Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 46
„Refsinornin" hélt út ágætt sjókort af tundurduflasvæðinu kringum eyna. Það hafði verið rannsakað nokkrum vikum áður, og ólíklegt að þjóðverjar hefðu breytt því síðan. Skömmu eftir miðnætti lét kapteinninn reka háseta á fætur. „Upp á hringsjárdýpi. Hraðinn hálf sjómíla. Upp með hringsjána.“ Það fór að drynja í rafhreyflunum, og hægt lyftist kafbáturinn upp undir yfirborðið. Þegar hringsjáin var ofansjávar hóf Cain að rannsaka útsýnið gaum- gæfilega. Hin eina, sem hann sá, voru tvö bjargdufl á floti, skammt frá. Þau áttu vafalaust að vísa þýzkum skipum á heimleið í gegnum tundurduflasvæðið. „Niður með hringsjána," skipaði Cain. „Áfram —, á fulla ferð!“ Kafbáturinn þaut á fullum hraða inn úr tundur- duflasvæðinu. Cain og Jordan stóðu á stjórnpalli með spennta vöðva og hverja taug á þani. Mistök á stjórn- inni, — já, aðeins smá óheppni gat á fáeinum sekúnd- um riðið áhöfn Refsinornarinnar að fullu, því kafbátur siglir ekki eftir að hafa snert tundurdufl. Cain starði fast á sjókortið. Loks varp hann öndinni léttara. „Nú hægjum við á ferðinni, Jordan," sagði hann. „Ég held við séum komnir gegnum tundurduflasvæðið, og rækjumst við á Þjóðverja, þætti þeim auðvitað grunsamlegt að sjá þýzkan kafbát æða áfram með ofsahraða á sínum eigin siglingaleiðum." Hraðinn var nýkominn niður í tvær sjómílur, þegar aðvörun kom frá undirforingjanum: „Kafbátur fram undan. Staða 3 — 4 — 0 ... Það var þýskur njósnarkafbátur. Hann færðist nær hægt og hægt, með blikandi ljósmerkjum. Þetta var lítill bátur, og hafði sýnilega ekki grun um að óvinaskip gæti komizt óskaddað gegnum tundurduflasvæðið. Jor- úr höfninni í Dover. dan horfði með eftirvæntingu á Cain, sem aðeins yppti öxlum. Hann gat ekki svarað ljósmerkjum Þjóðverjanna af þeirri einföldu ástæðu að hann þekkti ekki dulmálið. En njósnarbáturinn gafst ekki upp við svo búið. Ljósmerkin glömpuðu æ ákafar, og fleiri og fleiri menn komu í ljós á þilfarinu. Á hverri stundu mátti búast við að kafbátsforingjanum yrði ljóst hvað á seiði var, og þá yrði ógerningur fyrir kapteininn að framkvæma verk sitt, jafnvel þótt hann slyppi heill á húfi úr bardaga. „Tilbúnir að skjóta", skipaði Cain. „Vilji þessir piltungar berjast, þá er þeim það vel- komið. Beygið skarpt á stjórnborða.“ Refsinornin var nú í kallfæri við óvinina. Kapteinninn veifaði handleggjunum og hrópaði á ágætri þýsku: „Hér er kafbáturinn — 247 á heimleið frá Bordeaux. Olían þrotin og Ijóstækin eyðilögð. Getið þið vísað mér leið til hafnarinnar?" Þetta orsakaði ákafar samræður á stjórnpalli niósn- arbátsins í nokkrar mínútur. En áhöfnin hafði greini- lega látið sefast. Þar næst var kallað: „Má því miður ekki yfirgefa siglingaleiðina. En ég skal gefa vtkur stefnuna. Hafið til pappír og penna!“ Cain skrifaði í flýti niður oi’ðin, sem Þjóðverjarnir hrópuðu til hans. Að því búnu kallaði hann: „Danke schön“, og Refsinornin sigldi af stað á ný með hægum skriði. Jordan liðsforingi hló lágt. „Þarna munaði mjóu“ tautaði hann. „En ekki er öll hættan úti enn. Njósnar- báturinn sendir skeyti til hafnarinnar um að þýzkur kafbátur sé á leið þangað frá Bordeaux, og hvert ein- asta strandvirki hefur gát á okkur til að veita aðstoð — eða að minnsta kosti til að góna á okkur. Bragð okk- ar verður uppgötvað jafnskjótt og lýsir af degi. “ Cain hló: IIO VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.