refsinornina og var ekki um að villast hvað þær ætluðu sér. Ameríkanar þola ekki að sjá þýzka kafbáta. í flýti greip Cain ljósmerkjatækið frá loftskeytamanninum, sendi leynimerki til flugvélanna, og bætti við frá sjálf- um sér: „Hvað á þetta að þýða, piltar?“ Áhrifin leyndu sér ekki. Sprengjuflugvélarnar beygðu hjá. Frá for- ingjaflugvélinni fengu þeir svohljóðandi skeyti: „Afsakaðu, góðurinn. Þessu vorum við búnir að gleyma. Góða veiðiför." „Sem ég er lifandi hefur þeim líka verið gert aðvart,“ sagði Jordan liðsforingi. „En nú ætlum við að ganga til svefns, það verður glaðatungsljós fyrri partinn í nótt, og ég vil helzt vera laus við njósnarbátana þeirra. Þegar við aðeins erum komnir gegnum tundurdufla- lagnirnar verður auðveldara að gabba þá.“ Refsinorn- in renndi sér niður á hafsbotn og lá þar nolckrar klukkustundir. Aðmírállinn hafði gefið kapteininum V í K ! N G U R 1D9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.