Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Qupperneq 49
JÓN ÞORFINNSSON Lnmnaaror* J Jón Þorfinnsson, sá sem eftirfarandi minningar- ljóð eru tileinkuð, var borinn og barnfæddur að Hofi í Garði. Foreldrar hans, Guðrún og Þorfinna, voru merkishjón og stóðu að þeim báðum góðar ættir. Jón sál. byrjaði ungur sjómennsku á árabát- um, en á ungdómsárum hans voru mest notuð tveggja manna för til fiskiveiða, með haldfæri, í Garðsjónum. Jón var snemma ötull og áhugasamur sjómaður og fiskinn með afbrigðum. Hann varð ungur formaður, fyrst á tveggja manna fari og síð- ar á stærri opnum skipum og fórst formennskan prýðilega úr hendi. Á þilskipum mun hann einnig hafa verið háseti. Þó mun það ekki hafa verið lengi. Bezt kunni hann við sig á opnu bátunum. Átti hann sjálfur sinn eigin bát til hárrar elli og reri út á Garðsjóinn allt fram yfir áttatíu ára aldur og liafði alla sína löngu æfi lífsuppeldi sitt af sjávar- afla, er hann sjálfur sótti með ötulleik og dugnaði í nægtabúr Ægis konungs. Jón Þorfinnsson giftist ungur Guðrúnu Grímsdóttur, góðri konu, ættaðri úr Hafnarfirði. Er hún dáin fyrir mörgum árum. Þau eignuðust 3 efnilega syni. Tveir þeir eldri dóu upp- komnir menn, en einn sonur hans, Vilbergur að nafni, mun á lífi. Jón sál. bjó lengst af meðan kona hans lifði, í Kirkjubólshverfi. Nokkur ár átti hann síðan heima í Hafnarfirði, en fluttist svo aftur í Garðinn og átti heima í Akurhúsum í Útgarði í mörg ár. Þegar hann var kominn yfir áttrætt, kenndi hann sjúkleika, sem dró hann til dauða. Hann andaðist á heimili Einars Guðbergs útgerðar- manns í Keflavík, en kona Einars er uppeldisdóttir Jóns sál. Annars var hann hraustmenni og varð aldrei misdægurt, sem kallað er, alla hina löngu æfi. Hann var fjörmaður, glaðlyndur og hinn vandaðasti og prúðasti í allri hegðun sinni. Hann var af gömlu kynslóðinni, ekki glysgjarn né eyðslusamur, en gjörði þó mörgum gott, þótt fátækur væri alla tíð, en þó aldrei upp á aðra kominn með lífsbjörg handa sér og sínum. Með Jóni Þorfinnssyni er hniginn í valinn mætur og gegn sjómaður og fiskimaður af gamla skólan- um, einn af þessum eftirtektarsömu snillings for- mönnum, sem litu til lofts og báru, þegar þeir sigldu sínum smáu fleytum um úfinn sæ, og hann var einn af þeim fáu, sem nálega aldrei hlekktist á. Blessuð sé minning hans. Þ. E. Á Garðskaganum garpur fæddist, á Garðskaganum lifði’ og mæddist, einnig þar hans gladdist geð. Huga drengsins sjórinn seiddi, síkvik báran þó að freyddi, að hann hræddist ei varð séð. Snemma fór til fiskiveiða, fékk þá stundum vanda’ að greiða, því Ægisdætur eltu hann. Litlu fleyi lipurt stýrði, leikni hans ei nokkur rýrði, — oft í hættum úrlausn fann. Fiskimaður frábær talinn, fremur öðrum til þess valinn, að þekkja mið um þorskareit. í Garðsjó öllum mið hvert mundi, marga stund sér glaður undi formaður í fiskileit. Alltaf glaður, ei sér barði, öllu sínu lífi varði með dug að afla daglegs brauðs. Allt frá fyrsta æskuskeiði, unz hann þreyttur gamall deyði, fór hann á mis við fúlgur auðs. Fékk þó borgið sér og sínum sóma með og firrtur pínum, — naumt er ei Ægis nægtabúr. Úr þara feitan þyrskling veiddi, þorsk og lúður einnig deyddi, — sá fékk lífsbjörg sjónum úr. Allir mega um það vita að hann varð sem fleiri’, að strita allt sitt líf, en æðrulaus. Fáskiptinn um fjöldans málin, fyrirleit hann tildursprjálin, ótínt hjal og orðaraus. Grandvar lifði, glöð var lundin, gáskafullur þræddi sundin, alltaf kjarkinn átti hann. Einatt hrynum í hann lenti, að því stundum gaman henti, og í slíku unað fann. I elli hárri, út á sjóinn oft var kempan fyrri róin, en margur yngri maðurinn. Umhverfis hann allt þó breyttist, ánægjan sú honum veittist, að gutla út í Garðsjóinn. Svo í gleymsku fljótt ei falli, finnst mér rétt í stuttu spjalli, að minnast valins vinar eins. Ofur fábreytt æfisaga, — alla sína lífsins daga, öðrum varð hann ei til meins. Til hvíldar lagðist lúinn, þreyttur, lífsferillin hans var skreyttur fögru lífi fiskimanns. Minning hans vér munum geyma, miðum hans þó flestir gleyma, — við Garðsjó bundin gleðin hans. VIKINGUR 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.